Þokkalega hratt landris mælist í Öskju

Askja | 13. júlí 2023

Þokkalega hratt landris mælist í Öskju

Landið við eldstöðina Öskju hefur risið um 60 sentimetra frá því að landris tók fyrst að mælast þar í ágúst árið 2021.

Þokkalega hratt landris mælist í Öskju

Askja | 13. júlí 2023

Land hefur risið um hátt í 30 sentimetra frá því …
Land hefur risið um hátt í 30 sentimetra frá því í september í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Landið við eld­stöðina Öskju hef­ur risið um 60 senti­metra frá því að landris tók fyrst að mæl­ast þar í ág­úst árið 2021.

Landið við eld­stöðina Öskju hef­ur risið um 60 senti­metra frá því að landris tók fyrst að mæl­ast þar í ág­úst árið 2021.

Landris hef­ur verið stöðugt frá upp­hafi mæl­inga, að sögn Bene­dikts Gunn­ars Ófeigs­son­ar, sér­fræðings á sviði jarðskorpu­hreyf­inga hjá Veður­stofu Íslands, en land hef­ur risið um hátt í 30 senti­metra frá því í sept­em­ber í fyrra.

Aðspurður seg­ir Bene­dikt að landrisið telj­ist þokka­lega hratt.

„Þetta er ekk­ert óvenju­legt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að ekki séu vís­bend­ing­ar um að eitt­hvað sé yf­ir­vof­andi. Vel sé fylgst með þró­un­inni í og við Öskju.

Get­ur haldið lengi áfram

„Það er kviku­söfn­un þarna nokkuð ör­ugg­lega, það get­ur haldið áfram lengi svona án þess að dragi til tíðinda.“

Miðja landriss­ins er und­ir vest­an­verðu Öskju­vatni. Ef sprengigos yrði í Öskju er ekki víst að það yrði stórt, að sögn Bene­dikts.

„Askja get­ur búið til ansi stór gos, en hún býr til miklu fleiri lít­il.“

mbl.is