Útblásturinn „ekki bara vatnsgufa“

Útblásturinn „ekki bara vatnsgufa“

Sérfræðingur á vegum Umhverfisstofnunar mun fara um borð í hollenska skemmtiferðaskipið Zuiderdam þegar skipið leggst að bryggju í Reykjavík á morgun. 

Útblásturinn „ekki bara vatnsgufa“

Mengandi hreinsibúnaður skipa | 7. júlí 2023

Sérfræðingur á vegum Umhverfisstofnunar mun stíga um borð í skipið …
Sérfræðingur á vegum Umhverfisstofnunar mun stíga um borð í skipið á morgun og kanna stöðu mála. Ljósmynd/Aðsend

Sér­fræðing­ur á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar mun fara um borð í hol­lenska skemmti­ferðaskipið Zui­der­dam þegar skipið leggst að bryggju í Reykja­vík á morg­un. 

Sér­fræðing­ur á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar mun fara um borð í hol­lenska skemmti­ferðaskipið Zui­der­dam þegar skipið leggst að bryggju í Reykja­vík á morg­un. 

Bláa gufu lagði frá skip­inu klukku­stund­um sam­an þegar það var við bryggju við Ak­ur­eyr­ar­höfn í gær. Ak­ur­eyr­ing­ar hafa kvartað sár­an vegna meng­un­ar­inn­ar en hafn­ar­stjóri Ak­ur­eyr­ar­hafn­ar sagði við mbl.is í gær að út­blást­ur gær­dags­ins heyri til und­an­tekn­inga.

„Stór hluti af þessu er vatns­gufa en þetta er í grunn­inn út­blást­ur frá stórri dísel­vél, jafn­vel fleir­um en einni. Og það er ekk­ert bara vatns­gufa,“ seg­ir Þor­steinn Jó­hanns­son, sér­fræðing­ur í loft­meng­un hjá Um­hverf­is­stofn­un. 

Skoða hvort hreinsi­búnaður sé í standi

Hann út­skýr­ir að stærri skip séu gjarn­an með svo­kölluðum „scrubber“, hreinsi­kerfi sem fyrst og fremst er notað til þess að hreinsa brenni­stein en hjálp­ar til við að hreinsa önn­ur meng­un­ar­efni. Það veld­ur því gjarn­an að vatns­guf­an sé meiri en vant er, að sögn Þor­steins.

„Við mun­um skoða þetta skip þegar það kem­ur til Reykja­vík­ur á morg­un. Þá fáum við að skoða log­bók­ina. Það eru ákveðnar regl­ur um skrán­ingu, þar á meðal skrán­ingu um stöðuna á hreinsi­búnaði.“

mbl.is