Fá tvo daga til viðbótar í Gullhömrum

Fá tvo daga til viðbótar í Gullhömrum

Fyrirtaka í Bankastræti Club-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Alls eru 25 sakborningar í málinu en enginn þeirra var viðstaddur fyrirtökuna. Fjölmargir verjendur þeirra voru þó í héraðsdómi í dag.

Fá tvo daga til viðbótar í Gullhömrum

Stunguárás á Bankastræti Club | 19. júní 2023

Alls voru 17 af 25 verjendum viðstaddir fyrirtökuna í Héraðsdómi …
Alls voru 17 af 25 verjendum viðstaddir fyrirtökuna í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Fyr­ir­taka í Banka­stræti Club-mál­inu fór fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Alls eru 25 sak­born­ing­ar í mál­inu en eng­inn þeirra var viðstadd­ur fyr­ir­tök­una. Fjöl­marg­ir verj­end­ur þeirra voru þó í héraðsdómi í dag.

Fyr­ir­taka í Banka­stræti Club-mál­inu fór fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Alls eru 25 sak­born­ing­ar í mál­inu en eng­inn þeirra var viðstadd­ur fyr­ir­tök­una. Fjöl­marg­ir verj­end­ur þeirra voru þó í héraðsdómi í dag.

Þar sem fjöldi sak­born­inga í mál­inu er for­dæma­laus í héraðsdómi fer aðalmeðferð fram í veislu­sal í Gull­hömr­um í Grafar­holti. Dómsal­ur héraðsdóms rúm­ar ekki alla sak­born­inga og verj­end­ur máls­ins.

Til stóð að aðalmeðferð færi fram 25. til 29. sept­em­ber. Sig­ríður Hjaltested héraðsdóm­ari greindi hins veg­ar frá því við fyr­ir­töku að dóm­ur­inn hefði óskað eft­ir því að hafa sal­inn í Gull­hömr­um leng­ur og fengið það staðfest í dag að tveir dag­ar hefðu verið gefn­ir til viðbót­ar.

Mun aðalmeðferðin þar með fara fram dag­ana 25. til 29 sept­em­ber og 2. og 3. októ­ber, mánu­dag og þriðju­dag. Verður mál­flutn­ing­ur því eft­ir helg­ina.

Um 50 skýrslu­tök­ur áætlaðar

Málið varðar stungu­árás sem átti sér stað á Banka­stræti Club í nóv­em­ber í fyrra þegar hóp­ur grímu­klæddra manna rudd­ist inn á skemmti­staðinn og réðst að þrem­ur mönn­um.

Alls voru 17 af 25 verj­end­um viðstadd­ir fyr­ir­tök­una, en sum­ir þeirra voru einnig mætt­ir fyr­ir hönd annarra verj­enda. Þá voru rétt­ar­gæslu­menn brotaþola einnig viðstadd­ir, sem og Dag­mar Ösp Vé­steins­dótt­ir sak­sókn­ari, sem sæk­ir málið.

Fyr­ir­hugað er að tekn­ar verði í kring­um 50 skýrslu­tök­ur fyr­ir dómi og er gert ráð fyr­ir að það taki fimm daga. End­an­leg­ur vitna­listi ligg­ur ekki fyr­ir en sam­kvæmt drög­um sak­sókn­ara verða tekn­ar skýrsl­ur af öll­um 25 sak­born­ing­un­um, auk 26 annarra, þar á meðal brotaþolum.

mbl.is