„Sólin það besta og versta við íslenskt sumar“

Á ferðalagi | 11. júní 2023

„Sólin það besta og versta við íslenskt sumar“

Birta Abiba er fyrrverandi fegurðardrottning, en hún vann keppnina Miss Universe Iceland árið 2019 og var meðal þeirra tíu sem komust í úrslit Miss Universe sama ár. Í dag starfar hún sem fyrirsæta á alþjóðlegum vettvangi og hefur ferðast víðsvegar um heiminn, en hún lýsir sér sem endalausum ferðalanga sem býr úr ferðatöskunni sinni flestalla daga ársins.

„Sólin það besta og versta við íslenskt sumar“

Á ferðalagi | 11. júní 2023

Birta Abiba starfar sem fyrirsæta á alþjóðavettvangi og hefur setið …
Birta Abiba starfar sem fyrirsæta á alþjóðavettvangi og hefur setið fyrir merki eins og Ray-Ban, Kiko, Didrikson og Intimissimi svo eitthvað sé nefnt.

Birta Abiba er fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing, en hún vann keppn­ina Miss Uni­verse Ice­land árið 2019 og var meðal þeirra tíu sem komust í úr­slit Miss Uni­verse sama ár. Í dag starfar hún sem fyr­ir­sæta á alþjóðleg­um vett­vangi og hef­ur ferðast víðsveg­ar um heim­inn, en hún lýs­ir sér sem enda­laus­um ferðalanga sem býr úr ferðatösk­unni sinni flestalla daga árs­ins.

Birta Abiba er fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing, en hún vann keppn­ina Miss Uni­verse Ice­land árið 2019 og var meðal þeirra tíu sem komust í úr­slit Miss Uni­verse sama ár. Í dag starfar hún sem fyr­ir­sæta á alþjóðleg­um vett­vangi og hef­ur ferðast víðsveg­ar um heim­inn, en hún lýs­ir sér sem enda­laus­um ferðalanga sem býr úr ferðatösk­unni sinni flestalla daga árs­ins.

„Ég er mik­ill talsmaður um mik­il­vægi þess að sporna gegn for­dóm­um með fræðslu og skapa umræðu um erfiðleika sem minni­hluta­hóp­ar lands­ins upp­lifa í sam­fé­lag­inu okk­ar í dag. Keppn­in ýtti mér bók­staf­lega í sviðsljósið hér á Íslandi og gaf mér enda­laus tæki­færi til að tala um þenn­an ákveðna málstað,“ seg­ir Birta um keppn­ina. 

Birta hef­ur verið bú­sett víða á síðustu árum, þar á meðal í Banda­ríkj­un­um, Ítal­íu, Frakklandi, Grikklandi og á Spáni. Í dag er hún stödd í Þýskalandi vegna vinnu en framund­an hjá henni er spenn­andi sum­ar fullt af ferðalög­um og skemmti­leg­um verk­efn­um.

Birta alsæl í sólinni á Ibiza.
Birta al­sæl í sól­inni á Ibiza.

Hvað ætl­ar þú að gera í sum­ar?

„Þar sem tísku­brans­inn skýt­ur oft­ast aug­lýs­ing­ar ár fram í tím­ann og ger­ir það á sumr­in þá vinn ég alla sum­ar­mánuðina fyr­ir utan ág­úst. Þá loka flestall­ar fyr­ir­sætu­skrif­stof­ur í Evr­ópu og ég fer í nokk­urs­kon­ar frí og dríf mig aft­ur á klak­ann. 

En þangað til mun ég halda áfram að ferðast og vinna. Sein­ustu mánuði hef ég farið frá Banda­ríkj­um til Spán­ar og þaðan yfir til Þýska­lands, en á næstu dög­um er ferðinni heitið til Frakk­lands, Portú­gals og síðan til Ítal­íu.

Síðan er hell­ing­ur af öðrum stöðum að bæt­ast á list­ann yfir lönd sem verða heim­sótt áður en ég kem heim til Íslands.“

Birta í vinunni í Vigo á Spáni.
Birta í vin­unni í Vigo á Spáni.

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Ég hef alltaf heill­ast mest af ut­an­lands­ferðum því þar get ég séð mis­mun­andi menn­ing­ar­heima og upp­lifað allt annað um­hverfi. Þess vegna gæti ég ekki verið þakk­lát­ari fyr­ir öll tæki­fær­in sem að vinn­an mín hef­ur gefið mér – hún ger­ir mér kleift að gera ein­mitt það, fá að sjá heim­inn.“

Birta er þakklát fyrir að fá að ferðast um heiminn …
Birta er þakk­lát fyr­ir að fá að ferðast um heim­inn með vinn­unni sinni og upp­lifa ólíka menn­ing­ar­heima og um­hverfi.

Hver er upp­á­halds­borg­in þín í Evr­ópu?

