Glasagarðar til sýnis í fyrsta sinn á Íslandi

Hverjir voru hvar | 9. maí 2023

Glasagarðar til sýnis í fyrsta sinn á Íslandi

Íslenska hönnunarfyrirtækið VIGT stóð fyrir sýningunni Af jörðu í tengslum við HönnunarMars. Á sýningunni mátti sjá glasagarða frá Vessel, húsgagnahönnun frá VIGT í samvinnu við Granítsmiðjuna ásamt sjónrænni nálgun Graen Studios gagnvart viðfangsefninu. Unnið var með náttúruleg efni þar sem þekking og handbragð leiða af sér falleg húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið.

Glasagarðar til sýnis í fyrsta sinn á Íslandi

Hverjir voru hvar | 9. maí 2023

Íslenska hönn­un­ar­fyr­ir­tækið VIGT stóð fyr­ir sýn­ing­unni Af jörðu í tengsl­um við Hönn­un­ar­Mars. Á sýn­ing­unni mátti sjá gla­sag­arða frá Vessel, hús­gagna­hönn­un frá VIGT í sam­vinnu við Granítsmiðjuna ásamt sjón­rænni nálg­un Gra­en Studi­os gagn­vart viðfangs­efn­inu. Unnið var með nátt­úru­leg efni þar sem þekk­ing og hand­bragð leiða af sér fal­leg hús­gögn og fylgi­hluti fyr­ir heim­ilið.

Íslenska hönn­un­ar­fyr­ir­tækið VIGT stóð fyr­ir sýn­ing­unni Af jörðu í tengsl­um við Hönn­un­ar­Mars. Á sýn­ing­unni mátti sjá gla­sag­arða frá Vessel, hús­gagna­hönn­un frá VIGT í sam­vinnu við Granítsmiðjuna ásamt sjón­rænni nálg­un Gra­en Studi­os gagn­vart viðfangs­efn­inu. Unnið var með nátt­úru­leg efni þar sem þekk­ing og hand­bragð leiða af sér fal­leg hús­gögn og fylgi­hluti fyr­ir heim­ilið.

Áhugi á plönt­um og nátt­úru hef­ur auk­ist í ís­lensku sam­fé­lagi og sí­fellt er verið að leita leiða til að samþætta nátt­úr­una lífi fólks og heim­il­um. 

Á þess­ari sýn­ingu voru gla­sag­arðar til sýn­is í fyrsta sinn á Íslandi. Sam­spil gla­sag­arða, hús­gagna og fylgi­hluta sýndu hvernig nýta mætti nátt­úru­leg­an efnivið í hönn­un og færa nátt­úr­una inn á heim­ilið.

Vessel er fyr­ir­tæki í eigu Íris­ar Erl­ings­dótt­ur sem hef­ur um 10 ára skeið sér­hæft sig í plönt­um og gerð gla­sag­arða (e. Terr­ari­um) fyr­ir heim­ili og vinnustaði. VIGT hef­ur hannað og fram­leitt hús­gögn og heim­il­is­muni frá ár­inu 2013. Áhersla hef­ur verið lögð á fram­leiðslu í heima­byggð þar sem gæði eru tryggð áður en var­an legg­ur leið sína inn í nýtt rými. Granítsmiðjan hef­ur und­an­far­in ár verið í far­ar­broddi í stein­smíði á Íslandi og sér­hæft sig í sér­smíði.

Boðið var upp á létt­ar veit­ing­ar og líf­lega tónlist. 

mbl.is