Fólkið og fjöllin eru falleg á Fáskrúðsfirði

Ferðumst innanlands | 12. júlí 2023

Fólkið og fjöllin eru falleg á Fáskrúðsfirði

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir er þekkt fyrir að vera með marga bolta á lofti á Fáskrúðsfirði. Þegar hún er ekki að sinna starfi sínu sem safnvörður á safninu Frökkum á Íslandsmiðum sér hún um að halda bæjarbúum í formi enda menntaður einkaþjálfari og þolfimikennari.

Fólkið og fjöllin eru falleg á Fáskrúðsfirði

Ferðumst innanlands | 12. júlí 2023

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir mælir með að heimsækja Fáskrúðsfjörð í sumar.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir mælir með að heimsækja Fáskrúðsfjörð í sumar.

Sesselja Fjóla Þor­steins­dótt­ir er þekkt fyr­ir að vera með marga bolta á lofti á Fá­skrúðsfirði. Þegar hún er ekki að sinna starfi sínu sem safn­vörður á safn­inu Frökk­um á Íslands­miðum sér hún um að halda bæj­ar­bú­um í formi enda menntaður einkaþjálf­ari og þolfi­mi­kenn­ari.

Sesselja Fjóla Þor­steins­dótt­ir er þekkt fyr­ir að vera með marga bolta á lofti á Fá­skrúðsfirði. Þegar hún er ekki að sinna starfi sínu sem safn­vörður á safn­inu Frökk­um á Íslands­miðum sér hún um að halda bæj­ar­bú­um í formi enda menntaður einkaþjálf­ari og þolfi­mi­kenn­ari.

Sesselja Fjóla er fædd og upp­al­in á Stöðvarf­irði auk þess sem hún hef­ur búið í Kópa­vogi. Það má þó segja að ást­in hafi dregið hana til Fá­skrúðsfjarðar þar sem hún hef­ur búið und­an­far­in 12 ár. „Eig­inmaður minn er fædd­ur hér og upp­al­inn og einnig á ég ætt­ir að rekja hingað og á marg­ar frænk­ur og frænd­ur í firðinum fagra Fá­skrúðsfirði,“ seg­ir Sesselja Fjóla sem seg­ir að sér líði af­skap­lega vel í Fá­skrúðsfirði.

Hvað er það sem heill­ar við bæ­inn?

„Það sem mér finnst heill­andi við bæ­inn er fal­leg­ur gróður, snyrti­mennska, fal­leg göm­ul og end­ur­byggð hús, fal­leg­ur fjalla­hring­ur og fólkið sem hér býr.“

Franski bærinn er fallegur á að líta.
Franski bær­inn er fal­leg­ur á að líta.

Hvað er skemmti­legt að skoða á Franska safn­inu?

„Franska safnið er sann­ar­lega vert að heim­sækja þar sem sögu franskra og belg­ískra sjó­manna eru gerð góð skil sem og um all­an fjörðinn en hér er hún áþreif­an­leg allt um kring. Ég starfa á safn­inu á sumr­in en á vet­urna tek ég á móti hóp­um í Norður­ljósa­hús Íslands sem er hér í gömlu fal­legu húsi.“

Franskir sjómenn komu til Fáskrúðsfjarðar.
Fransk­ir sjó­menn komu til Fá­skrúðsfjarðar.

Sesselja Fjóla mæl­ir með að fá sér sund­sprett í Sund­laug Fá­skrúðsfjarðar. „Sund­laug­in er ein af elstu inn­isund­laug­um lands­ins og þar er dá­sam­legt að eiga stund,“ seg­ir hún. Svo vill til að Sesselja Fjóla þekk­ir sund­laug­ina bet­ur en marg­ir aðrir en hún kenn­ir vatns­leik­fimi í henni. Auk þess kenn­ir hún heldri borg­ur­um dans og leik­fimi.

„Ég sæki orku í nátt­úr­una og hrein­lega elska það að ástunda hreyf­ingu við hæfi og getu hvern dag í öll­um veðrum,“ seg­ir Sesselja Fjóla sem seg­ir marg­ar fal­leg­ar göngu­leiðir í Fá­skrúðsfirði og ná­grenni. „Ég og vin­kona mín Berg­lind Ósk Agn­ars­dótt­ir sagna­kona höf­um í nokk­ur ár boðið upp á göngu­ferðir út um all­ar koppa­grund­ir; sög­ur eru sagðar, sungið og á stund­um tek­in dans­spor og fleira sem mér hugn­ast hverju sinni.“ Hún mæl­ir sér­stak­lega með að virða fyr­ir sér Gils­ár­foss og seg­ist ganga þangað oft. Sesselja Fjóla mæl­ir einnig með skóg­rækt­inni Nýgræðingi á Stöðvarf­irði en þaðan á hún góðar æskuminn­ing­ar.

Gilsárfoss.
Gils­ár­foss.

Fransk­ir sjó­menn komu til Fá­skrúðsfjarðar.

Sesselja Fjóla mæl­ir með:

• Cafe Sum­ar­lína er til húsa í gömlu húsi niðri við sjó og á sér mikla sögu.
• Galle­rí Kolfreyja er í fal­legu gömlu end­ur- byggðu húsi sem heit­ir Tangi og var áður
kaup­fé­lag. Þar má finna hand­verk heima­manna.
• Templ­ar­inn er sögu­frægt hús hér í bæ en á dög­un­um keyptu fjór­ir ein­stak­ling­ar
húsið og til stend­ur að bjóða upp á lista- og
sölu­sýn­ingu þar í framtíðinni og kaffi­húsa­stemn­ingu.
• Í Loppu er hægt að fylla á bíltank­inn og metta einnig mag­ann með pylsu og kóki
svo eitt­hvað sé nefnt.
• Veit­ingastaður­inn L‘Abri er í Franska spít- al­an­um og einnig Foss­hót­el Aust­f­irðir.
• Hér er fal­leg­ur fjöl­skyldug­arður með hoppu­belg, aparólu og fleira. 

Sjórinn er stór hluti af lífi og sögu Fáskrúðsfjarðar.
Sjór­inn er stór hluti af lífi og sögu Fá­skrúðsfjarðar.
mbl.is