Náðu 900 milljónum í hlutafjáraukningu

Iceland Seafood | 23. maí 2023

Náðu 900 milljónum í hlutafjáraukningu

Iceland Seafood International hf. hefur gefið út 150 milljónir nýrra hlutabréfa á genginu 6 krónur á hlut og þannig aflað 900 milljóna króna í lausafé. Heimild til hlutafjáraukningar var samþykkt á aðalfundi félagsins í mars og ákvað stjórn félagsins að nýta hana til fulls í þeim tilgangi „að styrkja fjárhagsstöðu félagsins“ að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar.

Náðu 900 milljónum í hlutafjáraukningu

Iceland Seafood | 23. maí 2023

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, keypti í gegnum fjárfestingafélag sitt …
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, keypti í gegnum fjárfestingafélag sitt tæplega 17 milljónir hluti í félaginu. Ljósmynd/Iceland Seafood

Ice­land Sea­food In­ternati­onal hf. hef­ur gefið út 150 millj­ón­ir nýrra hluta­bréfa á geng­inu 6 krón­ur á hlut og þannig aflað 900 millj­óna króna í lausa­fé. Heim­ild til hluta­fjáraukn­ing­ar var samþykkt á aðal­fundi fé­lags­ins í mars og ákvað stjórn fé­lags­ins að nýta hana til fulls í þeim til­gangi „að styrkja fjár­hags­stöðu fé­lags­ins“ að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar­inn­ar.

Ice­land Sea­food In­ternati­onal hf. hef­ur gefið út 150 millj­ón­ir nýrra hluta­bréfa á geng­inu 6 krón­ur á hlut og þannig aflað 900 millj­óna króna í lausa­fé. Heim­ild til hluta­fjáraukn­ing­ar var samþykkt á aðal­fundi fé­lags­ins í mars og ákvað stjórn fé­lags­ins að nýta hana til fulls í þeim til­gangi „að styrkja fjár­hags­stöðu fé­lags­ins“ að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar­inn­ar.

Rekst­ur Ice­land Sefa­ood hef­ur verið þung­ur, einkum vegna erfiðrar stöðu fisk­vinnslu fé­lags­ins í Grims­by í Bretlandi. Reynt var að selja þann hluta sam­stæðunn­ar en ekki tókst að finna kaup­anda. Var því ákveðið að reyna að halda rekstr­in­um áfram um stund.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­um til kaup­hall­ar­in­anr vegna hluta­fjáraukn­ing­ar­inn­ar að stærstu hlut­haf­ar fé­lags­ins hafi tekið þátt í hluta­fjáraukn­ing­unni og keypt hluti í sam­ræmi við hlut­deild fyr­ir aukn­ing­una. Þannig hafi FISK Sea­food ehf. keypt hluti fyr­ir rúm­ar 100 millj­ón­ir, fjár­fest­inga­fé­lag for­stjór­ans Bjarna Ármanns­son­ar (Sjáv­ar­sýn ehf.) keypt hluti fyr­ir 97 millj­ón­ir og Jakob Val­geir ehf. hluti fyr­ir um 95 millj­ón­ir króna.

mbl.is