Hvorki Erdogan né Kilicdaroglu náðu kjöri

Tyrkland | 14. maí 2023

Hvorki Erdogan né Kilicdaroglu náðu kjöri

Recep Tayyup Erdogan Tyrklandsforseti var hvorki endurkjörinn né felldur í forsetakosningum helgarinnar. Hvorki hann né atkvæðamesti mótframbjóðandi hans, Kemal Kilicdaroglu, náðu tilskildu lágmarki, 50 prósent atkvæða, og munu því fara fram nýjar kosningar þann 28. maí milli þeirra tveggja. 

Hvorki Erdogan né Kilicdaroglu náðu kjöri

Tyrkland | 14. maí 2023

Fólk hópaðist saman úti á götum Tyrklands og sýndi í …
Fólk hópaðist saman úti á götum Tyrklands og sýndi í verki stuðning sinn. AFP

Recep Tayyup Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti var hvorki end­ur­kjör­inn né felld­ur í for­seta­kosn­ing­um helgar­inn­ar. Hvorki hann né at­kvæðamesti mót­fram­bjóðandi hans, Kemal Kilicd­aroglu, náðu til­skildu lág­marki, 50 pró­sent at­kvæða, og munu því fara fram nýj­ar kosn­ing­ar þann 28. maí milli þeirra tveggja. 

Recep Tayyup Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti var hvorki end­ur­kjör­inn né felld­ur í for­seta­kosn­ing­um helgar­inn­ar. Hvorki hann né at­kvæðamesti mót­fram­bjóðandi hans, Kemal Kilicd­aroglu, náðu til­skildu lág­marki, 50 pró­sent at­kvæða, og munu því fara fram nýj­ar kosn­ing­ar þann 28. maí milli þeirra tveggja. 

Upp­lýs­inga­óreiða var ein­kenn­andi meðan heim­ur­inn fylgd­ist með taln­ing­unni. Tveir tyrk­nesk­ir miðlar skipt­ust þar á að greina frá nýj­um töl­um, en virt­ust sjaldn­ast á sama máli.

Rík­is­miðill­inn Ana­dolu, hef­ur það orð á sér að vera hliðholl­ur Er­dog­an, og þegar búið var að telja 90,6 pró­sent at­kvæða, birt­ust þar frétt­ir þess efn­is að Er­dog­an hefði þar af hlotið 49,86 pró­sent at­kvæða, en Kilicd­aroglu fengið 44,38 pró­sent at­kvæða í sinn hlut. Einka­rek­inn miðill, sem hef­ur þótt hliðholl­ur Kilicd­aroglu, birti á sama tíma frétt­ir þess efn­is að at­kvæðin skipt­ust þannig að Kilicd­aroglu hefði hlotið 49 pró­sent tal­inna at­kvæða, en Er­dog­an ein­ung­is 45 pró­sent.

Ásak­an­ir um að villa um fyr­ir al­menn­ingi gengu á báða bóga en kjör­stjórn­in kaus að svara ekki spurn­ing­um blaðamanna um það hvor fram­bjóðend­anna hefði rétt fyr­ir sér.

Heimurinn fylgdist með kosningunum.
Heim­ur­inn fylgd­ist með kosn­ing­un­um. AFP

Árang­ur­inn eft­ir­tekta­verður

Hvort sem rétt reyn­ist var ljóst að á þess­um tíma­punkti náði hvor­ug­ur fram­bjóðend­anna því lág­marki sem til þarf svo hann gæti tal­ist sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna. Til þess að ná kjöri til for­seta þarf viðkom­andi að hljóta að lág­marki 50 pró­sent at­kvæða, ella þarf að fara fram önn­ur kosn­ing milli þeirra tveggja sem hlutu flest at­kvæði.

Þar sem hvor­ug­ur fram­bjóðand­anna náði lág­mark­inu verður ekki skorið end­an­lega úr um það hvort valdatíð Er­dog­an ljúki, fyrr en seinni kosn­ing­in fer fram þann 28. maí.

Stuðnings­menn Kilicd­aroglu voru vongóðir um að hann myndi kom­ast upp fyr­ir lág­markið og yrði kynnt­ur sem nýr for­seti að lokn­um kosn­ing­un­um, enda bentu niður­stöður skoðanakann­ana til þess. Þó það hafi ekki tek­ist þykir ár­ang­ur Kilicd­aroglu engu að síður eft­ir­tekta­verður, enda hef­ur eng­um tek­ist að vega svo að fylgi Er­dog­an áður. 

Maður fylgist með kosningunum.
Maður fylg­ist með kosn­ing­un­um. AFP
mbl.is