Elsti læknir í heimi með góð ráð um langlífi

Á besta aldri | 20. apríl 2023

Elsti læknir í heimi með góð ráð um langlífi

Elsti starfandi læknir í heimi, Dr. Howard Tucker er 100 ára gamall og hefur starfað við taugalækningar í 75 ár. Tucker hefur einungis nýlega hætt að taka á móti sjúklingum en kennir læknisfræði tvisvar í viku við St. Vincent Charity Medical Center í Cleveland, Ohio þar sem hann álítur starfslok við eftirlaunaaldurinn hinn sanna óvin langlífis.

Elsti læknir í heimi með góð ráð um langlífi

Á besta aldri | 20. apríl 2023

„Ég held að ég muni lifa að eilífu, vitandi að …
„Ég held að ég muni lifa að eilífu, vitandi að það er ekki raunverulegt.“ Samsett mynd

Elsti starf­andi lækn­ir í heimi, Dr. How­ard Tucker er 100 ára gam­all og hef­ur starfað við tauga­lækn­ing­ar í 75 ár. Tucker hef­ur ein­ung­is ný­lega hætt að taka á móti sjúk­ling­um en kenn­ir lækn­is­fræði tvisvar í viku við St. Vincent Cha­rity Medical Center í Cleve­land, Ohio þar sem hann álít­ur starfs­lok við eft­ir­launa­ald­ur­inn hinn sanna óvin lang­líf­is.

Elsti starf­andi lækn­ir í heimi, Dr. How­ard Tucker er 100 ára gam­all og hef­ur starfað við tauga­lækn­ing­ar í 75 ár. Tucker hef­ur ein­ung­is ný­lega hætt að taka á móti sjúk­ling­um en kenn­ir lækn­is­fræði tvisvar í viku við St. Vincent Cha­rity Medical Center í Cleve­land, Ohio þar sem hann álít­ur starfs­lok við eft­ir­launa­ald­ur­inn hinn sanna óvin lang­líf­is.

„Ég held að þegar maður kemst á eft­ir­laun og hætt­ir að vinna þá stend­ur maður ein­ung­is frammi fyr­ir and­legri og lík­am­legri rýrn­un og end­ar svo á hjúkr­un­ar­heim­ili. Það er gam­an að lifa og vinna. Vinn­an mín er ynd­is­leg. Á hverj­um degi læri ég eitt­hvað nýtt.“

Tucker deildi nokkr­um frá­bær­um ráðlegg­ing­um varðandi lang­lífi í viðtali við Today.

Ekki hætta að vinna

„Ég skil ekki þá sem nenna að spila golf, þrjá daga vik­unn­ar,“ sagði Tucker. Hann viður­kenndi þó að það væru að sjálf­sögðu til störf sem fólk get­ur ekki leng­ur sinnt sök­um ald­urs eins og lík­am­lega krefj­andi störf eða störf sem fólk kýs að halda ekki áfram að sinna sök­um álags. En sam­kvæmt lækn­in­um eru starfs­lok vegna ald­urs slæm­ur kost­ur - að minnsta kosti fyr­ir hann. 

„Ég ætla að vara fólk við: Ef það kýs að hætta, ætti það að minnsta kosti að finna sér gott áhuga­mál, sinna sjálf­boðastarfi eða öðru. Þú þarft að örva heil­ann á hverj­um degi.“

Haltu áfram að læra

Tucker, sem öðlaðist lækn­is­gráðuna sína frá The Ohio State Uni­versity Col­l­e­ge of Medic­ine árið 1947, gerðist lækn­ir mörg­um árum áður en seg­ulóm­un og sneiðmynda­tök­ur urðu til­tæk­ar. Hann sá lækna fara á eft­ir­laun vegna þess að þeir vildu ekki læra að nota tölv­ur. Sjálf­um fannst hon­um krefj­andi að læra á nýja tækni og var staðráðinn í að halda í við hana. 

„All­ur heim­ur­inn geng­ur á tækni og reiðir sig á tölv­ur. Ef ég vil vera áfram í þess­um heimi, þá ætla ég að kunna á tölv­ur,“ sagði hann. 

Tauga­lækn­ir­inn fylg­ist vel með sínu fagi með því að læra og lesa, sem hann hef­ur mjög mikla ánægju af. 

Ræktaðu ham­ingj­una

„Þú verður að vera ánægður í bæði starfi og heim­il­is­lífi,“ sagði Tucker. 

Hann minnt­ist á sjúk­ling sem var svo hrædd við vinnu sína og þrúg­andi yf­ir­mann að hún keyrði nokkra hringi í kring­um blokk­ina áður en hún fann kjarkinn til þess að fara inn á morgn­ana. Kon­an fékk al­var­legt heila­blóðfall, 42 ára að aldri, sem Tucker taldi stafa að miklu leyti af vinnu­álagi henn­ar. 

Þegar kem­ur að per­sónu­legri ham­ingju hans, hef­ur hann og eig­in­kona hans, Sara – sem er sjálf starf­andi geðlækn­ir og hitt­ir enn sjúk­linga – verið gift í 65 ár. „Hún er aðeins 89 ára,“ sagði hann. Hjón­in eiga fjög­ur börn og tíu barna­börn.'

Lækn­ir­inn er mjög bjart­sýnn á fram­haldið. „Ég held að ég muni lifa að ei­lífu, vit­andi að það er ekki raun­veru­legt. En mér líður þannig. Ég hugsa aldrei um dauðann,“ sagði Tucker. 

„Þú deyrð einu sinni, en þú lif­ir dag­lega...ein­beittu þér að því sem lif­ir.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by TODAY (@todays­how)



mbl.is