Notaði gervigreind til að svíkja út milljónir

Gervigreind | 25. maí 2023

Notaði gervigreind til að svíkja út milljónir

Svikahrappi í Kína tókst að sannfæra viðskiptamann um að millifæra 4,3 milljónir yuan á reikning sem hann taldi tilheyra vini sínum. 

Notaði gervigreind til að svíkja út milljónir

Gervigreind | 25. maí 2023

Með aðstoð gervigreindar sigldi svikahrappurinn undir fölsku flaggi.
Með aðstoð gervigreindar sigldi svikahrappurinn undir fölsku flaggi. AFP/Thomas Samson

Svika­hrappi í Kína tókst að sann­færa viðskipta­mann um að milli­færa 4,3 millj­ón­ir yuan á reikn­ing sem hann taldi til­heyra vini sín­um. 

Svika­hrappi í Kína tókst að sann­færa viðskipta­mann um að milli­færa 4,3 millj­ón­ir yuan á reikn­ing sem hann taldi til­heyra vini sín­um. 

Með hjálp gervi­greind­ar tókst svika­hrapp­in­um að breyta út­liti og rödd sinni í tölvu svo hann leit út fyr­ir að vera ná­inn vin­ur viðskipta­manns­ins. 

Taldi sig vera að tala við ná­inn vin

Er svika­hrapp­ur­inn hringdi myndsím­tal í Guo, viðskipta­mann­inn, taldi sá síðar­nefndi sig vera að ræða við ná­inn vin sinn.

Í sím­tal­inu sann­færði fjár­svik­ar­inn Guo um að milli­færa 4,3 millj­ón­ir yuan, eða því sem nem­ur 86 millj­ón­um ís­lenskra króna, í þeim til­gangi að hjálpa öðrum vini.

Fjár­svik­ar­inn sagði að pen­ing­ana yrði að milli­færa af banka­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is en bað auk þess um reikn­ings­núm­er Guo og laug að hon­um að upp­hæðin yrði milli­færð að fullu inn á hans per­sónu­lega banka­reikn­ing.

At­hugaði ekki inni­stæðuna á reikn­ingn­um

Áður en að Guo milli­færði á svika­hrapp­inn af banka­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is síns sendi fjár­svik­ar­inn hon­um skjá­skot sem sýndi að búið væri að greiða upp­hæðina inn á per­sónu­lega reikn­ing hans. Guo treysti fjár­svik­ar­an­um, sem hann taldi vera vin sinn, og milli­færði upp­hæðina án þess að at­huga hvort féð hefði skilað sér á per­sónu­lega reikn­ing­inn hans.

Það var ekki fyrr en Guo sendi skila­boð á vin sinn, sem hann taldi sig hafa verið í sam­skipt­um við, að Guo gerði sér grein fyr­ir því að hann hefði orðið fyr­ir barðinu á fjár­svik­ara.

Vin­ur­inn kannaðist að sjálf­sögðu ekk­ert við að hafa beðið um milli­færsl­una og kom því af fjöll­um.

Guo leitaði þá til lög­regl­unn­ar sem gerði bank­an­um viðvart um svik­in og var milli­færsl­an í kjöl­farið stöðvuð. Tókst Guo að end­ur­heimta um 3,4 millj­ón­ir yuan af heild­ar­upp­hæðinni en vinna stend­ur yfir við að end­ur­heimta það sem út af stend­ur. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort lög­regl­unni hafi tek­ist að hafa hend­ur í hári fjár­svik­ar­ans.

mbl.is