Fallegustu kastalar í heimi

Heimsreisa | 20. maí 2023

Fallegustu kastalar í heimi

Hvort sem þú tengir kastala við ævintýri, mannkynssöguna eða arkitektúr, búa þeir yfir miklum töfrum. Kastalar eru rómantískar og dularfullar byggingar sem eru oftar en ekki umkringdir gífurlega fallegu landslagi.

Fallegustu kastalar í heimi

Heimsreisa | 20. maí 2023

Marga fallega kastala er að finna víða um heim.
Marga fallega kastala er að finna víða um heim. Samsett mynd

Hvort sem þú teng­ir kast­ala við æv­in­týri, mann­kyns­sög­una eða arki­tekt­úr, búa þeir yfir mikl­um töfr­um. Kast­al­ar eru róm­an­tísk­ar og dul­ar­full­ar bygg­ing­ar sem eru oft­ar en ekki um­kringd­ir gíf­ur­lega fal­legu lands­lagi.

Hvort sem þú teng­ir kast­ala við æv­in­týri, mann­kyns­sög­una eða arki­tekt­úr, búa þeir yfir mikl­um töfr­um. Kast­al­ar eru róm­an­tísk­ar og dul­ar­full­ar bygg­ing­ar sem eru oft­ar en ekki um­kringd­ir gíf­ur­lega fal­legu lands­lagi.

CNN Tra­vel tók sam­an lista yfir fal­leg­ustu kast­ala í heimi og hér má sjá nokkra af þeim sem komust á list­ann.

Hi­meji-kast­ali, Jap­an

Kast­al­inn er staðsett­ur vest­ur af Osaka og Kobe, í um 30 mín­útna fjar­lægð með lest, og rís yfir jap­anska inn­haf­inu. Kast­al­inn er tal­inn vera full­komið dæmi um kast­ala frá tím­um jap­anska léns­skipu­lags­ins en lokið var við bygg­ingu Hi­meji-kast­al­ans snemma á 17. öld­inni. 

Kast­al­inn er á heims­minja­skrá og tal­inn sem japönsk þjóðarger­semi. Hann er oft kallaður kast­ali hvíta hegrans vegna lík­inda sinna við fugl að tak­ast á loft.

Himeji-kastali í Japan.
Hi­meji-kast­ali í Jap­an. Unsplash/​Dino Johann­es

Neuschw­an­stein-kast­ali, Þýskalandi

Þrátt fyr­ir að vera tal­inn hið full­komna dæmi um þýsk­an kast­ala er Neuschw­an­stein-kast­al­inn frek­ar ný­leg­ur. Hann var byggður á seinni hluta 19. ald­ar­inn­ar að skip­an Ludwigs II. kon­ungs. Kast­al­inn var notaður sem fyr­ir­mynd Þyrnirós­ar­k­astal­ans í Disneylandi.

Kon­ung­ur­inn fól arki­tekt­um sín­um að hanna kast­ala sem myndi end­ur­spegla bæði óper­ur Rich­ards Wagner og róm­an­tísk­ar hug­sjón­ir miðald­anna. Und­ir lok síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar geymdu nas­ist­ar mikið af gulli í kast­al­an­um svo banda­menn kæm­ust ekki yfir það. Áætlað var að sprengja kast­al­ann eft­ir að gullið hafði verið fært þaðan, en yf­ir­maður verks­ins fram­fylgdi því ekki. Því stend­ur kast­al­inn enn í dag.

Neuschwanstein-kastali í Þýskalandi.
Neuschw­an­stein-kast­ali í Þýskalandi. Unsplash/​Eric Marty

Ed­in­borg­ar­k­astali, Skotlandi

Ed­in­borg­ar­k­astali er tal­inn vera um­setn­asti staður­inn í Bretlandi þar sem hann hef­ur orðið fyr­ir að minnsta kosti 26 stór­um árás­um á þeim 1.100 árum sem hann hef­ur staðið. Marg­ir fræg­ir Bret­ar tengj­ast kast­al­an­um, þar á meðal Mary Skot­lands­drottn­ing, Oli­ver Cromwell her­for­ingi og land­könnuður­inn Walter Raleigh.

Í dag eru haldn­ir tón­leik­ar, sögu­sýn­ing­ar og vopna­sýn­ing­ar í kast­al­an­um. Einnig eru elstu krúnu­djásn Bret­lands varðveitt í kast­al­an­um. 

Edinborgarkastali í Skotlandi.
Ed­in­borg­ar­k­astali í Skotlandi. Unsplash/​Mohammed Al­hina

Aït-Ben-Haddou-virkið, Marókkó

Þessi risa­stóra leir­steins­bygg­ing er sam­an­sett af vígg­irt­um neðribæ meðfram Asif Ounila-ánni, þar sem enn er búið, og borg­ar­virki uppi á hæðinni sem er að hluta til eyðilagt. Var það meðal ann­ars notað sem gisti­staður á 17. öld­inni fyr­ir ferðalanga sem voru á leið frá Marra­kech til Súd­an.

Glögg­ir sjón­varps­áhorf­end­ur gætu þekkt virkið í sjón, en það var notað sem tökustaður í þáttaröðinni vin­sælu Game of Thrones og kvik­mynd­inni Gla­diator.

Aït-Ben-Haddou-kastali í Marókkó.
Aït-Ben-Haddou-kast­ali í Marókkó. Pex­els/​Mu­stafa Ünal

Pena-höll­in, Portúgal

Pena-höll­in er af­sprengi róm­an­tísku stefn­unn­ar frá 19. öld­inni og er staðsett ná­lægt Sintra í Portúgal. Höll­in var byggð að skip­an Fer­d­in­ands II. kon­ungs þar sem áður hafði staðið klaust­ur til­einkað meyj­unni af Pena.

Höll­in er blanda af ýms­um sögu­leg­um stíl­um, þar á meðal got­nesk­um, márísk­um og end­ur­reisn­ar­stíl, og ein­kenn­ist af skær­um gul­um og rauðum lit sín­um.

Pena-höllin í Portúgal.
Pena-höll­in í Portúgal. Unsplash/​Mer­ve Selcuk Simsek

 Aðrir kast­al­ar á list­an­um

  • Prag­kastali, Tékklandi.
  • Ca­stello Arago­nese, Ítal­íu.
  • Pre­djama-kast­ali, Slóven­íu.
  • Castillo de Chapu­tepec, Mexí­kó.
  • Novg­orod-virkið, Rússlandi.
  • Vi­and­en-höll­in, Lúx­em­borg.
  • Topkapi Sarayi, Tyrklandi.
  • Castillo San Felipe del Morro, Pú­er­tó Ríkó.
  • Kalm­ar-kast­ali, Svíþjóð.
  • Am­ber-virkið, Indlandi.
mbl.is