Bandaríski leikarinn Kevin Spacey kveðst vera „mikill daðrari“ en neitar öllum ásökunum um „ágengilega“ hegðun. Þetta segir hann í vitnisburði sínum í gær. Nú standa yfir réttarhöld yfir leikaranum í Lundúnum vegna ásakana um kynferðisbrot.
Bandaríski leikarinn Kevin Spacey kveðst vera „mikill daðrari“ en neitar öllum ásökunum um „ágengilega“ hegðun. Þetta segir hann í vitnisburði sínum í gær. Nú standa yfir réttarhöld yfir leikaranum í Lundúnum vegna ásakana um kynferðisbrot.
Bandaríski leikarinn Kevin Spacey kveðst vera „mikill daðrari“ en neitar öllum ásökunum um „ágengilega“ hegðun. Þetta segir hann í vitnisburði sínum í gær. Nú standa yfir réttarhöld yfir leikaranum í Lundúnum vegna ásakana um kynferðisbrot.
Voru þetta viðbrögð leikarans við vitnisburði þeirra manna sem saka hann um kynferðisbrot. Hefur hann samtals verið sakaður um tólf brot gegn mönnunum og eiga þau að hafa átt sér stað árin 2001-2013 í Bretlandi.
Kevin Spacey, sem er 63 ára, á magnaðan kvikmyndaferil að baki. Hefur hann unnið Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndirnar The Usual Suspects og American Beauty. Einnig er hann þekktur fyrir hlutverk sitt í framhaldsþáttunum House of Cards.
Einn mannanna, sem var bílstjóri, heldur því fram að Spacey hafi brotið á honum nokkrum sinnum og jafnvel gripið í hann á meðan hann var að skutla Spacey, með þeim afleiðingum að bílstjóri „fór næstum út af veginum“.
Spacey viðurkenndi að hann hafi snert manninn en segir að „það hafi ekki gerst á ofbeldisfullan, ágengilegan, sársaukafullan hátt“.
„Ég var mildur og, í mínum huga, var þetta rómantískt,“ sagði Spacey, sem hélt fram að þeir hafi oft daðrað hvor við annan, þó aldrei sofið saman. Lýsti hann sjálfum sér meðal annars sem miklum daðrara.
Spacey segir hins vegar að meintur þolandi hafi „gert það skýrt að hann vildi ekki taka þetta neitt lengra“. Kveðst Spacey vera niðurbrotinn eftir ásakanir bílstjórans á hendur sér og kallar þær hnífsstungu í bakið.
Annar maður ásakaði Spacey um hafa á sagt óviðeigandi hluti og í kjölfar þess gripið í klofið á honum á viðburði. Spacey lýsti ásökununum sem „klikkun“ og sagðist ekki einu sinni kannast við manninn þegar hann fékk að sjá mynd af honum.
„Ég sagði aldrei neitt af því sem hann ásakar mig um að hafa sagt, og ég myndi aldrei og hef aldrei sagt neitt slíkt,“ segir Spacey.
Spacey var kærður í tveimur öðrum málum á síðustu árum í Bandaríkjunum þar sem hann var í bæði skiptin ásakaður um kynferðisbrot gagnvart karlmönnum. Í einu málinu var hann sýknaður en hinu málinu vísað frá. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu.