Upplifa að stjórnvöld hafi yfirgefið þau

Súdan | 24. apríl 2023

Upplifa að stjórnvöld hafi yfirgefið þau

Breskir ríkisborgarar í Súdan upplifa sem þeir hafi verið yfirgefnir af stjórnvöldum í heimalandinu. Bresk stjórnvöld vinna nú að því að aðstoða ríkisborgara sína í Súdan við að komast þaðan eftir harða gagnrýni.

Upplifa að stjórnvöld hafi yfirgefið þau

Súdan | 24. apríl 2023

Harðir bardagar hafa geisað í Kartúm síðan 15. apríl.
Harðir bardagar hafa geisað í Kartúm síðan 15. apríl. AFP

Bresk­ir rík­is­borg­ar­ar í Súd­an upp­lifa sem þeir hafi verið yf­ir­gefn­ir af stjórn­völd­um í heima­land­inu. Bresk stjórn­völd vinna nú að því að aðstoða rík­is­borg­ara sína í Súd­an við að kom­ast þaðan eft­ir harða gagn­rýni.

Bresk­ir rík­is­borg­ar­ar í Súd­an upp­lifa sem þeir hafi verið yf­ir­gefn­ir af stjórn­völd­um í heima­land­inu. Bresk stjórn­völd vinna nú að því að aðstoða rík­is­borg­ara sína í Súd­an við að kom­ast þaðan eft­ir harða gagn­rýni.

Harðir bar­dag­ar hafa geisað á milli Súd­ans­hers og upp­reisn­ar­hers­ins RSF í höfuðborg­inni Kart­úm síðan 15. apríl síðastliðinn. Skriðdrek­ar fara um göt­ur borg­ar­inn­ar og hafa her­irn­ir einnig beitt árás­arþotum á borg­ina. Yfir 400 manns hafa týnt líf­inu í átök­un­um og þúsund­ir slasast. 

Kall­ar eft­ir aðgerðum

Andrew Mitchell, ráðherra þró­un­ar­mála, varði ákvörðun stjórn­valda um að setja það í for­gang að ná sendi­herra lands­ins, starfs­fólki og fjöl­skyld­um þeirra út úr land­inu fyrst. Sagði hann að sér­stök ógn hafi beinst gegn þeim. 

Andrew Mitchell.
Andrew Mitchell. AFP/​Daniel Leal

Breski þingmaður­inn Tobi­as Ellwood, sem einnig er í varn­ar­mála­nefnd þings­ins, hef­ur kallað eft­ir aðgerðum til að bjarga bresk­um rík­is­borg­ur­um frá Súd­an. 

„Ef slík­ar áætlan­ir verða ekki gerðar í dag, þá mun fólkið missa trúna og reyna að kom­ast þaðan sjálft,“ sagði Ellwood í sam­tali við GB­News. Hann sagði að þá gæti fólk kom­ist í veru­lega erfiðar aðstæður. 

Fjöldi manns hefur flúið frá Súdan á síðustu dögum vegna …
Fjöldi manns hef­ur flúið frá Súd­an á síðustu dög­um vegna harðra átaka súd­anska hers­ins og upp­reisn­ar­hers RSF. AFP/​Khalil Mazra­awi

Skamm­ar­leg viðbrögð

Einn Breti í land­inu sagði í sam­tali við BBC að hann hafi neyðst til að skipu­leggja flótta sinn frá land­inu sjálf­ur á sama tíma og rík­is­borg­ar­ar annarra landa hafi notið aðstoðar frá sín­um stjórn­völd­um. 

Maður­inn, sem kom fram und­ir nafn­inu William, sagðist hafa kom­ist með rútu­ferð frá Kart­úm sem súd­ansk­ur vin­ur hans hafi hjálpað hon­um að kom­ast í. Ann­ar að nafni Iman Abug­arga sagði að hann upp­lifði sem bresk stjórn­völd hafi yf­ir­gefið hann. „Það er skömm af því hvernig stjórn­völd­um hef­ur mistek­ist að tak­ast á við þetta ástand,“ sagði hann í sam­tali við Daily Tel­egraph.

Um tvö þúsund manns með breskt vega­bréf hafa látið vita af sér í Súd­an. 

mbl.is