„Það er mikilvægt að mega sýna allar tilfinningar“

Fæðingar og fleira | 22. apríl 2023

„Það er mikilvægt að mega sýna allar tilfinningar“

Þótt fótboltinn eigi hug hans allan viðurkennir knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson að íþróttin sé ekki mjög fjölskylduvæn, enda séu æfingarnar á svokölluðum „úlfatíma“ dagsins og leikir um helgar. Gísli og kærasta hans, Anna Guðrún Alexandersdóttir, eiga tvö börn saman, þau Helenu sem er þriggja ára gömul og Emil sem er fimm mánaða gamall. 

„Það er mikilvægt að mega sýna allar tilfinningar“

Fæðingar og fleira | 22. apríl 2023

Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson og dóttir hans Helena alsæl með Íslandsmeistaratitilinn …
Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson og dóttir hans Helena alsæl með Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.

Þótt fót­bolt­inn eigi hug hans all­an viður­kenn­ir knatt­spyrnumaður­inn Gísli Eyj­ólfs­son að íþrótt­in sé ekki mjög fjöl­skyldu­væn, enda séu æf­ing­arn­ar á svo­kölluðum „úlfa­tíma“ dags­ins og leik­ir um helg­ar. Gísli og kær­asta hans, Anna Guðrún Al­ex­and­ers­dótt­ir, eiga tvö börn sam­an, þau Helenu sem er þriggja ára göm­ul og Emil sem er fimm mánaða gam­all. 

Þótt fót­bolt­inn eigi hug hans all­an viður­kenn­ir knatt­spyrnumaður­inn Gísli Eyj­ólfs­son að íþrótt­in sé ekki mjög fjöl­skyldu­væn, enda séu æf­ing­arn­ar á svo­kölluðum „úlfa­tíma“ dags­ins og leik­ir um helg­ar. Gísli og kær­asta hans, Anna Guðrún Al­ex­and­ers­dótt­ir, eiga tvö börn sam­an, þau Helenu sem er þriggja ára göm­ul og Emil sem er fimm mánaða gam­all. 

Gísli er upp­al­inn hjá Breiðabliki og varð Íslands­meist­ari með liðinu á síðustu leiktíð í fyrsta sinn á ferl­in­um. Alls á hann að baki 137 leiki í efstu deild með Blik­um og Vík­ingi úr Ólafs­vík en hann lék með Óls­ur­um á láni frá Breiðabliki sum­arið 2016. Gísli er menntaður þroskaþjálfi og starfar sam­hliða fót­bolt­an­um sem for­falla­kenn­ari í Sala­skóla.

Það er því óhætt að segja að Gísli sé með marga bolta á lofti en við feng­um að skyggn­ast inn í fjöl­skyldu­líf Gísla sem sagði okk­ur meðal ann­ars frá upp­lif­un sinni að vera á hliðarlín­unni í fæðingu og hvernig hef­ur gengið að sam­tvinna fót­bolt­ann og fjöl­skyldu­lífið.

Mæðginin í góðum gír á vellinum.
Mæðgin­in í góðum gír á vell­in­um.

Örlaga­ríkt mark á móti FH

Gísli seg­ir að fót­bolt­inn hafi leitt þau Önnu sam­an árið 2017. „Ég vill meina að sag­an sé þannig að Anna hafi byrjað að fylgja mér á In­sta­gram beint eft­ir leik á móti FH árið 2017 þar sem ég skoraði geggjað mark og átti virki­lega góðan leik. Mér fannst hún vera mjög sæt stelpa og við byrjuðum að spjalla. Það leið svo ágæt­ur tími áður en ég loks­ins þorði að bjóða henni á stefnu­mót og þá var ekki aft­ur snúið,“ seg­ir Gísli.

„Hún vill hins veg­ar meina að hún hafi ekki séð leik­inn og þetta sé allt til­vilj­un, en ég kaupi það ekki,“ bæt­ir hann við og hlær.

Hlut­verkið á hliðarlín­unni tak­markað

Gísli seg­ir fæðing­ar barn­anna sinna tveggja hafa verið mjög ólík­ar. „Þegar Helena fædd­ist tók fæðing­in lang­an tíma, en Anna missti vatnið og rúm­um sóla­hring seinna mæt­ir Helena í heim­inn eft­ir rosa­lega frammistöðu hjá Önnu,“ seg­ir hann. 

„Emil kom í heim­inn þegar ég átti að vera í Suður Kór­eu að spila fyr­ir landsliðið. Það kom aldrei til greina að reyna á það, en sem bet­ur fer fór ég ekki því hann var ólm­ur að koma í heim­inn og fæðing­in tók stutt­an tíma,“ bæt­ir hann við. 

Gísli seg­ir hlut­verk sitt á hliðarlín­unni í fæðing­un­um hafa verið tak­markað. „Ég reyndi eins og ég gat að vera til staðar fyr­ir Önnu og styðja hana í gegn­um þetta. Í raun­inni sat ég þarna við hliðina á henni að bjóða henni vatn eða Gatorate til skipt­is. Það var ótrú­legt að upp­lifa þetta og sjá Önnu fara í stríðsgír og ráðast á þetta verk­efni með al­vöru dugnaði,“ rifjar hann upp.

