„Skemmtilegt hvernig lífið fer með mann á ótrúlegustu slóðir“

Fjallganga | 23. apríl 2023

„Skemmtilegt hvernig lífið fer með mann á ótrúlegustu slóðir“

Leiðsögumaðurinn og jógakennarinn, Edith Gunnarsdóttir, hefur mikla ástríðu fyrir útivist og ferðalögum. Þótt hún sé ekki fædd inn í útivist segist hún alltaf hafa fundið sterka tengingu við náttúruna. Það var þó ekki fyrr en hún gekk yfir Fimmvörðuhálsinn í fyrsta sinn sem hún smitaðist algjörlega af fjallgöngubakteríunni. 

„Skemmtilegt hvernig lífið fer með mann á ótrúlegustu slóðir“

Fjallganga | 23. apríl 2023

Edith Gunnarsdóttir starfar sem leiðsögumaður og jógakennari, en hún hefur …
Edith Gunnarsdóttir starfar sem leiðsögumaður og jógakennari, en hún hefur mikla ástríðu fyrir útivist og ferðalögum.

Leiðsögumaður­inn og jóga­kenn­ar­inn, Edith Gunn­ars­dótt­ir, hef­ur mikla ástríðu fyr­ir úti­vist og ferðalög­um. Þótt hún sé ekki fædd inn í úti­vist seg­ist hún alltaf hafa fundið sterka teng­ingu við nátt­úr­una. Það var þó ekki fyrr en hún gekk yfir Fimm­vörðuháls­inn í fyrsta sinn sem hún smitaðist al­gjör­lega af fjall­göngu­bakt­erí­unni. 

Leiðsögumaður­inn og jóga­kenn­ar­inn, Edith Gunn­ars­dótt­ir, hef­ur mikla ástríðu fyr­ir úti­vist og ferðalög­um. Þótt hún sé ekki fædd inn í úti­vist seg­ist hún alltaf hafa fundið sterka teng­ingu við nátt­úr­una. Það var þó ekki fyrr en hún gekk yfir Fimm­vörðuháls­inn í fyrsta sinn sem hún smitaðist al­gjör­lega af fjall­göngu­bakt­erí­unni. 

Að eig­in sögn er Edith mik­il æv­in­týra­mann­eskja að upp­lagi og óhrædd við að stíga út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann. Hún er menntuð í sál­fræði og heil­brigðis­vís­ind­um ásamt því að vera með jóga­kenn­ara­rétt­indi. Í dag starfar hún sem leiðsögumaður og jóga­kenn­ari og veit fátt betra en að hreyfa sig og upp­lifa nýja hluti.

Hef­ur þú alltaf haft áhuga á ferðalög­um?

„Ég hef alltaf verið dug­leg að ferðast en sein­ustu ár hafa ferðalög­in mín breyst frek­ar mikið. Ég er far­in að fara í miklu fjöl­breytt­ari ferðalög sem tengj­ast þá frek­ar úti­vist, bæði hér­lend­is og er­lend­is, auk ferðalaga á fram­andi slóðir allt árið um kring. 

Ég fæ oft þá spurn­ingu hvort ég fái ekki leið á leiðsögn og ferðalög­um. Svarið við því er nei. Ef maður vinn­ur við ástríðuna sína þá finnst manni maður aldrei vera í vinn­unni. Hvað geta marg­ir sagt að þeir komi end­ur­nærðir heim úr vinn­unni?“

Edith í göngu á Fjallabak sem er ein af uppáhaldsgönguleiðum …
Edith í göngu á Fjalla­bak sem er ein af upp­á­halds­göngu­leiðum henn­ar á Íslandi.

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið þitt?

„Án efa göngu­ferðin til Tans­an­íu. Þetta var þriggja vikna ógleym­an­legt ferðalag sem byrjaði á göngu­ferð á Kilimanjaro. Þaðan fór­um við síðan beint í safarí-ferð og enduðum á vikudvöl á Zansi­b­ar. Full­kom­in þrenna og frá­bært að ná góðri slök­un í sól­inni eft­ir göng­una og koma heim end­ur­nærð.

Að koma til Tans­an­íu er eins og að koma inn í streitu­laust svæði – fólkið þar er ein­stak­lega ró­legt og hjálp­samt. Fram­andi nátt­úra Afr­íku, gleði og menn­ing heima­manna gerðu þessa ferð að æv­in­týra­leg­ustu ferð lífs míns.“

Edith á svokölluðum Baranco wall í 4.200 metra hæð á …
Edith á svo­kölluðum Bar­anco wall í 4.200 metra hæð á Kilimanjaro.

Hver er upp­á­halds­borg­in þín í Evr­ópu?

„Par­ís hef­ur alltaf heillað mig sér­stak­lega mikið. borg­in er ein sú fal­leg­asta og ég nýt mín alltaf í botn þegar ég er þar. Bygg­ing­arn­ar, menn­ing­in og sag­an eru eitt­hvað svo heill­andi. 

