Eru vandamál í paradís Afflecks og Lopez?

Bennifer | 15. maí 2023

Eru vandamál í paradís Afflecks og Lopez?

Ofurhjónin Ben Affleck og Jennifer Lopez hafa heillað hug og hjarta allra með ást sinni. Að undanförnu hafa hjónin hins vegar ratað mikið í fjölmiðla vegna opinberra rifrilda sín á milli.

Eru vandamál í paradís Afflecks og Lopez?

Bennifer | 15. maí 2023

Ben Affleck og Jennifer Lopez gengu í hjónaband í júlí …
Ben Affleck og Jennifer Lopez gengu í hjónaband í júlí 2022. AFP

Of­ur­hjón­in Ben Aff­leck og Jenni­fer Lopez hafa heillað hug og hjarta allra með ást sinni. Að und­an­förnu hafa hjón­in hins veg­ar ratað mikið í fjöl­miðla vegna op­in­berra rifr­ilda sín á milli.

Of­ur­hjón­in Ben Aff­leck og Jenni­fer Lopez hafa heillað hug og hjarta allra með ást sinni. Að und­an­förnu hafa hjón­in hins veg­ar ratað mikið í fjöl­miðla vegna op­in­berra rifr­ilda sín á milli.

Hjón­in sáust fyrst taka snerru op­in­ber­lega á Grammy-verðlauna­hátíðinni. Þá virt­ust þau eiga í spennuþrungn­um sam­ræðum á viðburði sem þau sóttu ný­verið. Við það tæki­færi náðust ljós­mynd­ir af þeim sem fóru eins og eld­ur um sinu á sam­fé­lags­miðlum.

Um helg­ina náðust enn fleiri mynd­ir og mynd­bönd af Aff­leck og Lopez eiga í eld­fim­um sam­ræðum sem birt­ust á vef Daily Mail. Að sögn ljós­mynd­ar­ans virt­ist Aff­leck „svekkt­ur og pirraður“ á meðan Lopez leit út fyr­ir að vera „döp­ur“ yfir sam­skipt­um þeirra. 

mbl.is