Sara Pálsdóttir, lögfræðingur og dáleiðari, segir fórnarlambshlutverkið taka öll völd af fólki. Sara, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar þjáðist í áraraðir af alkóhólisma, átröskun og miklum verkjum um allan líkama. Hún segir allt hafa breyst þegar hún ákvað að velja að hætta að vera fórnarlamb.
Sara Pálsdóttir, lögfræðingur og dáleiðari, segir fórnarlambshlutverkið taka öll völd af fólki. Sara, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar þjáðist í áraraðir af alkóhólisma, átröskun og miklum verkjum um allan líkama. Hún segir allt hafa breyst þegar hún ákvað að velja að hætta að vera fórnarlamb.
Sara Pálsdóttir, lögfræðingur og dáleiðari, segir fórnarlambshlutverkið taka öll völd af fólki. Sara, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar þjáðist í áraraðir af alkóhólisma, átröskun og miklum verkjum um allan líkama. Hún segir allt hafa breyst þegar hún ákvað að velja að hætta að vera fórnarlamb.
„Ég trúði því bara að ég væri sjúkdómsfórnarlamb. Að ég væri alkóhólisti, með átröskun og króníska verki og það væri ekkert sem ég gæti gert. Þegar maður festist í fórnarlambshlutverkinu missir maður allt „power“ og er eins og laufblað í vindi sem getur ekkert gert. Þegar ég hætti að trúa því að ég væri sjúkdómsfórnarlamb og ég hefði eitthvað um það að segja hvernig mín heilsa væri byrjaði allt að breytast. En þá þurfti ég líka að byrja að taka ábyrgð og gera allt sem í mínu valdi stóð til að breyta hlutunum. Það er enginn sem gerir þetta fyrir mann,” segir Sara, sem segir að mjög margir eigi í verulega óheilbrigðu sambandi við líkama sinn og rót vandamála margra sé hálfgerð hugsýki.
„Það er stundum ekki auðvelt að fullyrða um hvað er hænan og hvað eggið þegar kemur að hugsunum og líkamsstarfsemi. En tengingin þarna á milli er mjög sterk. Við erum ekki bara líkami. Við erum sál í líkama og ef við eigum í gríðarlega óheilbrigðu sambandi við líkama okkar er óhjákvæmilegt að við finnum fyrir þyngslum, verkjum eða öðru líkamlegum einkennum. Með þessu neikvæða sambandi við líkamann sköpum við mikla vanlíðan í líkamanum og það verður til streita og álag í kerfinu bara út af þessu óheilbrigða sambandi.
Þó að fólk fari í ræktina og reyni að fá „six pack“ og kúlurass getur vel verið að það sé enn algjör aftenging við líkamann og líkamleg líðan lagast ekki neitt. Ég trúi því að með því að byrja að vinna á líkamshatri og neikvæðu sambandi við líkama okkar getum við byrjað að laga einkennin. Þegar líkamlegu einkennin byrja að lagast verður svo auðveldara að þróa enn betra samband við líkamann og batinn byrjar að koma hratt.“
Sara var komin algjörlega á botninn í sjálfshatri; fíkn og kvíða þegar hún fann frelsið og spyrnti sér upp frá botninum.
„Ég var með góða menntun og út á við leit allt vel út. Við hengjum sjálfsmyndina gjarnan á það sem við gerum og þannig var það svo sannarlega hjá mér. Á meðan ég náði prófunum, var með menntun og leit vel út á pappírunum gat ég verið full alla daga í algjörri afneitun. Ég gat lært þó að ég væri búin að drekka mikið, þannig að ég gat látið þetta virka mjög lengi áður en ég neyddist til að gefast upp. Skömmin og stoltið voru svo mikil að ég hefði nánast frekar látið lífið en að viðurkenna hvernig mér raunverulega leið. Á endanum var þetta orðið þannig að ég drakk bara uppi í rúmi þangað til að ég missti meðvitund. Ég var orðin algjörlega rúmliggjandi af alkahólisma þegar ég loksins gerði eitthvað í því. Ég komst ekki út úr húsi nema bara til þess að hitta landasalann!“
Sara, segir afeitrunina eingöngu hafa verið fyrsta skrefið að raunverulegum bata.
