Gervigreindin brýnasta samfélagsmálefnið

Gervigreind | 5. júní 2023

Gervigreindin brýnasta samfélagsmálefnið

„Að mínu mati er þetta brýnasta samfélagsmálefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, um gervigreind er hún opnaði málþingið Gervigreind, siðferði og samfélag fyrr í dag.

Gervigreindin brýnasta samfélagsmálefnið

Gervigreind | 5. júní 2023

Lilja Alfreðsdóttir opnaði málþing um gervigreind.
Lilja Alfreðsdóttir opnaði málþing um gervigreind. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Að mínu mati er þetta brýn­asta sam­fé­lags­mál­efnið sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ sagði Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, um gervi­greind er hún opnaði málþingið Gervi­greind, siðferði og sam­fé­lag fyrr í dag.

„Að mínu mati er þetta brýn­asta sam­fé­lags­mál­efnið sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ sagði Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, um gervi­greind er hún opnaði málþingið Gervi­greind, siðferði og sam­fé­lag fyrr í dag.

Hún seg­ir að stjórn­völd verði að vera til­bú­in, þegar að því kem­ur, að styðja við fólk í stétt­um sem verði úr­elt­ar með hraðri þróun gervi­greind­ar.

Þrjár megin­á­hætt­ur

Lilja seg­ir að megin­á­hætt­an af þróun gervi­greind­ar sé þríþætt. Það teng­ist vinnu­markaði, upp­lýs­inga­óreiðu og varnaðarorð tækn­irisa um að gervi­greind geti orðið gáfaðri en menn og tekið stjórn á mann­kyn­inu.

Hún geld­ur var­hug við því að skilja heilu stétt­irn­ar af fólki eft­ir í þró­un­inni og seg­ir mik­il­vægt að end­ur­mennta fólk í stétt­um sem verði úr­elt­ar. Ef það verði ekki gert sé hætta á að fólk og sam­fé­lög verði skil­in eft­ir.

Ekki alltaf með hlut­ina á hreinu

Gervi­greind­in er ekki enn full­mótuð og seg­ir Lilja mikla upp­lýs­inga­óreiðu geta skap­ast ef rang­ir aðilar mis­nota tækn­ina. 

„Ég hef verið ráðherra í mörg ár, samt er mis­mun­andi sam­kvæmt spjall­menn­inu Chat­G­PT fyr­ir hvaða flokk. Stund­um er ég ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins og stund­um er ég ráðherra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Guð minn góður,“ sagði Lilja og upp­skar hlát­ur gesta.

Ráðherr­ann hef­ur nú sett á lagg­irn­ar vinnu­hóp sem fjall­ar um skap­andi grein­ar og gervi­greind og þá þróun sem hef­ur átt sér stað.

„Að mínu mati er þetta brýn­asta sam­fé­lags­mál­efnið sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ sagði Lilja en bætti við að Ísland væri vel í stakk búið til að tak­ast á við breytt­an veru­leika.

mbl.is