Segja Adidas hafa vitað af vafasamri hegðun Kanye

Kanye West | 1. maí 2023

Segja Adidas hafa vitað af vafasamri hegðun Kanye

Fjárfestar sem eiga hlut í Adidas ætla að fara í mál við fyrirtækið. Telja þeir að stjórnendur hafi vitað af vafasamri hegðun rapparans Kanye West að minnsta kosti frá árinu 2018. BBC greinir frá.

Segja Adidas hafa vitað af vafasamri hegðun Kanye

Kanye West | 1. maí 2023

Adidas sleit samstarfi við West í fyrra vegna gyðingahaturs hans …
Adidas sleit samstarfi við West í fyrra vegna gyðingahaturs hans eftir að hann sagðist elska nasista. AFP

Fjár­fest­ar sem eiga hlut í Adi­das ætla að fara í mál við fyr­ir­tækið. Telja þeir að stjórn­end­ur hafi vitað af vafa­samri hegðun rapp­ar­ans Kanye West að minnsta kosti frá ár­inu 2018. BBC grein­ir frá.

Fjár­fest­ar sem eiga hlut í Adi­das ætla að fara í mál við fyr­ir­tækið. Telja þeir að stjórn­end­ur hafi vitað af vafa­samri hegðun rapp­ar­ans Kanye West að minnsta kosti frá ár­inu 2018. BBC grein­ir frá.

Adi­das sleit sam­starfi við West í fyrra vegna gyðinga­hat­urs hans eft­ir að hann sagðist elska nas­ista.

Fjár­fest­arn­ir telja að Adi­das hafi mistek­ist að tak­marka fjár­hags­legt tjón og til að lág­marka áhættu vegna sam­starfs­ins við West.

Þeir halda því fram að fyrr­ver­andi for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Kasper Ror­sted, hafi rætt við aðra stjórn­end­ur Adi­das um vafa­sama hegðun West.

Bein­ist ekki gegn Ye

Lög­sókn­in bein­ist ekki gegn West, sem er einnig þekkt­ur sem Ye, held­ur að fyr­ir­tæk­inu Adi­das.

Rapp­ar­inn hannaði vin­sæla gerð af skóm í sam­starfi við Adi­das und­ir merk­inu Yeezy. 

Ef Adi­das ákveður að selja ekki upp lag­er­inn sem tengd­ur er við ímynd West, miss­ir fyr­ir­tækið af allt að 1,2 millj­arða evra veltu. Myndi það sömu­leiðis auka rekstr­artap fyr­ir­tæk­is­ins um 500 millj­ón­ir evra árið 2023.

mbl.is