„Ef ég ber þessar tvær fæðingar saman þá var sú …
„Ef ég ber þess­ar tvær fæðing­ar sam­an þá var sú seinni mun betri fyr­ir mitt leyti, en að sögn Önnu þá var hún mun erfiðari.“

„Ég byrjaði að sjá til­gang lífs­ins með öðrum aug­um“

Gísli seg­ir allt hafa breyst eft­ir að dótt­ir hans kom í heim­inn. „Ég byrjaði að sjá til­gang lífs­ins með öðrum aug­um. Það kem­ur þessi ábyrgðar til­finn­ing og óskil­yrðis­lausa ást sem erfitt er að lýsa. Maður vill gera allt fyr­ir þetta litla barn og vera til staðar fyr­ir það. Á sama tíma fann ég fyr­ir meiri metnað í öllu sem ég tók fyr­ir hend­ur og vildi gera bet­ur,“ út­skýr­ir hann.

Spurður hvað hafi komið hon­um mest á óvart við föður­hlut­verkið nefn­ir Gísli þessa sterku ást sem hann upp­lifði strax frá fyrsta degi. „Þessi litlu kríli sofa, drekka, kúka og grenja bara til að byrja með og maður elsk­ar þau meira og meira.“

„Eft­ir að Helena varð aðeins eldri þá er í miklu upp­á­haldi hjá okk­ur á föstu­dög­um að gera heima­til­búna pítsu og hafa kósí kvöld. „Það skemmdi svo ekki fyr­ir þegar Idolið var í gangi. Það kom á óvart hvað þess­ar gæðastund­ir eru gef­andi og maður vill ekki vera á nein­um öðrum stað en í faðmi fjöl­skyld­unn­ar uppi í sófa,“ seg­ir Gísli.

Bestu stundirnar eru í faðmi fjölskyldunnar að mati Gísla.
Bestu stund­irn­ar eru í faðmi fjöl­skyld­unn­ar að mati Gísla.

Fót­bolt­inn sé ekki fjöl­skyldu­vænn

Gísli viður­kenn­ir að fót­bolt­inn sé ekki mjög fjöl­skyldu­vænn, enda fylg­ir hon­um mikið af ferðalög­um, leik­ir um helg­ar og æf­ing­ar á svo­kölluðum „úlfa­tíma“ dags­ins. „Þegar leik­skól­inn er bú­inn þá er ég að leggja af stað á æf­ingu og kem heim um kvöld­mat­ar­leytið. Þetta myndi aldrei ganga upp ef ég væri ekki með frá­bær­an maka sem styður mig áfram í fót­bolt­an­um,“ út­skýr­ir Gísli.

„Anna tek­ur á sig mikla vinnu sem væri eðli­legt að við mynd­um skipta meira á milli okk­ar, eins og til dæm­is á næt­urn­ar. Hún leyf­ir mér að fá góðan svefn á nótt­unni og í staðinn tek ég morg­un­vakt­ina. Það er mik­ill metnaður í Breiðabliki sem krefst mik­ill­ar orku á æf­ingu og í leikj­um. Svefn­inn er mik­il­væg­ur í fót­bolta upp á að há­marka ár­ang­ur og það er meiri hætta á meiðslum ef svefn­inn er lé­leg­ur,“ bæt­ir hann við. 

„Fót­bolt­inn hjá mér hef­ur vissu­lega mik­il áhrif á fjöl­skyldu­lífið, en það get­ur bæði verið já­kvætt og nei­kvætt. Fjöl­skyldu­lífið get­ur snú­ist aðeins of mikið um mig og mína dag­skrá. Í gegn­um tíðina, sem fót­boltamaður, hef ég oft þurft að sleppa mörgu eins og par­tí­um, af­mæl­um, ut­an­lands­ferðum og fleiru sem var í góðu lagi því ég valdi mér það.

Það væri gam­an að geta farið til út­landa á sumr­in með fjöl­skyld­unni eða eytt helg­un­um í ein­hverju fjöri, en það er ekki alltaf hægt þar sem leik­irn­ir eru yf­ir­leitt á sunnu­dög­um og þá þarf að hvíla fæt­urna sem mest fyr­ir leik. En sem bet­ur fer er fót­bolt­inn það skemmti­leg­asta sem ég geri og maður á bara hell­ing af sam­veru­stund­um inni sem er gam­an að hlakka til,“ seg­ir Gísli.

Fjölskyldan saman í verðskulduðu fríi í sólinni.
Fjöl­skyld­an sam­an í verðskulduðu fríi í sól­inni.

