Opna á samtalið um fjármagn og hönnun

HönnunarMars | 3. maí 2023

Opna á samtalið um fjármagn og hönnun

„Þegar ég sá starfið auglýst fannst mér eins og það væri skrifað fyrir mig. Ég hef yfir 20 ára alþjóðlega reynslu sem hönnuður og stjórnandi. Ég elska að lifa og hrærast í skapandi umhverfi og takast á við stórar sem smáar áskoranir og finnst frábært að geta nýtt þekkingu mína og reynslu á til að kynna og efla hönnun á Íslandi,“ segir Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars sem hófst formlega í dag. Hún tók við starfinu um áramótin en hún hefur víðtæka þekkingu á hönnunarsviðinu. Hún lærði fatahönnun í Kaupmannahöfn og hefur síðan þá unnið í þekktum hönnunarfyrirtækjum og sett á fót íslenska barnafatamerkið iglo+indi.  

Opna á samtalið um fjármagn og hönnun

HönnunarMars | 3. maí 2023

Helga Ólafsdóttir er stjórnandi HönnunarMars.
Helga Ólafsdóttir er stjórnandi HönnunarMars. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Þegar ég sá starfið aug­lýst fannst mér eins og það væri skrifað fyr­ir mig. Ég hef yfir 20 ára alþjóðlega reynslu sem hönnuður og stjórn­andi. Ég elska að lifa og hrær­ast í skap­andi um­hverfi og tak­ast á við stór­ar sem smá­ar áskor­an­ir og finnst frá­bært að geta nýtt þekk­ingu mína og reynslu á til að kynna og efla hönn­un á Íslandi,“ seg­ir Helga Ólafs­dótt­ir stjórn­andi Hönn­un­ar­Mars sem hófst form­lega í dag. Hún tók við starf­inu um ára­mót­in en hún hef­ur víðtæka þekk­ingu á hönn­un­ar­sviðinu. Hún lærði fata­hönn­un í Kaup­manna­höfn og hef­ur síðan þá unnið í þekkt­um hönn­un­ar­fyr­ir­tækj­um og sett á fót ís­lenska barnafata­merkið iglo+indi.  

„Þegar ég sá starfið aug­lýst fannst mér eins og það væri skrifað fyr­ir mig. Ég hef yfir 20 ára alþjóðlega reynslu sem hönnuður og stjórn­andi. Ég elska að lifa og hrær­ast í skap­andi um­hverfi og tak­ast á við stór­ar sem smá­ar áskor­an­ir og finnst frá­bært að geta nýtt þekk­ingu mína og reynslu á til að kynna og efla hönn­un á Íslandi,“ seg­ir Helga Ólafs­dótt­ir stjórn­andi Hönn­un­ar­Mars sem hófst form­lega í dag. Hún tók við starf­inu um ára­mót­in en hún hef­ur víðtæka þekk­ingu á hönn­un­ar­sviðinu. Hún lærði fata­hönn­un í Kaup­manna­höfn og hef­ur síðan þá unnið í þekkt­um hönn­un­ar­fyr­ir­tækj­um og sett á fót ís­lenska barnafata­merkið iglo+indi.  

Þegar Helga er spurð að því hvernig hönn­un­ar­heim­ur­inn hafi breyst á þess­um 20 árum sem hún hef­ur starfað við hann seg­ir hún að hönn­un breyt­ist í takt við tíðarand­ann.  

„Hönn­un breyt­ist í takt við tíðarand­ann hverju sinni, enda er varla til betri speg­ill á sam­fé­lög í gegn­um tíðina en með því að skoða fata­hönn­un, vöru­hönn­un, hús­gagna­hönn­un, graf­íska hönn­un og arki­tekt­úr hvers tíma­bils. Árið 2000 út­skrifaðist ég úr hönn­un­ar­námi í Kaup­manna­höfn. Það var tími mik­illa tækni­fram­fara, þar sem heim­ur­inn opnaðist upp gátt og hægt var að eiga sam­skipti og deila gögn­um milli landa á ör­skömm­um tíma. 

