Hefur enn ekki verið kynnt skýrslan

Reykjavíkurflugvöllur | 2. maí 2023

Hefur enn ekki verið kynnt skýrslan

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, átelur þau vinnubrögð sem höfð voru við kynningu skýrslu um áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, en hún var lögð fram í borgarráði sama dag og hún var tilbúin. Fengu borgarráðsmenn minnihlutans því ekkert ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrslunnar og gera við hana athugasemdir.

Hefur enn ekki verið kynnt skýrslan

Reykjavíkurflugvöllur | 2. maí 2023

Reykjavíkurflugvöllur. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi átelur vinnubrögð meirihlutans varðandi nýja skýrslu …
Reykjavíkurflugvöllur. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi átelur vinnubrögð meirihlutans varðandi nýja skýrslu um flugvöllinn og áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á hann. mbl.is/Árni Sæberg

Marta Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, átel­ur þau vinnu­brögð sem höfð voru við kynn­ingu skýrslu um áhrif byggðar og fram­kvæmda á flug- og rekstr­aröryggi Reykjavíkurflug­vall­ar, en hún var lögð fram í borg­ar­ráði sama dag og hún var til­bú­in. Fengu borg­ar­ráðsmenn minni­hlut­ans því ekk­ert ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrsl­unn­ar og gera við hana at­huga­semd­ir.

Marta Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, átel­ur þau vinnu­brögð sem höfð voru við kynn­ingu skýrslu um áhrif byggðar og fram­kvæmda á flug- og rekstr­aröryggi Reykjavíkurflug­vall­ar, en hún var lögð fram í borg­ar­ráði sama dag og hún var til­bú­in. Fengu borg­ar­ráðsmenn minni­hlut­ans því ekk­ert ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrsl­unn­ar og gera við hana at­huga­semd­ir.

Rætt er við Mörtu um málið í Morg­un­blaðinu í dag, en þar kem­ur fram að öðrum borg­ar­full­trú­um en þeim sem sitja í borg­ar­ráði hafi enn ekki verið kynnt skýrsl­an. Hún átel­ur að borg­ar­full­trú­ar hafi hvorki fengið tæki­færi til þess að kynna sér skýrsl­una né gera við hana at­huga­semd­ir, en ekki þó síður kynn­ingu henn­ar, sem hafi bein­lín­is verið vill­andi.

„Í skýrsl­unni er talað um að það þurfi að fara í rann­sókn­ir, að vindafarið sé of mikið, að not­hæfisstuðull­inn muni minnka, að nýja hverfið hafi áhrif á rekstr­arör­yggi, en það var ekk­ert gert með það.“

Marta tel­ur óá­byrgt að hefja bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir við svo búið og að það gangi gegn sam­komu­lagi rík­is og borg­ar frá 2019 um að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði áfram í óbreyttri mynd og fullri notk­un þar til ann­ar flug­völl­ur verður tek­inn í notk­un.

Þetta seg­ir Marta vera slæmt út af fyr­ir sig, en enn skrýtn­ara sé þó að þrátt fyr­ir þær at­huga­semd­ir, sem fram komi í skýrsl­unni og ekki gef­ist tími til þess að ræða, þá liggi fyr­ir til­laga til loka­af­greiðslu borg­ar­stjórn­ar á fundi henn­ar í dag um breyt­ingu á deili­skipu­lagi Skerja­fjarðar.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Marta Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þar á að fella út hjúkr­un­ar­heim­ili og setja í staðinn 80 íbúða blokk, auk þess sem aðrar bygg­ing­ar verða stækkaðar. Þar er verið að auka bygg­ing­ar­magnið og var það þó nóg fyr­ir, en jafn­framt verið að fjölga um hátt í 300 íbúðir,“ seg­ir Marta. „Þetta er gert þrátt fyr­ir að skýrsl­an segi með skýr­um hætti að það gangi ekki að hefjast handa við upp­bygg­ingu með óbreytt skipu­lag. Þvert á móti er gefið í til þess að auka bygg­ing­ar­magnið áður en skýrsl­an verður tek­in fyr­ir. Þetta er ótrú­leg ósvífni og ólíðandi vinnu­brögð.“

mbl.is