Fjárfestar sem eiga hlut í Adidas ætla að fara í mál við fyrirtækið. Telja þeir að stjórnendur hafi vitað af vafasamri hegðun rapparans Kanye West að minnsta kosti frá árinu 2018. BBC greinir frá.
Fjárfestar sem eiga hlut í Adidas ætla að fara í mál við fyrirtækið. Telja þeir að stjórnendur hafi vitað af vafasamri hegðun rapparans Kanye West að minnsta kosti frá árinu 2018. BBC greinir frá.
Fjárfestar sem eiga hlut í Adidas ætla að fara í mál við fyrirtækið. Telja þeir að stjórnendur hafi vitað af vafasamri hegðun rapparans Kanye West að minnsta kosti frá árinu 2018. BBC greinir frá.
Adidas sleit samstarfi við West í fyrra vegna gyðingahaturs hans eftir að hann sagðist elska nasista.
Fjárfestarnir telja að Adidas hafi mistekist að takmarka fjárhagslegt tjón og til að lágmarka áhættu vegna samstarfsins við West.
Þeir halda því fram að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, Kasper Rorsted, hafi rætt við aðra stjórnendur Adidas um vafasama hegðun West.
Lögsóknin beinist ekki gegn West, sem er einnig þekktur sem Ye, heldur að fyrirtækinu Adidas.
Rapparinn hannaði vinsæla gerð af skóm í samstarfi við Adidas undir merkinu Yeezy.
Ef Adidas ákveður að selja ekki upp lagerinn sem tengdur er við ímynd West, missir fyrirtækið af allt að 1,2 milljarða evra veltu. Myndi það sömuleiðis auka rekstrartap fyrirtækisins um 500 milljónir evra árið 2023.