„Ég man að meira að segja þegar ég kom inn á Vog í meðferð var ég enn uppfull af hugsunum um álit annarra. Ég skildi töskuna eftir úti í bíl þannig að ég gæti hlaupið til baka og ég var svakalega hrædd um að sjá einhvern sem ég þekkti. Þannig að þó að ég væri beinlínis að deyja úr alkahólisma var ég eiginlega meira upptekin af því að enginn mæti sjá mig eins og ég raunverulega var. Þessi forrit voru rosalega sterk hjá mér. Svo var ég líka orðin langt leidd af átröskun og var orðin mjög veik af henni. Það tók mig talsvert langan tíma að verða edrú og svo eftir það þurfti ég að taka á átröskuninni og fór í meðferð á Hvíta Bandinu,” segir Sara og heldur áfram.
„Þarna var líf mitt byrjað að snúast við, en samt var mesta vinnan eftir, sem sneri að því að laga það sem hafði í raun ollið því að ég var með fíkn í áfengi og sjálfshatrið sem olli átröskuninni. Ég var enn með brotna sjálfsmynd, gríðarlega neikvætt sjálfstal og mikinn kvíða.Ég hafði selt mér að það eina sem ég þyrfti að gera væri að hætta að drekka og þá yrði allt í lagi. En drykkjan var bara flótti frá sjálfshatrinu og því sem var þarna undir og það fór ekki neitt. Þannig að það að hætta að drekka var bara fyrsta skrefið.“
Í tilviki Söru kom raunverulegur bati þegar hún byrjaði að hugleiða og stunda dáleiðslur.
„Fyrst þurfti ég að pína mig til þess að hugleiða, þó að það væri ekki nema í fimm mínútur á dag og hugurinn var alveg stjórnlaus. En smám saman hófst stórkostlegt bataferðalag og hægt og rólega fór raunverulegt frelsi að koma til mín. Öll neikvæða orkan sem hafði verið föst innra með mér fór að losna og ég fór alla leið í að kynna mér allt sem sneri að undirmeðvitundinni og fór svo í kjölfarið í nám í dáleiðslu og lærði heilun. Ég veit að margir fara í vörn þegar maður talar um orku, en vísindin hafa verið að sýna fram á það að allt er orka. Líkaminn okkar er gerður úr orkueiningum, hugsanir eru orka og tilfinningar eru orka. Við verðum að fara að nálgast þessa hluti úr þeirri átt líka,“ segir Sara, sem segir það að nálgast fólk í gegnum undirmeðvitundina geta lagað rætur að mörgu.
„Undirmeðvitundin er eins og öflugasta tölva sem til er. Undirmeðvitundin geymir allar minningar, hluti sem hafa setið í líkamanum í gegnum áföll og fleira. Þess vegna er hægt að ná gríðarlegum árangri í að bæta andlega og líkamlega líðan með því að vinna í gegnum undirmeðvitundina,“ segir hún.
Líf Söru hefur tekið algjöra U-Beygju eftir að hún fékk bata frá kvíða, fíkn og sjálfshatri.
„Í gegnum mitt bataferðalag fékk ég sýn um að mér væri ætlað að hjálpa öðrum sem væru að glíma við það sama og ég hafði glímt við. Síðan þá hef ég verið að elta þessa sýn. Ég hef séð það í gegnum störf mín undanfarin ár að mikið af fólki er að glíma við mikla erfiðleika og er fast í skömm eins og ég var. Ég er núna laus við skömmina og get þess vegna sagt frá öllu því sem þjakaði mig án þess að hugsa um það. Ég fæ aldrei jafnmikil viðbrögð eins og þegar ég segi opinberlega frá mínum erfiðustu tímabilum og því sem mér fannst vera mestu beinagrindurnar í skápnum. Fyrst hélt ég að ég gæti verið að starfa áfram sem lögmaður, enda var ég að reka mína eigin stofu og gekk vel. Ég gerði það í ákveðinn tíma, en núna eru dáleiðslan, námskeiðin og fyrirlestrarnir orðin aðalvinnan mín, enda finn ég að lögmennskan á ekki lengur hjarta mitt og þá er ekki tilgangur með því að vera áfram þar. Ef maður finnur tilganginn svona sterkt á maður að elta það, enda er enginn betri en þú í nákvæmlega því sem þér er ætlað að gera.“
Hægt er að hlusta á brot út þáttum Sölva Tryggvasonar á hlaðvarpsvef mbl.is.