Andstaða innan ESB um takmarkanir á útblæstri

Evrópusambandið | 22. maí 2023

Andstaða innan ESB um takmarkanir á útblæstri

Átta bandalagsríki ESB, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Pólland, hafa hvatt framkvæmdastjórnina í Brussel að hætta við áform sín um takmarkanir á útblæstri ökutækja. Ríkin óttast að reglugerðin sem taka á gildi í júlí 2025 muni reynast skaðleg bílaframleiðslu landanna.

Andstaða innan ESB um takmarkanir á útblæstri

Evrópusambandið | 22. maí 2023

Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB.

Átta banda­lags­ríki ESB, þar á meðal Ítal­ía, Frakk­land og Pól­land, hafa hvatt fram­kvæmda­stjórn­ina í Brus­sel að hætta við áform sín um tak­mark­an­ir á út­blæstri öku­tækja. Rík­in ótt­ast að reglu­gerðin sem taka á gildi í júlí 2025 muni reyn­ast skaðleg bíla­fram­leiðslu land­anna.

Átta banda­lags­ríki ESB, þar á meðal Ítal­ía, Frakk­land og Pól­land, hafa hvatt fram­kvæmda­stjórn­ina í Brus­sel að hætta við áform sín um tak­mark­an­ir á út­blæstri öku­tækja. Rík­in ótt­ast að reglu­gerðin sem taka á gildi í júlí 2025 muni reyn­ast skaðleg bíla­fram­leiðslu land­anna.

Bæði Frakk­ar og Ítal­ir búa að um­fangs­mikl­um bílaiðnaði, þótt hann sé smærri í sniðum en sá þýski. Ætlun ESB er að draga úr notk­un öku­tækja sem knú­in eru áfram af jarðefna­eldsneyti og skipta al­farið í raf­magns­bíla og eiga þau skipti að vera um garð geng­in árið 2035. Það er liður í enn metnaðarfyllri áætl­un ESB um að verða kol­efn­is­hlut­laust árið 2050.

Ótt­ast mörg ríki bíla­fram­leiðanda að reglu­gerðin reyn­ist íþyngj­andi fyr­ir bílaiðnaðinn sem aft­ur gæti hægt á orku­skipt­un­um. Þýska­land var ekki eitt þeirra ríkja sem skrifaði und­ir mót­mæl­in en þar eru Græn­ingj­ar í sam­steypu­stjórn.

mbl.is