Dómar mildaðir í Rauðagerðismálinu

Manndráp í Rauðagerði | 21. júní 2023

Dómar mildaðir í Rauðagerðismálinu

Hæstiréttur hefur mildað dóma yfir öllum fjórum sakborningunum í Rauðagerðismálinu. Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Armando Beqiari að bana við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík í fyrra. Hann hafði áður verið dæmdur í 20 ára fangelsi í Landsrétti.

Dómar mildaðir í Rauðagerðismálinu

Manndráp í Rauðagerði | 21. júní 2023

Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi.
Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hæstirétt­ur hef­ur mildað dóma yfir öll­um fjór­um sak­born­ing­un­um í Rauðagerðismál­inu. Angj­el­in Sterkaj var dæmd­ur í 16 ára fang­elsi fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqi­ari að bana við heim­ili sitt í Rauðagerði í Reykja­vík í fyrra. Hann hafði áður verið dæmd­ur í 20 ára fang­elsi í Lands­rétti.

Hæstirétt­ur hef­ur mildað dóma yfir öll­um fjór­um sak­born­ing­un­um í Rauðagerðismál­inu. Angj­el­in Sterkaj var dæmd­ur í 16 ára fang­elsi fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqi­ari að bana við heim­ili sitt í Rauðagerði í Reykja­vík í fyrra. Hann hafði áður verið dæmd­ur í 20 ára fang­elsi í Lands­rétti.

Þetta staðfest­ir Odd­geir Ein­ars­son, verj­andi Sterkaj, við mbl.is

Dóm­ar yfir þeim Sheptim Qerimi, Claudiu Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada, voru einnig mildaðir.

Qerimi hlaut tíu ára dóm, Selivrada fjög­urra ára dóm og Car­val­ho þriggja ára. Áður höfðu þau verið dæmd í 14 ára fang­elsi í Lands­rétti.

mbl.is