Sjónvarpskona tilkynnir um kyn barnsins

Frægir fjölga sér | 25. apríl 2023

Sjónvarpskona tilkynnir um kyn barnsins

Sjónvarpskonan Maria Menounos og eiginmaður hennar, Kevin Undergaro, eiga von á stúlkubarni. Hjónin sem hafa glímt við ófrjómsemi í yfir tíu ár tilkynntu um óléttuna í byrjun febrúar og hafa nú tilkynnt að von sé á stelpu. 

Sjónvarpskona tilkynnir um kyn barnsins

Frægir fjölga sér | 25. apríl 2023

Maria Menounos á von á stúlkubarni eftir að hafa glímt …
Maria Menounos á von á stúlkubarni eftir að hafa glímt við ófrjómsemi í tíu ár. AFP

Sjón­varps­kon­an Maria Menounos og eig­inmaður henn­ar, Kevin Und­erg­aro, eiga von á stúlku­barni. Hjón­in sem hafa glímt við ófrjóm­semi í yfir tíu ár til­kynntu um ólétt­una í byrj­un fe­brú­ar og hafa nú til­kynnt að von sé á stelpu. 

Sjón­varps­kon­an Maria Menounos og eig­inmaður henn­ar, Kevin Und­erg­aro, eiga von á stúlku­barni. Hjón­in sem hafa glímt við ófrjóm­semi í yfir tíu ár til­kynntu um ólétt­una í byrj­un fe­brú­ar og hafa nú til­kynnt að von sé á stelpu. 

„Við erum að eign­ast stelpu!“ sagði sjón­varps­kon­an í þætt­in­um Heal Squad x Maria Menounos. „Við erum mjög spennt yfir því að til­kynna að við eig­um von á stúlku.“ 

Menounos sagði líka frá því að hjón­in væru klár með nafn stúlk­unn­ar. „Við höf­um verið að hugsa um nafn í mörg ár, því eins og þú kannski veist eða ekki, þá hef­ur þetta verið næst­um tíu ára ferðalag fyr­ir okk­ur,“ sagði hún. „Við höf­um hugsað um nöfn alla tíð og ég held að við höf­um fundið hið full­komna nafn fyr­ir þetta barn.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by MARIA MENOUNOS (@maria­menounos)

mbl.is