Í dag snýst hönn­un mikið um að finna nýj­ar lausn­ir fyr­ir betri og um­hverf­i­s­vænni sam­fé­lög. Fata­hönnuðir eru að prufa sig áfram með end­ur­nýt­ingu efna, um­hverf­i­s­væn­ar fram­leiðsluaðferðir og end­ing­argóðar flík­ur. Vöru­hönnuður eru skapa verðmæti og búa til nýtt úr vör­um sem nú þegar eru til. Arki­tekt­ar að teikna bygg­ing­ar sem hent­ar sam­fé­lög­um nú­tím­ans og huga að hringrás í bygg­ing­ariðnaði,“ seg­ir hún. 

Kynnt verður lína af handunnum tuftuðum gólfmottum. Motturnar eru hannaðar …
Kynnt verður lína af handunn­um tuftuðum gólf­mott­um. Mott­urn­ar eru hannaðar af Lilý Erlu Adams­dótt­ur. Inn­blást­ur í hönn­un­ina sæk­ir hún í nátt­ur­una; heiðarlyng, mosa og ís­lensk­ar berg­teg­und­ir. Hægt verður að panta mottu úr lín­unni en fram­leiðslan verður staðbund­inn, hæg og hand­gerð.

Hvað finnst þér skipta máli að koma á fram­færi á hátíð sem þess­ari?

„Að veita hönnuðum og arki­tekt­um tæki­færi til að kynna sig og sín verk­efni og sýna og fræða al­menn­ing um þá grósku sem á sér stað í hönn­un­ar­sen­unni hér á landi. Það skipt­ir hönn­un­ar­heim lands­ins miklu máli að hafa svona kynn­ingarplat­form.“ 

Hvað er nýtt sem ekki hef­ur verið áður?

„Hönn­un­ar­Marsinn er þannig hátíð að hún tek­ur á sig nýja mynd á hverju ári enda ný verk­efni og sýn­ing­ar á ári hverju. Það eru auðvitað fast­ir punkt­ar eins og alþjóðlega ráðstefn­an Design­Talks sem opn­ar hátíðina og Design Diplomacy þar sem sendi­herr­ar bjóða heim í hönn­un­ar­miðuð sam­töl. 

Í ár erum við að opna á sam­talið um fjár­magn og hönn­un með for­vitni­legu pall­borði og ör­er­ind­um frá ein­stak­ling­um sem eiga það sam­eig­in­legt að byggja af­komu sína á hönn­un með ólík­um hætti ásamt því að hafa reynslu af því fjár­festa í hönn­un. Sam­talið fer fram í nýj­um húsa­kynn­um Lands­bank­ans við Reykja­stræti fimmtu­dag­inn 4. maí kl. 16.30. Ég mæli að koma en sæta­fjöldi er tak­markaður og því skrán­ing nauðsyn­leg. Einn af þeim sem koma fram er And­ers Fär­dig, CEO hjá Design Hou­se Stockholm, en hann hef­ur mikið álit á ís­lensk­um hönnuðum og hef­ur selt ís­lenska hönn­un út um all­an heim með góðum ár­angri.

And­ers og Design Hou­se Stockholm tek­ur ein­mitt líka þátt í Design­Match, kaup­stefnu­móti hönnuða við fram­leiðslu­fyr­ir­tæki á Hönn­un­ar­Mars, sem við erum að end­ur­vekja aft­ur eft­ir hlé en fjög­ur fyr­ir­tæki taka þátt í ár, bæði er­lend og inn­lend. Á Design­Match gefst hönnuðum tæki­færi á bein­um sam­skipt­um við aðila sem ann­ars get­ur reynst erfitt að ná til. Á kaup­stefn­unni kynna hönnuðir sjálfa sig og verk sín, bæði ný og eldri. Mark­miðið er að veita ís­lenskri hönn­un braut­ar­gengi og stækka starfs­um­hverfi hönnuða. Sam­tal hönnuðar og kaup­anda á deg­in­um er upp­haf að mik­il­væg­um tengsl­um sem með áfram­hald­andi vinnu og viðhaldi get­ur þró­ast í dýr­mætt sam­starf.“ 

