Freydís Halla tekur hattinn alltaf með í ferðalög

Ferðumst innanlands | 6. júlí 2023

Freydís Halla tekur hattinn alltaf með í ferðalög

Freydís Halla Einarsdóttir er 28 ára útivistarkona og fyrrverandi landsliðskona og ólympíufari á skíðum. Freydís Halla ætlar að nýta sumarið áður en hún byrjar á fimmta ári í læknisfræði til þess að ferðast um landið.

Freydís Halla tekur hattinn alltaf með í ferðalög

Ferðumst innanlands | 6. júlí 2023

Freydís Halla Einarsdóttir er 28 ára útivistarkona og fyrrverandi landsliðskona …
Freydís Halla Einarsdóttir er 28 ára útivistarkona og fyrrverandi landsliðskona og ólympíufari á skíðum.

Frey­dís Halla Ein­ars­dótt­ir er 28 ára úti­vist­ar­kona og fyrr­ver­andi landsliðskona og ólymp­íufari á skíðum. Frey­dís Halla ætl­ar að nýta sum­arið áður en hún byrj­ar á fimmta ári í lækn­is­fræði til þess að ferðast um landið.

Frey­dís Halla Ein­ars­dótt­ir er 28 ára úti­vist­ar­kona og fyrr­ver­andi landsliðskona og ólymp­íufari á skíðum. Frey­dís Halla ætl­ar að nýta sum­arið áður en hún byrj­ar á fimmta ári í lækn­is­fræði til þess að ferðast um landið.

Ætlar þú að ferðast inn­an­lands í sum­ar?

„Já held­ur bet­ur! Ég stefni á ein­hverj­ar úti­leg­ur á Suður­land­inu og svo ætla ég líka í göngu­ferð á Hornstrand­ir.“

Áttu þér upp­á­haldsstað á Vest­ur­landi og af hverju?

„Erfitt að gera upp á milli en Rauðfelds­gjá er alltaf gull­fal­leg og skemmti­legt að klöngr­ast þar inn, og svo auðvitað Snæ­fells­jök­ull. Ég er mik­il skíðakona og hef farið nokkr­um sinn­um á skíði þar og það er fátt sem topp­ar miðnæt­ur­sól­ina á toppn­um.“

Áttu upp­á­halds­sund­laug úti á landi?

„Er ennþá að vinna mig í gegn­um þær all­ar, en held að tvær sund­laug­ar standi upp úr: Kross­nes­laug á Strönd­um og sund­laug­in á Hofsósi.“

Hvað finnst þér best að grilla í úti­leg­unni?

„Ég er mjög mikið fyr­ir lax, og hann er alltaf best­ur með sæt­um kart­öfl­um, sal­ati og kannski ein­um maís­stöngli.“

Áttu upp­á­hald­stjaldsvæði?

„Þau eru mörg mjög góð en verð að segja tjaldsvæðið í Þak­gili. Hef verið þar bæði á góðviðris­dög­um og í gulri viðvör­un og það er alltaf jafn guðdóm­lega fal­legt.“

Hvað er eft­ir­minni­leg­asta ferðalag sem þú hef­ur farið í?

„Síðasta sum­ar fór ég í mjög eft­ir­minni­lega fimm daga göngu á Hornstrand­ir. Við geng­um með allt á bak­inu, feng­um alls kon­ar veður, kom­um okk­ur óþarf­lega oft í frek­ar hættu­leg­ar aðstæður, og á ein­hvern undra­verðan hátt tókst okk­ur líka að smit­ast af covid.“

Áttu upp­á­halds­göngu­leið?

„Ég er ný­bú­in að fara Skalla-hring­inn í Land­manna­laug­um og það var ótrú­lega skemmti­leg og fal­leg leið sem ég á klár­lega eft­ir að fara aft­ur.“

Er ein­hver staður á land­inu sem þú hef­ur enn ekki komið á en lang­ar að fara á?

„Já! Þori varla að segja frá því en ég hef aldrei gengið Lauga­veg­inn, svo það er mjög of­ar­lega á „to-do-list­an­um.“

Tjald eða hót­el?

„Ég er mik­il úti­legu­mann­eskja svo ég verð að segja tjald. Það er miklu skemmti­legra að vera úti í nátt­úr­unni og svo spil­ar kannski inn í að vera fá­tæk­ur námsmaður.“

Hvaða flík verður að fara með í úti­leg­una?

„Hatt­ur­inn! Það er ekki al­vöru­úti­lega nema hatt­ur­inn sé með.“

Hvað ætl­arðu að gera annað skemmti­legt í sum­ar?

„Það er margt á dag­skránni fyr­ir utan vinn­una, meðal ann­ars brúðkaup í Vest­manna­eyj­um, fjalla­skíðaferð á Snæ­fells­jök­ul, af­slöpp­un í sum­ar­bú­stað og svo von­andi bara nóg af spont­ant æv­in­týr­um þegar veður leyf­ir.“

mbl.is