Virkar eins og „töfralyfið“ án aukaverkana

Lífsstílsbreyting | 11. júní 2023

Virkar eins og „töfralyfið“ án aukaverkana

Á dögunum afhjúpaði næringarfræðingur þau matvæli sem virka eins og lyfið Ozempic sem hefur verið á allra vörum undanfarna mánuði. Lyfið er ætlað sykursjúkum til að léttast og eru fjölmargar Hollywood-stjörnur sagðar nota það í þeim tilgangi. Lyfinu geta hins vegar fylgt þó nokkrar aukaverkanir. 

Virkar eins og „töfralyfið“ án aukaverkana

Lífsstílsbreyting | 11. júní 2023

Næringarfræðingur í Ástralíu segir ákveðin matvæli geta virkað eins og …
Næringarfræðingur í Ástralíu segir ákveðin matvæli geta virkað eins og megrunarlyfið Ozempic sem hefur verið áberandi undanfarna mánuði. Samsett mynd

Á dög­un­um af­hjúpaði nær­ing­ar­fræðing­ur þau mat­væli sem virka eins og lyfið Ozempic sem hef­ur verið á allra vör­um und­an­farna mánuði. Lyfið er ætlað syk­ur­sjúk­um til að létt­ast og eru fjöl­marg­ar Hollywood-stjörn­ur sagðar nota það í þeim til­gangi. Lyf­inu geta hins veg­ar fylgt þó nokkr­ar auka­verk­an­ir. 

Á dög­un­um af­hjúpaði nær­ing­ar­fræðing­ur þau mat­væli sem virka eins og lyfið Ozempic sem hef­ur verið á allra vör­um und­an­farna mánuði. Lyfið er ætlað syk­ur­sjúk­um til að létt­ast og eru fjöl­marg­ar Hollywood-stjörn­ur sagðar nota það í þeim til­gangi. Lyf­inu geta hins veg­ar fylgt þó nokkr­ar auka­verk­an­ir. 

Ástr­alski nær­ing­ar­fræðing­ur­inn Emma Beckett er dós­ent í mat­væla- og nær­ing­ar­fræði við há­skól­ann í Newcastle. Hún út­skýrði hvernig Ozempic virk­ar í grein sem birt­ist á The Con­versati­on og af­hjúpaði um leið mat­væli sem hafa sömu virkni. 

Beckett seg­ir Ozempic örva þyngd­artap með því að líkja eft­ir aðgerðum horm­óns­ins GLP-1 sem losn­ar í melt­ing­ar­veg­in­um eft­ir að við borðum. Horm­ónið seg­ir bris­inu að fram­leiða meira insúlín og ber upp­lýs­ing­ar til heil­ans um seddu. Fyr­ir vikið get­ur semaglútíð komið í veg fyr­ir að ein­stak­ling­ar borði of mikið. 

Hún seg­ir lyfið þó ekki vera án auka­verk­ana þar sem not­end­ur þess kvarti oft yfir ógleði, hægðat­regðu og niður­gangi. Í grein sinni vill hún vekja at­hygli á því að ákveðin mat­væli geti gert það sama og „töfra­lyfið“ án allra auka­verk­ana. 

Mik­il­vægt að huga að nær­ing­unni

„Nær­ing­ar­efn­in sem koma GLP-1 seyt­ingu af stað eru nær­ing­ar­efn­in sem veita okk­ur orku,“ skrifaði Beckett, en þar á hún við nær­ing­ar­efn­in fitu, prótein og kol­vetni. Beckett seg­ir rann­sókn­ir benda til þess að með því að velja mat­væli sem inni­halda mikið af þeim nær­ing­ar­efn­um sé hægt að auka magn á GLP-1 horm­ón­inu. 

„Þetta geta verið mat­væli með hollri fitu, eins og avóka­dó eða hnet­ur, eða mag­ur prótein­gjafi eins og egg. Einnig mat­væli sem inni­halda mikið af gerj­an­leg­um trefj­um eins og græn­meti og heil­korn sem næra þarma­flór­una okk­ar sem síðan fram­leiðir stutt­ar fitu­sýr­ur sem geta komið GLP-1 seyt­ingu af stað,“ út­skýr­ir hún.  

Beckett vek­ur at­hygli á mik­il­vægi þess að borða fjöl­breytta og nær­ing­ar­ríka fæðu. „Ef þú minnk­ar mat­ar­lyst­ina þína en held­ur áfram að borða mikið af ofunnu mat­væli með lít­illi nær­ingu gæt­ir þú grennst en þú eyk­ur ekki raun­veru­lega nær­ing­una þína. Þess vegna er mik­il­vægt að bæta mataræðið, óháð lyfja­notk­un eða þyngd­artapi, til að bæta heils­una.“

Matvæli með hollri fitu, eins og hnetur, geta aukið magn …
Mat­væli með hollri fitu, eins og hnet­ur, geta aukið magn af GLP-1 horm­ón­inu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Jocelyn Morales
mbl.is