Hanna Dís Whitehead sýnir hér nýtt safn af verkum með …
Hanna Dís Whitehead sýn­ir hér nýtt safn af verk­um með áherslu á tvo staðbundna efniviði sem báðir finn­ast inn­an 3 km. radíuss við vinnu­stofu henn­ar í Nesj­um, Hornafirði – hafra strá og ull. Á sýn­ing­unni má sjá fleti spón­lagða með hand­lituðum hafra strá­um, þæfða ull sem staðgengil viðar í hús­gögn­um auk annarra til­rauna með efniviðinn.

Áttaðir þú þig á því þegar þú stofnaðir iglo+indi á sín­um tíma hvað það er mik­il vinna að hanna, fram­leiða og markaðssetja ís­lenska vöru?

„Já og nei, iglo+indi byrjaði sem lítið hliðar­verk­efni. Hönn­un­in fékk strax mikla at­hygli er­lend­is frá og það var ekki aft­ur snúið. Ég hafði þá unnið er­lend­is í rúm tíu ár við fata­hönn­un, vöruþróun og fram­leiðslu og vissi því hvað þetta er mik­il vinna, það ein­skorðast ekki ein­ung­is við ís­lensk­ar hönn­un­ar­vör­ur.“

Hver var helsta áskor­un­in í því verk­efni?

„Við erum ungt land þegar kem­ur að hönn­un og upp­bygg­ingu hönn­un­ar­fyr­ir­tækja. Helsta áskor­un­in iglo+indi var halda er­lendu söl­unni í jafn­vægi. Fyr­ir­tækið fékk góða fjár­mögn­un sem studdi er­lendu söl­una og á nokkr­um árum var iglo+indi selt í yfir 120 versl­un­um í fjór­um heims­álf­um. Allt frá lít­illi sætri versl­un í Flórens í stærstu barnafata­versl­un­ina í Dubai með gull fíl­um við inn­gang­inn. Við þenn­an skjóta vöxt vantaði til dæm­is sérþekk­ingu til að þjóna allri þess­ari breidd versl­ana,“ seg­ir Helga sem kvaddi fyr­ir­tækið þegar það fór í þrot 2019. 

Flétta og Ýrúrarí munu opna pítsastað yfir HönnunarMars þar sem …
Flétta og Ýrúrarí munu opna píts­astað yfir Hönn­un­ar­Mars þar sem boðið verður upp á þæfðar pítsur úr ull­araf­göng­um frá ís­lensk­um ull­ariðnaði. Hægt verður að kaupa ullarpítsur af mat­seðli sem verða svo þæfðar meðan beðið er.

Hvað get­um við gert til þess að koma ís­lenskri hönn­un á kopp­inn á heimsvísu?

„Hönn­un­ar­Mars er alþjóðleg hátíð og kynn­ingarplat­form þar sem ís­lensk hönn­un og arki­tekt­úr fær sviðið, ólík­ir fag­hóp­ar mæt­ast og við tengj­um sam­an hönn­un og at­vinnu­líf með skap­andi hætti. Eitt af meg­in­hlut­verk­um Miðstöðvar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs er að kynna ís­lenska hönn­un hér á landi  sem og er­lend­is og í því fel­ast mik­il tæki­færi fyr­ir Ísland hvað varðar vör­ur, flík­ur og svo líka aðferðir og þjón­ustu. Íslensk hönn­un á fullt er­indi út í heim og erum við að vinna í því allt árið um kring að koma henni á fram­færi.“ 

Hvað þarf til svo við Íslend­ing­ar för­um að velja ís­lenska hönn­un fram yfir er­lenda?