„Ham­borg eða München í Þýskalandi eru drauma­borg­irn­ar mín­ar. Þegar þú ferðast jafn mikið og ég þá get­ur þú byrjað að finna fyr­ir mik­illi heimþrá, en þess­ar borg­ir minna mig svo á það að vera heima, nema bara með meiri sól, allskon­ar al­menn­ings­görðum, hjól­um, al­vöru sam­göngu­kerf­um og sund­laug­um þar sem fólk drekk­ur bjór við bakk­ann. Þess vegna eru þær hið full­komna meðal við heimþránni – alla­vega fyr­ir mig.“

Þótt það sé mikið fjör í vinnunni hjá Birtu viðurkennir …
Þótt það sé mikið fjör í vinn­unni hjá Birtu viður­kenn­ir hún að upp­lifa stund­um mikla heimþrá.

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið þitt?

„Ferðalagið til Suður-Afr­íku er eitt­hvað sem ég mun aldrei gleyma. Gull­fal­lega nátt­úr­an, hvítu strand­irn­ar, bragðgóði mat­ur­inn og ríka menn­ing­in eru hlut­ir sem að standa mjög mikið upp úr hjá mér.

Svo eru það öll fram­andi dýr­in, eins og pá­fugl­arn­ir sem vöktu mig einn morg­un­inn og vildu fá að borða úr hend­inni minni. Það er eitt­hvað sem gerði ferðina svo ótrú­lega sér­staka og eft­ir­minni­lega.“

Í sólinni í Suður-Afríku.
Í sól­inni í Suður-Afr­íku.

Áttu þér upp­á­haldsstað á Íslandi á sumr­in?

„Aug­ljós­lega verð ég að minn­ast á sveit­ina mína í Hörgár­daln­um, en í raun­inni verða all­ir staðir á Íslandi fljót­lega í upp­á­haldi með réttu mann­eskj­unni.“

Sveitin hennar Birtu er í mestu uppáhaldi.
Sveit­in henn­ar Birtu er í mestu upp­á­haldi.

Hvers­kon­ar úti­legutýpa ert þú?

„Ég er hrein og bein sum­ar­bú­staðarstúlka þar sem mér finnst ekk­ert betra en að liggja í pott­in­um eft­ir góða drykki og grillaðan mat. Svo er geggjað að fara jafn­vel út og spila leiki eins og kubb og fleira, en geta svo farið aft­ur inn í hús og sofið uppi í rúmi án þess að hafa áhyggj­ur af skor­dýr­um sem gætu allt í einu ákveðið að gista með mér und­ir sæng­inni minni.“

Hverju má alls ekki gleyma í ferðalagið?

„Klár­lega sólgler­aug­um, gæðahátal­ara, „kic­kass“ lagalista og góðum ferðafé­laga.“

Birtu þykir mikilvægt að vera með góðan ferðafélaga!
Birtu þykir mik­il­vægt að vera með góðan ferðafé­laga!

Hvar er besta sund­laug­in á Íslandi?

„Ég er mik­il áhuga­kona um sund­laug­ar og trúi því ekki að það sé ein­hver ein sund­laug sem er best held­ur frek­ar að það séu til allskon­ar sund­laug­ar sem henta fyr­ir mis­mun­andi til­efni.

Til dæm­is, ef þú vilt bara skemmta þér þá eru renni­braut­irn­ar í sund­laug­inni á Ak­ur­eyri og öldu­laug­in á Álfta­nesi til­vald­ar. Hins veg­ar, ef þú vilt bara liggja í góðu yf­ir­læti með frá­bært út­sýni þá ætti sund­laug­in í Þela­mörk, Hofsósi eða Laug­ar­nesi að hitta beint í mark.“

Birta er mikil áhugakona um sundlaugar og segir margar góðar …
Birta er mik­il áhuga­kona um sund­laug­ar og seg­ir marg­ar góðar sund­laug­ar vera á Íslandi.

Hvað er það besta og versta við ís­lenskt sum­ar?

„Sól­in er bæði það besta og versta við ís­lenskt sum­ar. Það að hún setj­ist aldrei er ynd­is­legt ef þig lang­ar að fara í langa bíltúra með vin­um þínum og skoða leynd­ar perl­ur á land­inu, fara í nátt­úru­laug­ar um miðja nótt eða bara til að sitja úti á palli. 

En það að hún setj­ist aldrei hætt­ir fljót­lega að vera ynd­is­legt þegar það er mið nótt og þú ligg­ur and­vaka því gard­ín­urn­ar þínar, og stund­um hand­klæðin eða tepp­in sem þú hef­ur reynt að troða í rif­urn­ar, eru ekki að verja þig frá birt­unni.“

Að mati Birtu er sólin bæði það besta og versta …
Að mati Birtu er sól­in bæði það besta og versta við sum­arið á Íslandi.

Hvert dreym­ir þig um að ferðast?

„Draum­ur­inn minn núna er að fara til Nýja-Sjá­lands og upp­lifa strend­urn­ar þar og hina stór­brotnu nátt­úru sem landið er þekkt fyr­ir. Þá lang­ar mig einnig að fræðast um frum­byggja­menn­ing­una og sjá hvar Hobbit­inn var tek­inn upp. Von­andi ræt­ast þeir draum­ar fyrr en seinna.“ 

mbl.is