Segist ekki vera í vandræðum með Gæsluna

Varnarmál Íslands | 20. maí 2023

Segist ekki vera í vandræðum með Gæsluna

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist aðspurður ekki vera í vandræðum með Landhelgisgæsluna.

Segist ekki vera í vandræðum með Gæsluna

Varnarmál Íslands | 20. maí 2023

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ist aðspurður ekki vera í vand­ræðum með Land­helg­is­gæsl­una.

    Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ist aðspurður ekki vera í vand­ræðum með Land­helg­is­gæsl­una.

    Rætt er við Jón í þáttaröð Dag­mála um ör­ygg­is- og varn­ar­mál, en viðtali við Jón var sýnt í vik­unni.

    Í þætt­in­um er meðal ann­ars vikið að starf­semi Land­elg­is­gæsl­unn­ar og þeirri umræðu sem upp kom í vet­ur þegar ráðherr­ann lagði það til að selja flug­vél Gæsl­unn­ar, TF-SIF, úr landi. Í fram­haldi af umræðu um rekst­ur vél­ar­inn­ar og rekstr­ar­vanda Gæsl­unn­ar er Jón spurður að því hvort hann telji sig vera í vand­ræðum með stofn­un­ina.

    „Ég er ekki í meiri vand­ræðum með Gæsl­una en aðrar stofn­an­ir,“ svar­ar Jón.

    Hann nefn­ir þó í fram­hald­inu að það sé mik­il til­hneig­ing í kerf­inu að verja sína starf­semi. Í því sam­hengi vís­ar hann til þeirra hug­mynda sem komið hafa fram um sam­ein­ing­ar sýslu­mann­sembætta og dóm­stóla – og nefn­ir að hluti sýslu­manna og dóm­ara hafi mót­mælt þeim áform­um.

    „Vissu­lega missa sum­ir þeirra í framtíðinni spón úr sín­um aski. Það þarf ekki dóm­stjóra yfir sjálf­um sér, það þarf ekki dóm­ara á vakt all­an sól­ar­hring­inn út um allt land,“ seg­ir Jón í viðtal­inu.

    Hann bæt­ir við að nauðsyn­legt sé að horfa á heild­ar­mynd­ina og rétt­ar­kerfið í heild sinni, allt frá því að rann­sókn mála hefst til fulln­ustu refs­inga. Koma þurfi í veg fyr­ir flösku­hálsa í því ferli.

    „Það vant­ar stund­um meiri kjark í póli­tík­ina til að stíga svona skref,“ seg­ir Jón.

    Í þætt­in­um er meðal ann­ars fjallað um viðbrags­getu og búnað lög­regl­unn­ar, rann­sókn­um á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, sam­skipti við er­lend­ar lög­gæslu­stofn­an­ir, starf­semi Gæsl­unn­ar og annað sem snýr að borg­ara­legu ör­yggi.

    Hægt er að horfa á bút úr viðtal­inu hér fyr­ir ofan og áskrif­end­ur geta nálg­ast viðtalið í heild sinni á mbl.is.

    Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF.
    Flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
    mbl.is