„Ég tel að Íslend­ing­ar hafi alltaf keypt ís­lenska hönn­un. Ég get til dæm­is nefnt 66°Norður sem var hef­ur fylgt okk­ur frá ár­inu 1926, en und­an­far­in ár hef­ur orðið ákveðin vakn­ing í tengsl­um við breytt­ar neyslu­venj­ur fólks, þar sem það vel­ur gæði um­fram magn og vand­ar valið á því sem er keypt. Þar kem­ur ís­lensk hönn­un sterk inn enda vit­um við ná­kvæm­lega hvaðan hún kem­ur og úr hverju hún er gerð.“

Helga Björk Ottósdóttir og Hjördís Gestsdóttir stofnuðu hönnunartvíeykið Studio miklo …
Helga Björk Ottós­dótt­ir og Hjör­dís Gests­dótt­ir stofnuðu hönn­un­art­víeykið Studio miklo árið 2021 eft­ir ára­langa vináttu. Á Hönn­un­ar­Mars í ár vinna þær með sam­spil ólíkra miðla í ljós­skúlp­túr­um sem varpa ný­stár­legu ljósi á nýt­ingu leirs og tex­tíls í fag­ur­fræðilegu sam­hengi. Meg­in áhersl­an verk­efn­is­ins er að þróa leiðir til að sporna gegn um­hverf­isáhrif­um tex­tíls.

Hvað sjá­um við á Hönn­un­ar­Mars í ár?

„Við lif­um á spenn­andi tím­um breyt­inga og í þeim fel­ast tæki­færi fyr­ir hönnuði og arki­tekta sem eru að vinna að mjög fjöl­breyti­leg­um verk­efn­um sem verða sýni­leg öll­um á  Hönn­un­ar­Mars. Ég hvet alla til að mæta á Hönn­un­ar­Mars og njóta þess sem þar er að finna sköp­un, gleði og hátíð ímynd­un­ar­afls­ins, allt frá nýj­um bygg­ing­um,  yfir í mat­ar­upp­lif­un, tísku­sýn­ing­ar og skemmti­lega viðburði fyr­ir börn sem full­orðna. 

Í dag snýst fram­sæk­in hönn­un mikið um að leysa áskor­an­ir sam­tím­ans sem end­ur­spegl­ast ágæt­lega í dag­skrá hátíðar­inn­ar í ár. Hönn­un nýt­ist sem verk­færi til að leita til dæm­is sjálf­bær­ari lausna, finna leiðir til end­ur­nýt­ing­ar og til­raun­ir við efn­is­notk­un. Íslensk­um hönnuðum er það sér­stak­lega hug­leikið viðfangs­efni enda ein­kenn­ir þá einna helst til­raun­ir og leik­gleði í verk­efn­um sín­um. 

Hönn­un­ar­Mars teyg­ir anga sína vítt og breitt um höfuðborg­ar­svæðið næstu fimm daga og ég hvet sem flesta til að kynna sér dag­skránna, mæta á sýn­ing­arn­ar og fá inn­blást­ur frá þess­um flottu verk­efn­um sem sýna að það eru bjart­ir tím­ar framund­an,“ seg­ir hún. 

Íslenski fatahönnuðurinn Magnea kemur fram á HönnunarMars. Hún kynnir nýja …
Íslenski fata­hönnuður­inn Magnea kem­ur fram á Hönn­un­ar­Mars. Hún kynn­ir nýja línu með upp­lif­un­ar­viðburði og tískuinn­setn­ingu á Ex­eter Hotel laug­ar­dag­inn 6. maí frá kl. 15:00 - 17:00. Fata­merkið hef­ur und­an­far­in ár vakið verðskuldaða at­hygli fyr­ir frum­lega og list­ræna nálg­un sína á prjón og ís­lenska ull. Ljós­mynd/​LIY­IWEI
mbl.is