Mik­il­vægt að horfa líka á já­kvæðu hliðarn­ar

Gísli seg­ir já­kvæðu hliðina þó vera að fjöl­skyld­an hafi mjög gam­an að líf­inu í kring­um fót­bolt­ann. „Anna var dug­leg að mæta með Helenu á leiki og von­andi get­ur Emil komið á ein­hverja leiki í sum­ar. Helena elsk­ar þetta um­hverfi og nýt­ur sín mikið á Kópa­vogs­vell­in­um. Henni finnst gam­an að koma í klef­ann og hitta alla strák­ana. Þegar ég hringi heim úr ut­an­lands­ferðum þá er það fyrsta sem Helena seg­ir: „Má ég sjá strák­ana?“,“ út­skýr­ir Gísli.

„Helena fékk að labba með mér inn á völl­inn í lok síðasta sum­ars. Þegar búið var að heilsa dómur­um og and­stæðing­un­um áttu all­ir krakk­arn­ir að hlaupa af vell­in­um því leik­ur­inn var að byrja. Helena tók það hins veg­ar ekki í mál og neitaði að fara – hún ætlaði að vera með. Ég þurfti að halda á henni til Önnu þar sem Helena mót­mældi og var alls ekki sátt,“ rifjar Gísli upp og hlær.

Þótt fót­bolt­inn sé ekki fjöl­skyldu­vænn seg­ir Gísli fjöl­skyldu­lífið hafa hjálpað sér mikið í íþrótt­inni. „Börn­in þurfa góða rútínu og heilsu­sam­legt líf og ég fell vel inn í þá rútínu. Eft­ir að ég varð pabbi hef ég verið að fara fyrr upp í rúm og vakna líka aðeins fyrr. Við reyn­um að borða holl­an og góðan mat á heim­il­inu og það hef­ur auk­ist eft­ir að börn­in fædd­ust,“ seg­ir hann.

Helenu þykir mikið sport að fá að fara með pabba …
Helenu þykir mikið sport að fá að fara með pabba sín­um inn á völl­inn, enda gríðarleg stemn­ing í loft­inu.

Vill vera fyr­ir­mynd fyr­ir börn­in sín

Aðspurður seg­ir Gísli svefn­leysið hafa reynst mest krefj­andi við föður­hlut­verkið. „Ég er og hef alltaf verið mik­il B-týpa. Það er auðvitað alltaf eitt­hvað sem get­ur komið upp eins og veik­indi og annað, en það er einnig krefj­andi að geta ekki gefið mig að þeim al­veg 100%,“ út­skýr­ir Gísli.

„Það get­ur verið erfitt að sækja Helenu í leik­skól­ann og hún vill fara að leika með pabba en þá get ég það ekki því ég er að fara á æf­ingu. En aft­ur á móti vona ég að ég sé ákveðin fyr­ir­mynd fyr­ir þau í framtíðinni með því að sýna þeim að það þarf að leggja mikið á sig til þess að ná ár­angri í því sem maður er að gera,“ bæt­ir hann við. 

Gísli seg­ir að það að sjá börn­in sín vaxa, dafna, þrosk­ast og ganga vel sé mest gef­andi við föður­hlut­verkið.„Það hef­ur til dæm­is verið rosa­lega gef­andi að fara með Helenu í gegn­um öll þessi krefj­andi verk­efni sem hún þarf að tak­ast á við, eins og að byrja á leik­skóla og eign­ast nýtt systkini,“ seg­ir hann.

Helena í skýjunum með sónarmynd af litla bróður sínum.
Helena í skýj­un­um með són­ar­mynd af litla bróður sín­um.

„Mun leggja mig all­an fram í sum­ar“

Í upp­eld­inu leggja Gísli og Anna mikla áherslu á að það sé nóg af ást á heim­il­inu og að börn­in geti alltaf verið þau sjálf heima. „Ég og Helena erum bæði mikl­ar til­finn­inga­ver­ur, og með því fylgja marg­ar sveifl­ur og það er mik­il­vægt að mega sýna all­ar til­finn­ing­ar,“ seg­ir Gísli.

„Við leggj­um einnig áherslu á kurt­eisi, til­lit­semi og að börn­in okk­ar hafi trú á sjálf­um sér og sinni getu. Sam­vera er okk­ur mjög mik­il­væg og við erum dug­leg að fara öll sam­an í sund og hitta okk­ar nán­asta fólk,“ bæt­ir hann við. 

Framund­an hjá Gísla er spenn­andi fót­bolta­tíma­bil sem hófst 10. apríl síðastliðinn og stend­ur yfir til og með 3. sept­em­ber. „Ég mun leggja mig all­an fram í sum­ar með Breiðabliki til þess að upp­skera ennþá betri ár­ang­ur en í fyrra. Svo eig­um við fjöl­skyld­an bókaða ferð til Teneri­fe yfir jól­in sem við hlökk­um mikið til,“ seg­ir Gísli að lok­um.

Það dugar ekkert minna en að vera í Breiðabliks samfellu …
Það dug­ar ekk­ert minna en að vera í Breiðabliks sam­fellu og með Breiðabliks snuddu til að styðja pabba.
mbl.is