Ég hef mjög gam­an af því að lesa sögu­leg­ar bæk­ur um þá borg sem ég er í enda gef­ur það ferðalag­inu dýpri merk­ingu. Í hvert skipti sem ég kem þangað sé ég eitt­hvað nýtt eða er kom­in með eitt­hvað nýtt á list­ann sem ég ætla að skoða næst. 

Par­ís er al­gjör perla og ætli ég hafi ekki bara búið í Par­ís í fyrra lífi miðað við hvað ég hef sterk­ar taug­ar til henn­ar.“

En utan Evr­ópu?

„Vancou­ver í Kan­ada þar sem ég var einu sinni bú­sett. Borg­in er ein­stak­lega fal­leg og frek­ar líf­leg. Þar er auðvelt að lifa ein­földu og ró­legu lífi, en samt hef­ur þú all­an ávinn­ing­inn eins og að búa í hvaða stór­borg sem er á heimsvísu.

Kan­ada er með næst stærstu óbyggðir í heim­in­um á eft­ir Rússlandi, frá­bær vett­vang­ur fyr­ir göngu­fólk með risa­stór snæviþakin fjöll. Þú get­ur farið á skíði og á strönd­ina á sama deg­in­um. Frá­bært veðurfar, geggjaður mat­ur og ótrú­lega vina­legt fólk.“

Besti mat­ur­inn sem þú hef­ur fengið á ferðalagi?

„Á Lawa Tower í Kilimanjaro í 4.600 metra hæð. Þar fékk ég bestu djúp­steiktu fransk­ar sem ég hef smakkað með satay-kjúk­lingi, hrásal­ati, naan-brauði og mel­ón­ur í eft­ir­rétt – geri aðrir bet­ur.

Miðað við aðstæður og hæð yfir sjáv­ar­máli þá var þetta al­gjör „gúrme“ mat­ur og hóp­ur­inn borðaði yfir sig. Kokk­arn­ir sem voru með okk­ur voru nátt­úru­lega al­veg geggjaðir. Þeir vita hvað þeir syngja þarna í Tans­an­íu varðandi mat fyr­ir erfiðar göng­ur.“

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Allt sem við kem­ur ein­hvers­kon­ar hreyf­ingu og fjöl­breytni. Það skipt­ir ekki endi­lega máli hvenær á ár­inu, all­ar árstíðir hafa sinn sjarma. Síðan finnst mér mjög gam­an að prófa eitt­hvað nýtt – þurfa að byrja á núllpunkti, læra eitt­hvað nýtt og fara út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann.“

Á Víknaslóðum sem er göngusvæði frá Borgarfirði eystri til Seyðisfjarðar.
Á Víkna­slóðum sem er göngu­svæði frá Borg­ar­f­irði eystri til Seyðis­fjarðar.

Hvenær fékkst þú áhuga á göng­um?

„Ég er ekki fædd inn í úti­vist eins og marg­ir leiðsögu­menn. Þótt ég sé af mal­bik­inu þá er ég ekk­ert sér­stak­lega bund­in stein­steypu eða borg­ar­land­inu til­finn­inga­lega. Ég fékk þenn­an þráð sem tengdi mig við nátt­úr­una í sinni tær­ustu mynd með því að fá að fara í sveit á sumr­in hjá ætt­ingj­um. 

Áhugi minn á göng­um kom mörg­um árum seinna þegar ég gekk yfir Fimm­vörðuháls­inn með sauma­klúbbn­um mín­um og mömmu. Það endaði þannig að eng­in úr sauma­klúbbn­um fékk fjall­göngu­bakt­erí­una nema ég og mamma. Við skráðum okk­ur fljót­lega í hóp hjá Ferðafé­lag­inu sem gekk allt árið og þá var ekki aft­ur snúið. 

Við mamma höf­um brallað ým­is­legt sam­an og farið á hæstu fjöll og jökla lands­ins – og við erum hvergi nærri hætt­ar. Ótrú­legt en satt þá tók það mig fjór­ar klukku­stund­ir að klára mína fyrstu göngu­ferð á Esj­una og eft­ir þá ferð ætlaði ég mér aldrei að fara í göngu aft­ur. Nokkr­um árum seinna stend ég á hæsta tindi Afr­íku í 5.895 metra hæð. Skemmti­legt hvernig lífið fer með mann á ótrú­leg­ar slóðir.“

Edith á Uhuru Peak, hæsta tindi Afríku, í 5.895 metra …
Edith á Uhuru Peak, hæsta tindi Afr­íku, í 5.895 metra hæð.

Hver er upp­á­halds­göngu­leiðin þín á Íslandi?

„Úff, þær eru svo marg­ar. Fjalla­bak hef­ur alltaf verið í miklu upp­á­haldi, þetta er svo stórt svæði að ég er enn að upp­götva leiðir sem mig lang­ar að ganga þar. Lóns­ör­æfi og Vikna­slóðir koma fast á eft­ir.

