„Það er gjörsamlega verið að gaslýsa íbúa“

„Það er gjörsamlega verið að gaslýsa íbúa“

„Þetta er lýsandi fyrir það hvernig er verið að stýra málum bæði innan Reykjavíkur og Kópavogs þessa dagana. Þau taka ákvarðanir fyrir íbúa og svo sannfæra þau íbúa um að þau hafi talað við íbúana fyrir fram. Það er gjörsamlega verið að gaslýsa íbúa.“

„Það er gjörsamlega verið að gaslýsa íbúa“

Uppbyggingaráform í Skerjafirði | 1. júní 2023

Horft af Vatnsendahvarfi, þar sem leggja á hraðbraut, yfir höfuðborgina.
Horft af Vatnsendahvarfi, þar sem leggja á hraðbraut, yfir höfuðborgina. Ljósmynd/Helga Kristín Gunnarsdóttir

„Þetta er lýs­andi fyr­ir það hvernig er verið að stýra mál­um bæði inn­an Reykja­vík­ur og Kópa­vogs þessa dag­ana. Þau taka ákv­arðanir fyr­ir íbúa og svo sann­færa þau íbúa um að þau hafi talað við íbú­ana fyr­ir fram. Það er gjör­sam­lega verið að gas­lýsa íbúa.“

„Þetta er lýs­andi fyr­ir það hvernig er verið að stýra mál­um bæði inn­an Reykja­vík­ur og Kópa­vogs þessa dag­ana. Þau taka ákv­arðanir fyr­ir íbúa og svo sann­færa þau íbúa um að þau hafi talað við íbú­ana fyr­ir fram. Það er gjör­sam­lega verið að gas­lýsa íbúa.“

Þetta seg­ir Helga Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, talsmaður Vina Vatns­enda­hvarfs, um þá ákvörðun úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála að vísa frá tveim­ur kær­um, sem íbú­ar við Vatns­enda­hvarf lögðu fram vegna samþykkt­ar Kópa­vogs­bæj­ar á um­sókn Vega­gerðar­inn­ar um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir þriðja áfanga Arn­ar­nes­veg­ar.

Hluti af póli­tísk­um hrossa­kaup­um

Helga seg­ir fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir að Arn­ar­nes­vegi vera hluti af póli­tísk­um hrossa­kaup­um jafnt og það sé aðför gegn græn­um svæðum á höfuðborg­ar­svæðinu.

Eins og greint hef­ur verið frá lögðu sam­tök­in Vin­ir Kópa­vogs og Holl­vina­sam­tök Elliðaár­dals­ins, ásamt tug­um íbúa, fram kæru vegna fyr­ir­hugaðar lagn­ing­ar veg­ar­ins.

Kær­end­ur héldu því fram að lög­bundið sam­ráð við íbúa hefði farið for­görðum. Jafn­framt byggðu þeir málið sitt á því að um­hverf­is­mat frá ár­inu 2003 gæti ekki staðist sem grund­völl­ur fyr­ir fram­kvæmd­un­um.

All­ar ábend­ing­ar hunsaðar

Helga seg­ir úr­sk­urðinn mik­il von­brigði fyr­ir íbúa við Vatns­enda­hvarf þó að hann hafi verið fyr­ir­sjá­an­leg­ur. 

„Við viss­um það fyr­ir fram að þetta yrði erfiður róður. Það er búið að taka ákvörðun um þetta fyr­ir löngu og það á ekki að skipta um skoðun, sama hvað.“

Að henn­ar mati kem­ur það ekki til greina að bæj­ar­yf­ir­völd taki mark á gagn­rýni og um­sögn­um íbúa og harm­ar hún að ekki sé tekið til­lit til skoðana íbúa.

Hún bæt­ir við að all­ar ábend­ing­ar þeirra varðandi fyr­ir­hugaðan veg hafi verið hunsaðar. 

„Þýðir ekk­ert að tala um íbúa­lýðræði“

„Það er ekk­ert sam­tal og það þýðir ekk­ert að tala um íbúa­lýðræði. Þegar búið er að ákveða eitt­hvað er bara ekk­ert hægt að hreyfa við því.“

Hún ít­rek­ar að hún og aðrir sem lögðu fram kæru gegn veg­in­um séu ekki endi­lega á móti veg­in­um sjálf­um held­ur því hvernig fyr­ir­hugað er að leggja hann. 

„Það er ekki hlustað á íbúa með aðra mögu­leika með að leggja veg­inn. Eins og til dæm­is að leggja hann í stokk eða leggja hann í göng. Við erum fyrst og fremst á móti því að um­hverf­is­matið sé frá ár­inu 2003.

Nýtt um­hverf­is­mat væri í raun­inni í sam­ræmi við um­hverf­is­mark­mið nú­tím­ans en ekki mark­mið fyr­ir öld snjallsím­ans.“

Nýr vegur verður lagður á brú yfir Breiðholtsbrautina og inn …
Nýr veg­ur verður lagður á brú yfir Breiðholts­braut­ina og inn aft­ur á ljós­a­stýrðum gatna­mót­um. Teikn­ing/​Vega­gerðin

Eng­inn að hugsa um nátt­úr­una

Að henn­ar mati er um að ræða aðför gegn græn­um svæðum bæði í Reykja­vík og Kópa­vogi. 

„Það er ekki tekið til­lit til mik­il­vægi grænna svæða í borg­ar­skipu­lagi. Þetta teng­ist inn­byrðis átök­um á milli sveit­ar­fé­laga. Það er eins og það sé ekki hægt að skipu­leggja svæði til framtíðar. Við sjá­um bara hvað er að ger­ast í Skerjaf­irðinum núna.

Maður hugs­ar bara hvort þau ætli í al­vör­unni að byrja að sprengja á morg­un, þegar maður heyr­ir í ló­unni og hrossa­gauk­un­um syngja á svæðinu og koma ung­un­um sín­um á legg. Það er eng­inn að hugsa neitt um nátt­úr­una. Þetta fólk hef­ur aldrei komið upp á þessa hæð eða notið þess að fylgj­ast með sól­ar­lag­inu.“

Ekki endi­lega leiðarlok

Hún bæt­ir við að lík­leg­ast sé Arn­ar­nes­veg­ur hluti af póli­tísk­um hrossa­kaup­um á milli Reykja­vík­ur­borg­ar og Kópa­vogs. 

„Jafn­vel um­hverf­issinnaðir flokk­ar segja að það sé ekk­ert hægt að gera. Þau segja bara: Við urðum að gera þetta til að fá Borg­ar­lín­una í gegn á sín­um tíma því að Kópa­vogs­bær ætlaði ekki að samþykkja Borg­ar­lín­una nema að þessi veg­ur færi í gegn.“

Helga seg­ir að þessi ákvörðun úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar að vísa mál­inu frá séu ekki endi­lega leiðarlok fyr­ir bar­áttu hóps­ins. Hún seg­ir næstu skref fara eft­ir fram­vindu máls­ins.

„Það er hægt að kæra fram­kvæmda­leyfið þegar Reykja­vík­ur­borg sæk­ir um það. Miðað við úr­sk­urðinn er samt ólík­legt að þar verði önn­ur niðurstaða, en við höld­um áfram að senda kær­ur og gera það sem við get­um.“

mbl.is