Vertu flottust eins og Lily Collins

Snyrtivörur | 26. júní 2023

Vertu flottust eins og Lily Collins

Lily Collins stal senunni á Met Gala-hátíðinni sem haldin var í New York í maí. Hún skartaði dramatískri förðun sem var í anda hins gamla Hollywood-glamúrs þar sem dökk augu og rauðar varir voru í forgrunni.

Vertu flottust eins og Lily Collins

Snyrtivörur | 26. júní 2023

Lily Collins setur á sig varalit. Um er að ræða …
Lily Collins setur á sig varalit. Um er að ræða Lancôme-varalitnum L‘Absolu Drama Matte í lit French-Idol, nr. 888.

Lily Coll­ins stal sen­unni á Met Gala-hátíðinni sem hald­in var í New York í maí. Hún skartaði drama­tískri förðun sem var í anda hins gamla Hollywood-glamúrs þar sem dökk augu og rauðar var­ir voru í for­grunni.

Lily Coll­ins stal sen­unni á Met Gala-hátíðinni sem hald­in var í New York í maí. Hún skartaði drama­tískri förðun sem var í anda hins gamla Hollywood-glamúrs þar sem dökk augu og rauðar var­ir voru í for­grunni.

Á Met Gala-hátíðinni í ár var Karls Lag­er­feld heit­ins minnst en hann starfaði lengi sem yf­ir­hönnuður hjá Chanel svo ein­hver tísku­hús séu nefnd. Leik­kon­an Lily Coll­ins skartaði dá­leiðandi og drama­tískri förðun þar sem of­uráhersla var lögð á lýta­lausa húð. Til þess að kalla þá áferð fram á húðinni var Coll­ins förðuð með Teint Idole Ultra Wear-farða frá Lancôme. Hylj­ari úr sömu línu var sett­ur und­ir aug­un og þess gætt að lagið á hon­um væri ekki of þykkt. Þegar búið var að farða húðina voru aug­un skyggð. Hypnô­se-pall­ett­an frá Lancôme varð fyr­ir val­inu í lit­um Fraîcheur Rosée, nr. 09, og Nude Sculp­tural, nr. 18. Þá var Lash Idôle-eyel­iner í lit Glossy Black nr. 01 sett­ur í kring­um aug­un og þau römmuð inn með Lash Idôle-maskar­an­um frá Lancôme en hann þykk­ir og leng­ir augn­hár­in svo um mun­ar. Í lok­in var Coll­ins varalit­urð með Lancôme-varalitn­um L‘Ab­solu Drama Matte í lit French-Idol, nr. 888.

Ef þú ætl­ar að gera þér glaðan dag um helg­ina og mark­miðið er að vera flott­ust þá gæt­ir þú leikið þetta eft­ir.

Hypnôse-pallettan frá Lancôme varð fyrir valinu í litum Fraîcheur Rosée, …
Hypnô­se-pall­ett­an frá Lancôme varð fyr­ir val­inu í lit­um Fraîcheur Rosée, nr. 09, og Nude Sculp­tural, nr. 18.
Lash Idôle-maskaranum frá Lancôme en hann þykkir og lengir augnhárin …
Lash Idôle-maskar­an­um frá Lancôme en hann þykk­ir og leng­ir augn­hár­in svo um mun­ar.
Teint Idole Ultra Wear-hyljarinn.
Teint Idole Ultra Wear-hylj­ar­inn.
Teint Idole Ultra Wear-farði frá Lancôme.
Teint Idole Ultra Wear-farði frá Lancôme.
mbl.is