Sparnaðarráð fyrir stórar fjölskyldur sem hitta í mark

Næring barna | 3. júlí 2023

Sparnaðarráð fyrir stórar fjölskyldur sem hitta í mark

Þegar um stóra fjölskyldu er að ræða er mikilvægt að skipuleggja matarinnkaupin vel. Einn ávinningur þess að gera slíka áætlun er að ná stjórn á útgjöldunum, ásamt því að það bætir andlega heilsu hvers foreldris. 

Sparnaðarráð fyrir stórar fjölskyldur sem hitta í mark

Næring barna | 3. júlí 2023

Pexels/Gustavo Fring

Þegar um stóra fjöl­skyldu er að ræða er mik­il­vægt að skipu­leggja mat­ar­inn­kaup­in vel. Einn ávinn­ing­ur þess að gera slíka áætl­un er að ná stjórn á út­gjöld­un­um, ásamt því að það bæt­ir and­lega heilsu hvers for­eldr­is. 

Þegar um stóra fjöl­skyldu er að ræða er mik­il­vægt að skipu­leggja mat­ar­inn­kaup­in vel. Einn ávinn­ing­ur þess að gera slíka áætl­un er að ná stjórn á út­gjöld­un­um, ásamt því að það bæt­ir and­lega heilsu hvers for­eldr­is. 

Hér eru nokk­ur ráð til að hjálpa þér að draga úr kostnaði við að fæða stóra fjöl­skyldu.

Haltu þig við inn­kaupal­ist­ann

Hér er eng­inn að finna upp hjólið en að halda sig við inn­kaupal­ist­ann hjálp­ar þér að draga úr út­gjöld­um við inn­kaup­in. Að kaupa eitt­hvað af hvat­vísi eða kaupa of mikið af ein­hverju er allt of al­gengt þegar farið er út fyr­ir list­ann. Það er eitt að nýta sér til­boð sem þú get­ur ekki sleppt en allt annað að láta snjalla markaðssetn­ingu og tóm­an mag­ann draga þig í átt að óþarfa hrá­efni. Reyndu að fá þér máltíð eða snarl áður en þú versl­ar.

Farðu einu sinni í viku

Ef þú versl­ar í mat­inn aðeins einu sinni í viku færðu færri tæki­færi til að eyða í óþarfa. Auðvitað geta óvænt­ar aðstæður komið upp og gert það að verk­um að fleiri ferðir verða óumflýj­an­leg­ar, sér­stak­lega í stórri fjöl­skyldu. Hins veg­ar get­ur þú sparað bæði pen­inga og tíma með því að fylla á allt sem þarf í einni ferð.

Reyndu að fara í ein­rúmi

Það er eng­inn vafi á því að börn geta valdið trufl­un þegar þú versl­ar. Börn sem suða eft­ir ein­hverju sem er ekki á list­an­um, systkina­erj­ur og frekju­köst eru ekki upp­skrift að skyn­sam­leg­um mat­ar­ákvörðunum. Reyndu því að gera mat­ar­inn­kaup­in að ein­stak­lings­verk­efni, að minnsta kosti þegar tæki­færi gefst. Slíkt gæti kraf­ist tíma­áætl­un­ar í sam­ráði við maka eða ann­an ná­inn aðila en mun lík­lega draga úr út­gjöld­un­um á end­an­um.

Birgðu þig upp af ódýr­um og holl­um nauðsynja­vör­um

Að vera með nóg af ódýr­um og holl­um nauðsynja­vör­um við hönd­ina get­ur bjargað ýmsu ef mataráætlan­ir ganga ekki upp. Ef þú ert með búr eða mikið frystipláss er gott að birgja sig upp af mat sem þolir geymslu við slík­ar aðstæður. Baun­ir, linsu­baun­ir, grjón og pasta end­ist lengi og veita góða nær­ingu. Þegar þú sérð til­boð á slík­um vör­um er sniðugt að kaupa dágott magn.

Ekki hræðast niðursuðuvör­ur. Niðursuðuvör­ur og mat­ur í krukku er ekki bara græn­ar baun­ir og mar­melaði. Oft er hægt að fá ein­stak­ar og fram­andi vör­ur niðursoðnar. Auk þess er flest­um niðursoðnum ávextum og græn­meti safnað sam­an þegar það er sem fersk­ast svo slík­ar vör­ur geta gefið mikla nær­ingu.

Verywell Family 

mbl.is