Hundruð þúsunda muni flýja

Súdan | 29. apríl 2023

Hundruð þúsunda muni flýja

Fjöldi íbúa Súdan leitar nú á náðir nágrannaríkja vegna átaka milli stjórnarhers landsins og RSF-sveitanna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að hunduð þúsunda muni flýja landið.

Hundruð þúsunda muni flýja

Súdan | 29. apríl 2023

Fólk á flótta stígur út úr flugvél í Abú Dabí.
Fólk á flótta stígur út úr flugvél í Abú Dabí. AFP/Karim Sahib

Fjöldi íbúa Súd­an leit­ar nú á náðir ná­granna­ríkja vegna átaka milli stjórn­ar­hers lands­ins og RSF-sveit­anna. Flótta­manna­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna ger­ir ráð fyr­ir að hunduð þúsunda muni flýja landið.

Fjöldi íbúa Súd­an leit­ar nú á náðir ná­granna­ríkja vegna átaka milli stjórn­ar­hers lands­ins og RSF-sveit­anna. Flótta­manna­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna ger­ir ráð fyr­ir að hunduð þúsunda muni flýja landið.

„Bú­ast má við að yf­ir­stand­andi átök í Súd­an muni hrinda af stað frek­ari flótta, bæði inn­an og utan lands­ins. Við erum að und­ir­búa okk­ur til að aðstoða fólk á flótta,“ seg­ir í tísti stofn­un­ar­inn­ar.

Banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið staðfesti í dag að banda­rísku rík­is­borg­ar­arn­ir, sem ráðuneytið hef­ur aðstoðað við að koma úr land­inu, væru komn­ir til borg­ar­inn­ar Port Súd­an við Rauðahaf. 

Ant­ony Blin­ken ut­an­rík­is­ráðherra sagði á mánu­dag að tug­ir Banda­ríkja­manna hefðu óskað að yf­ir­gefa landið. 

Þá hef­ur ráðuneytið hvatt þá banda­rísku rík­is­borg­ara sem vilja flýja landið, að hafa sam­band.

mbl.is