Sex útgerðir greiddu yfir helming veiðigjalda

Veiðigjöld | 26. maí 2023

Sex útgerðir greiddu yfir helming veiðigjalda

Aðeins sex félög greiddu rúmlega 53% þeirra veiðigjalda sem innheimt voru á fyrsta ársfjórðungi og þau tíu stærstu greiddu rétt rúmlega 68% þeirra. Útgerðir greiddu alls 3,6 milljarða í veiðigjöld á fyrsta ársfjórðungi og hefur aldrei önnur eins upphæð verið greidd á fyrstu þrem mánuðum árs frá því að veiðigjaldið var tekið upp.

Sex útgerðir greiddu yfir helming veiðigjalda

Veiðigjöld | 26. maí 2023

Ísfélag Vestmannaeyja hf. greiddi þriðju hæstu upphæðina í veiðigjöld á …
Ísfélag Vestmannaeyja hf. greiddi þriðju hæstu upphæðina í veiðigjöld á fyrsta ársfjórðungi og er eitt þeirra sex félaga sem greiddu yfir helming gjalda sem innheimt voru á tímabilinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðeins sex fé­lög greiddu rúm­lega 53% þeirra veiðigjalda sem inn­heimt voru á fyrsta árs­fjórðungi og þau tíu stærstu greiddu rétt rúm­lega 68% þeirra. Útgerðir greiddu alls 3,6 millj­arða í veiðigjöld á fyrsta árs­fjórðungi og hef­ur aldrei önn­ur eins upp­hæð verið greidd á fyrstu þrem mánuðum árs frá því að veiðigjaldið var tekið upp.

Aðeins sex fé­lög greiddu rúm­lega 53% þeirra veiðigjalda sem inn­heimt voru á fyrsta árs­fjórðungi og þau tíu stærstu greiddu rétt rúm­lega 68% þeirra. Útgerðir greiddu alls 3,6 millj­arða í veiðigjöld á fyrsta árs­fjórðungi og hef­ur aldrei önn­ur eins upp­hæð verið greidd á fyrstu þrem mánuðum árs frá því að veiðigjaldið var tekið upp.

Mest greiddi Brim hf. eða ríf­lega 437 millj­ón­ir króna, næst­mest greiddi Síld­ar­vinnsl­an hf. sem skilaði rík­is­sjóði rúm­ar 410 milj­ón­um og þriðju mestu upp­hæðina lét Ísfé­lag Vest­manna­eyju hf. af hendi eða 385 millj­ón­ir króna.

Nokkuð bil er síðan í fjórða stærsta greiðenda veiðigjalds og er það Sam­herji Ísland ehf. sem greiddi rúm­ar 262 milj­ón­ir króna. Fimmta sætið verm­ir Vinnslu­stöðin hf. með tæp­ar 240 millj­ón­ir og svo kem­ur Eskja hf. með 220 millj­ón­ir.

Alls greiddu 226 út­gerðir veiðigjald á fyrsta árs­fjórðungi, Brim mest eins og fyrr seg­ir, en minnsta upp­hæðin var 20 krón­ur. Vert er að minna á að gef­inn er 40% af­slátt­ur af fyrstu 7.867.192 krón­un­um sem greidd­ar eru í veiðigjöld á ári hverju.

Aðeins níu út­gerðir greiddu yfir hundrað millj­ón­ir króna í veiðigjöld og aðeins sjö fimm­tíu millj­ón­ir upp að hundrað millj­ón­um. Alls greiddu 76 út­gerðir inn­an við hundrað þúsund krón­ur.

Lík­lega loðnunni að þakka

Eins og fram hef­ur komið hef­ur aldrei verið greitt meira í veiðigjöld á fyrsta árs­fjórðungi en auk þess var mars síðastliðinn met­mánuður en á greiddu út­gerðirn­ar 1.852 millj­ón­ir króna.

Mikl­ar verðhækk­an­ir hafa verið á afurðum á und­an­förn­um árum og tek­ur álagn­ing­in 2023 mið af ár­inu 2021 þegar verð voru há og af­koma út­gerða þokka­leg.

Enn frem­ur er inn­heimt veiðigjald af loðnu í fyrsta sinn í nokk­urn tíma og hef­ur það haft í för með sér mikla tekju­aukn­ingu, en loðnan er að skila tæp­lega helm­ingi veiðigjald­anna og því ekki óvenju­legt að sjá upp­sjáv­ar­út­gerðir í efstu sæt­um í tengsl­um við greitt veiðigjald á þessu tíma­bili.

mbl.is