Þetta er gott að borða á Austurlandi

Matur á ferðalögum | 2. júlí 2023

Þetta er gott að borða á Austurlandi

Austurland er án efa ein mesta matarkista Íslands. Þar eru góð skilyrði til ræktunar, sjór og vötn full af fiski, hreindýr og villtir fuglar á heiðum og þar er einnig eina wasabi-ræktun landsins. Hér eru nokkrar ábendingar um hvað og hvar er best að borða á Austurlandi

Þetta er gott að borða á Austurlandi

Matur á ferðalögum | 2. júlí 2023

Ljósmynd/Samsett

Aust­ur­land er án efa ein mesta mat­arkista Íslands. Þar eru góð skil­yrði til rækt­un­ar, sjór og vötn full af fiski, hrein­dýr og villt­ir fugl­ar á heiðum og þar er einnig eina wasa­bi-rækt­un lands­ins. Hér eru nokkr­ar ábend­ing­ar um hvað og hvar er best að borða á Aust­ur­landi

Aust­ur­land er án efa ein mesta mat­arkista Íslands. Þar eru góð skil­yrði til rækt­un­ar, sjór og vötn full af fiski, hrein­dýr og villt­ir fugl­ar á heiðum og þar er einnig eina wasa­bi-rækt­un lands­ins. Hér eru nokkr­ar ábend­ing­ar um hvað og hvar er best að borða á Aust­ur­landi

Fisk­ur og sjáv­ar­fang

Marg­ir veit­ingastaðir bjóða upp á góðan fisk og fisk­meti. Þeir sem vilja prófa eitt­hvað al­veg ein­stak­lega spenn­andi og gott ættu til dæm­is að fara á Norð-Aust­ur Sus­hi & bar á Seyðis­firði. Þessi staður hef­ur verið op­inn á sumr­in í nokkuð mörg ár og raun­ar verið kos­inn besti sus­histaður lands­ins, mat­seðill­inn er ein­stak­lega frum­leg­ur, góður og spenn­andi en unnið er með hrá­efni úr héraði. Ann­ar metnaðarfull­ur staður með sæl­kera­rétti úr fiski er Niel­sen-veit­inga­húsið á Eg­ils­stöðum.

Fat­h­ul Abr­ar/​Unsplash

Villi­bráð

All­ir sem koma á Aust­ur­land verða að smakka ein­hverja villi­bráð og af henni er nóg til á þessu svæði, sér í lagi á haust­in. Á Aski Pizzeriu á Eg­ils­stöðum er alltaf boðið upp á eina pítsu með heiðagæsa­hakki sem mælt er með. Niel­sen hef­ur oft verið með villi­bráð en það fer eft­ir fram­boði og árstíð en veit­ingastaður­inn skipt­ir ört um mat­seðil. Á Skriðuk­laustri er yf­ir­leitt hægt að fá hrein­dýr. Eld­húsið Restaurant, sem er á Gisti­hús­inu Eg­ils­stöðum, er einnig með hrein­dýra­steik á sín­um mat­seðli.

Wasa­bi

Óvíða í heim­in­um er wasa­bi ræktað enda þarf að upp­fylla sér­stök skil­yrði og fá leyfi frá Jap­an til rækt­un­ar en það hef­ur þeim á Aust­ur­landi tek­ist. Þeir mat­sölustaðir sem vinna með hrá­efnið eru til dæm­is veit­ingastaður­inn Niel­sen, Norð-Aust­ur Sus­hi & bar auk þess sem veit­ingastaður­inn 1001 nótt gef­ur sig út fyr­ir að vinna með staðbundið hrá­efni.

Bygg

Þetta skemmti­lega hrá­efni er ræktað af fyr­ir­tæk­inu Móður jörð sem er á Aust­ur­landi en þar er rekið lítið kaffi­hús, Asp­ar­húsið, sem býður upp á góðan morg­un­verð og heil­næm­ar máltíðir úr jurta­rík­inu.

Villt­ir svepp­ir

Mikið úr­val af villt­um svepp­um finnst á Aust­ur­landi og víða er hægt að fá góða svepp­asúpu. Á mat­sölustaðnum Kol bar & Bistro á Hót­el Hall­ormsstað er hún oft á mat­seðli, á Skriðuk­laustri er líka gjarn­an hægt að fá svepp­asúp­ur og svepparétti. Leitið að rétt­um með svepp­um úr héraði, þá er oft að finna til dæm­is á for­rétta­seðlun­um.

Mjólk­ur­vör­ur, skyr og ost­ar

Á Fjós­horn­inu á Eg­ils­stöðum er rekið lítið mjólk­ur­bú þar sem fram­leitt er skyr og ost­ar sem marg­ir veit­ingastaðir í héraðinu nýta sér. Fjós­hornið rek­ur líka lítið kaffi­hús og versl­un þar sem hægt er að kaupa ýms­ar kræs­ing­ar beint frá býli.

Ahma­dreza Rezaie/​Unsplash

Pönnu­kök­ur og bakk­elsi

Á Óbyggðasetr­inu er hægt að fá ekta ís­lensk­ar pönnu­kök­ur með heima­gerðri rabarbara­sultu og rjóma ásamt ýmsu öðru heima­gerðu bakk­elsi. Þeir sem elska góðar ís­lensk­ar hnallþórur ættu að fara á Bókakaffið á Hlöðum en þar er yf­ir­leitt köku­hlaðborð á föstu­dög­um, þar er líka boðið upp á heim­il­is­leg­an mat.

Pönnukökur eru ómissandi á ferðalaginu.
Pönnu­kök­ur eru ómiss­andi á ferðalag­inu. Monika Gra­b­kows/​Unsplash
mbl.is