Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast

Ísfélag hf | 15. júní 2023

Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast

Hluthafar Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð samþykktu samruna félaganna tveggja á hluthafafundi í gær. Sameinað félag mun starfa undir nafninu Ísfélag hf. Var sameiningin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast

Ísfélag hf | 15. júní 2023

Félagið mun starfa undir nafninu Ísfélag hf.
Félagið mun starfa undir nafninu Ísfélag hf. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hluthafar Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð samþykktu samruna félaganna tveggja á hluthafafundi í gær. Sameinað félag mun starfa undir nafninu Ísfélag hf. Var sameiningin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Hluthafar Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð samþykktu samruna félaganna tveggja á hluthafafundi í gær. Sameinað félag mun starfa undir nafninu Ísfélag hf. Var sameiningin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Í stjórn félagsins voru kjörin þau Einar Sigurðsson, Gunnar Sigvaldason, Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, Guðbjörg Matthíasdóttir og Steinunn Marteinsdóttir. Gunnlaugur S. Gunnlaugsson verður stjórnarformaður félagsins.

Stefán Friðriksson, núverandi framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf., mun stýra hinu sameinaða félagi, með aðsetur í Vestmannaeyjum, og Ólafur H. Marteinsson, núverandi framkvæmdastjóri Ramma hf., verður aðstoðarframkvæmdastjóri með aðsetur í Fjallabyggð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is