Missti 20 kíló með einfaldri lífstílsbreytingu

Lífsstílsbreyting | 7. júní 2023

Missti 20 kíló með einfaldri lífstílsbreytingu

Í ársbyrjun 2021 ákvað hin 27 ára gamla Gözde Kaya að gera einfalda lífsstílbreytingu sem varð til þess að hún léttist um 20 kíló á einu ári. 

Missti 20 kíló með einfaldri lífstílsbreytingu

Lífsstílsbreyting | 7. júní 2023

Hin 27 ára gamla Gözde Kaya missti 20 kíló með …
Hin 27 ára gamla Gözde Kaya missti 20 kíló með einfaldri lífsstílsbreytingu. Samsett mynd

Í árs­byrj­un 2021 ákvað hin 27 ára gamla Gözde Kaya að gera ein­falda lífs­stíl­breyt­ingu sem varð til þess að hún létt­ist um 20 kíló á einu ári. 

Í árs­byrj­un 2021 ákvað hin 27 ára gamla Gözde Kaya að gera ein­falda lífs­stíl­breyt­ingu sem varð til þess að hún létt­ist um 20 kíló á einu ári. 

Kaya deildi veg­ferð sinni á TikT­ok, en hún byrjaði á því að segja frá því að hafa lengi bar­ist við að halda sér í formi. Hún hafi verið að glíma við óheil­brigðan víta­hring sem ein­kennd­ist af ofáti og tak­markaðri mat­ar­inn­töku til skipt­is sem hafi valdið henni mik­illi van­líðan, bæði and­lega og lík­am­lega.

Í mynd­skeiðinu sagði Kaya frá því að hafa ákveðið að byrja að fara reglu­lega í göngu­túra til að efla heilsu sína og upp­lifa meiri innri ró. Hún seg­ir þessa ein­földu breyt­ingu hafa gjör­breytt lífi sínu til hins betra, en nú hef­ur hún misst yfir 20 kíló. 

Lang­ar „hot girl“ göng­ur 

„Ég missti 20 kíló og fann fyr­ir meiri styrk. Bara með því að ganga og borða meira meðvitað (e. mind­ful eating) sem kom af sjálfu sér því ég var að ganga svo mikið,“ út­skýrði hún í mynd­skeiðinu. 

Að und­an­förnu hef­ur verið mik­il vit­und­ar­vakn­ing á sam­fé­lags­miðlum um heilsu­fars­leg­an ávinn­ing þess að ganga og þá sér­stak­lega úti í nátt­úr­unni. Á TikT­ok hafa slík­ar göng­ur verið sett­ar í skemmti­leg­an bún­ing og kallaðar „hot girl“ göng­ur, en það vill oft gleym­ast hve góð lík­ams­rækt göng­ur eru.

mbl.is