Metinn sakhæfur en breytti afstöðu til sakargifta

Metinn sakhæfur en breytti afstöðu til sakargifta

Fyrirtaka í Bankastræti Club-málinu lauk nú á öðrum tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25 sakborningar taka afstöðu til sakargifta í kjölfar stungurárásar þegar hópur manna réðst inn á skemmtistaðinn í mars. 

Metinn sakhæfur en breytti afstöðu til sakargifta

Stunguárás á Bankastræti Club | 14. júlí 2023

Átta lögmenn komu í héraðsdóm fyrir hönd 25 skjólstæðinga
Átta lögmenn komu í héraðsdóm fyrir hönd 25 skjólstæðinga mbl.is/Hákon

Fyr­ir­taka í Banka­stræti Club-mál­inu lauk nú á öðrum tím­an­um í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. 25 sak­born­ing­ar taka af­stöðu til sak­argifta í kjöl­far stungurárás­ar þegar hóp­ur manna réðst inn á skemmti­staðinn í mars. 

Fyr­ir­taka í Banka­stræti Club-mál­inu lauk nú á öðrum tím­an­um í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. 25 sak­born­ing­ar taka af­stöðu til sak­argifta í kjöl­far stungurárás­ar þegar hóp­ur manna réðst inn á skemmti­staðinn í mars. 

Einn sak­born­inga, sem hafði áður viður­kennt að hafa stungið þrjá inni á skemmti­staðnum, breytti af­stöðu sinni hvað varðar eina af stungu­árás­un­um. Nú viður­kenn­ir hann að hafa stungið tvo mann­anna en neit­ar því að hafa stungið þann þriðja. Í þess­um tveim­ur til­vik­um ját­ar hann stór­fellda lík­ams­árás en neit­ar því að um til­raun til mann­dráps hafi verið að ræða.  

Held­ur fá­mennt var í dómsal ef tekið er mið af um­fangi máls­ins þar sem alls átta lög­menn mættu fyr­ir hönd skjól­stæðing­anna 25. Voru nokkr­ir þeirra með fleiri en einn á sín­um snær­um. Eins var dæmi um að eng­inn lögmaður væri viðstadd­ur til að fyr­ir hönd skjól­stæðings.  

Breytti af­stöðu til sak­argifta

Til­gang­ur fyr­ir­tök­unn­ar í dag snéri ein­ung­is að gagna­fram­lagn­ingu. Meðal ann­ars var lagt fram geðmat á þeim ein­stak­lingi sem gefið er að sök hafa stungið menn­ina þrjá inni á skemmti­staðnum. Matsmaður taldi hins veg­ar mann­inn sak­hæf­an og úti­lok­ar því ekki að refs­ing geti komið að gagni í mál­inu.

Þór Steinarsson, lögmaður, talaði fyrir hönd mannsins sem sakaður er …
Þór Stein­ars­son, lögmaður, talaði fyr­ir hönd manns­ins sem sakaður er um mann­dráp­stilraun.

Þá kom fram að einn hinna ákærðu breytti af­stöðu til sak­argifta og neit­ar nú sök þegar kem­ur að árás að ein­um ein­stak­lingi í mál­inu.  

Rudd­ust grímu­klædd­ir inn 

Menn­irn­ir eru sagðir hafa ruðst grímu­klædd­ir inn á Banka­stræti Club og veist þar að þrem­ur mönn­um í mars. 

Einn þeirra hafði viður­kennt að hafa stungið menn­ina þrjá en neit­ar nú sök í einu til­fell­inu. 

Hinir tíu eru sagðir hafa veist að þre­menn­ing­un­um með hnefa­högg­um og spörk­um og einn þeirra er sagður hafa notað kylfu í árás­inni.

Fjór­tán til viðbót­ar eru ákærðir fyr­ir hlut­deild í árás­inni með því að hafa ruðst grímu­klædd­ir inn á skemmti­staðinn, verið inn í hús­næðinu á meðan árás­inni stóð og verið þannig ógn­un við menn­ina þrjá. Þannig hafi þeir veitt árás­ar­mönn­un­um liðsinni í verki.

Menn­irn­ir þrír sem ráðist var á krefjast þess að hóp­ur­inn verði dæmd­ur til að greiða þeim sam­tals 15 millj­ón­ir í bæt­ur.

mbl.is