Svo má ekki gleyma Snæ­fells­jökli sem er í al­gjöru upp­á­haldi og er ekki bara vand­lega merk­ur á kort­inu held­ur líka and­lega merkt­ur. Ef maður dvel­ur í ná­grenni við Snæ­fells­jök­ul í lengri tíma finn­ur maður þessi já­kvæðu áhrif frá jökl­in­um sem or­saka vellíðan á svo marg­an hátt – enda er oft talað um að Snæ­fells­jök­ull sé ein af sjö orku­stöðvum heims­ins.“

„Ég hef unnið við að ganga upp á Snæfellsjökul yfir …
„Ég hef unnið við að ganga upp á Snæ­fells­jök­ul yfir sum­ar­tím­ann með ferðamenn og því­lík vellíðan í þeirri vinnu. Það er ein­hver óút­skýr­an­leg orka sem kem­ur frá jökl­in­um.“

En í Evr­ópu?

„Ég get svarað þeirri spurn­ingu í byrj­un sept­em­ber þegar ég kem heim frá Frakklandi. Ég hef ekki gengið í Evr­ópu ennþá en er að fara með 20 manna hóp að ganga hring­inn í kring­um Mont Blanc. göngu­vega­lengd­in er 170 kíló­metr­ar og við mun­um taka okk­ur 13 daga í þá göngu­leið þar sem við sof­um í fjalla­skál­um og hót­el­um á leiðinni.

Við göng­um frá Frakklandi yfir til Ítal­íu og þaðan yfir til Sviss og end­um hring­inn í Frakklandi. Sög­ur segja að þetta sé ein flott­asta göngu­leiðin í Evr­ópu með dá­leiðandi út­sýni yfir jökla, bratta dali og auðvitað Mont Blanc sjálft.“

En utan Evr­ópu?

„Göngu­ferðin á Kilimanjaro er án efa æv­in­týra­leg­asta göngu­ferð sem ég hef farið í. Kilimanjaro er 5.895 metra hátt og er hæsta frístand­andi fjall heims, hæsta fjall Afr­íku og eitt stærsta eld­fjall heims sem rís upp frá slétt­um Tans­an­íu.

Á göngu­leiðinni er farið í gegn­um öll gróður­belti jarðar þar sem lofts­lagið sveifl­ast frá hita­belti niður fyr­ir frost á hæsta tind­in­um, Uhuru peak. Af toppn­um er magnað út­sýni yfir slétt­ur Tans­an­íu og al­veg dá­leiðandi að horfa upp í stjörnu­bjart­an him­in­inn á kvöld­in og upp­lifa sól­ar­upp­rás­ina á morgn­ana.“

„Gangan tekur sjö daga og það er gist í tjöldum …
„Gang­an tek­ur sjö daga og það er gist í tjöld­um á fjall­inu. Leiðsögu­menn­irn­ir voru ótrú­lega já­kvæðir, þol­in­móðir, skemmti­leg­ir og voru sí­bros­andi, syngj­andi og dans­andi. Ein­stak­lega smit­andi and­leg nær­ing sem þeir gefa frá sér í göng­unni.“

Hvað er það sem ger­ir göngu­ferðir meira spenn­andi en önn­ur ferðalög að þínu mati?

„Göngu­ferðir eru miklu meira heilsu­efl­andi og af­stress­andi en ferðalög sem geta oft valdið mik­illi streitu. Þær skila sér í miklu betri and­legri og lík­am­legri vellíðan. Besta lyfið að mínu mati og er allra meina bót. 

Með því að vera í nátt­úr­unni og stunda úti­vist fær maður betri jarðteng­ingu, meiri skýr­leika, upp­lif­ir hug­ar­ró og vellíðan og sef­ur bet­ur. Síðast en ekki síst góð sam­vera með fjöl­skyldu og vin­um án snjall­tækja.“

Hvert ætl­ar þú að ferðast í sum­ar og haust?

„Það eru spenn­andi og æv­in­týra­leg­ir tím­ar framund­an. Ég verð held­ur bet­ur á ferðalagi hér­lend­is og er­lend­is á næst­unni því þessa stund­ina er ég að opna ferðaskrif­stof­una Ferðasetrið.

Ég fer í skemmti­lega göngu­ferð á Mt. Meru og Kilimanjaro í sept­em­ber næst­kom­andi, en svo fer ég aft­ur á Kilimanjaro, í æv­in­týra­lega safaríferð og til Zansi­b­ar í janú­ar á næsta ári. Síðan eru skemmti­leg­ar jóga- og göngu­ferðir í bíg­erð fyr­ir árið 2024.“

Það eru mörg ævintýraleg og spennandi ferðalög á dagskrá hjá …
Það eru mörg æv­in­týra­leg og spenn­andi ferðalög á dag­skrá hjá Edith.
mbl.is