„Hef aldrei verið jafn stoltur eins og af Indíönu“

Föðurhlutverkið | 16. júlí 2023

„Hef aldrei verið jafn stoltur eins og af Indíönu“

Finnur Orri Margeirsson kynntist eiginkonu sinni Indíönu Nönnu Jóhannsdóttur árið 2013. Í dag eiga þau tvo syni, Hólmar Orra sem er fimm ára og Jökul Orra sem er tveggja ára. Þau eru með marga bolta á lofti og reka saman æfingastöð GoMove á Kársnesinu, en samhliða því spilar Finnur fótbolta í efstu deild með FH og starfar hjá Reitun við mat á sjálfbærnimálum fyrirtækja og fjárfesta. 

„Hef aldrei verið jafn stoltur eins og af Indíönu“

Föðurhlutverkið | 16. júlí 2023

Indíana Nanna Jóhannsdóttir og Finnur Orri Margeirsson ásamt Jökli Orra …
Indíana Nanna Jóhannsdóttir og Finnur Orri Margeirsson ásamt Jökli Orra og Hólmari Orra. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir

Finn­ur Orri Mar­geirs­son kynnt­ist eig­in­konu sinni Indíönu Nönnu Jó­hanns­dótt­ur árið 2013. Í dag eiga þau tvo syni, Hólm­ar Orra sem er fimm ára og Jök­ul Orra sem er tveggja ára. Þau eru með marga bolta á lofti og reka sam­an æf­inga­stöð GoMo­ve á Kárs­nes­inu, en sam­hliða því spil­ar Finn­ur fót­bolta í efstu deild með FH og starfar hjá Reit­un við mat á sjálf­bærni­mál­um fyr­ir­tækja og fjár­festa. 

Finn­ur Orri Mar­geirs­son kynnt­ist eig­in­konu sinni Indíönu Nönnu Jó­hanns­dótt­ur árið 2013. Í dag eiga þau tvo syni, Hólm­ar Orra sem er fimm ára og Jök­ul Orra sem er tveggja ára. Þau eru með marga bolta á lofti og reka sam­an æf­inga­stöð GoMo­ve á Kárs­nes­inu, en sam­hliða því spil­ar Finn­ur fót­bolta í efstu deild með FH og starfar hjá Reit­un við mat á sjálf­bærni­mál­um fyr­ir­tækja og fjár­festa. 

Finn­ur seg­ir lífið hafa breyst á ótrú­lega marga vegu eft­ir að hann varð faðir í fyrsta sinn fyr­ir fimm árum, en við það hafi til­finn­ingaskal­inn stækkað gríðarlega. Hann seg­ir augna­blik­in þegar syn­ir hans komu í heim­inn vera ógleym­an­leg og hvor um sig sér­stök.

„Að fara í gegn­um fæðingu með kon­unni minni er eitt­hvað það magnaðasta sem ég hef upp­lifað. Ég upp­lifði mig frek­ar bjarglaus­an þar sem mér fannst ég ekki geta hjálpað Indíönu neitt í gegn­um fæðing­arn­ar. Ég hef aldrei verið jafn stolt­ur eins og af Indíönu þegar hún eignaðist strák­ana okk­ar,“ út­skýr­ir hann.

Finnur og Indíana hafa verið saman í áratug.
Finn­ur og Indí­ana hafa verið sam­an í ára­tug.

Mik­il­vægt að vera í góðu jafn­vægi

Eft­ir að eldri son­ur þeirra kom í heim­inn seg­ir Finn­ur for­gangs­röðun­ina hafa gjör­breyst. „Fyrst um sinn þá er stærsta breyt­ing­in að maður set­ur ann­an aðila í fyrsta sætið og get­ur ekki bara hugsað um sjálf­an sig. Við Indí­ana höf­um séð að fyr­ir okk­ur virk­ar best að hafa hlut­ina í góðri rútínu, bæði fyr­ir okk­ur og strák­ana. Þannig setj­um við þarf­ir strákanna oft­ast sem miðpunkt í skipu­lag­inu okk­ar,“ seg­ir Finn­ur.

„Pabbahlut­verkið hef­ur kennt mér ótrú­lega mikið um sjálf­an mig og hvernig maður þarf að huga að sér til þess að vera í góðu jafn­vægi þegar maður er í sam­skipt­um við tvo litla gaura. Heilt yfir þá finnst mér pabbahlut­verkið hafa stækkað mig, bæði sem ein­stak­ling og sem maka,“ bæt­ir hann við. 

Feðgarnir alsælir saman.
Feðgarn­ir al­sæl­ir sam­an.

Spurður hvað hafi komið hon­um mest á óvart við föður­hlut­verkið hingað til seg­ir Finn­ur það vera að tölu­vert fleiri áskor­an­ir fylgi fjög­urra manna fjöl­skyldu yfir dag­inn. „Áður en maður eignaðist börn voru dag­arn­ir nokkuð stöðugir, en nú geta sveifl­urn­ar farið fram og til baka á tals­vert breiðari til­finn­ingaskala en áður,“ seg­ir hann. 

Fót­bolt­inn ekki alltaf fjöl­skyldu­vænn

Finn­ur viður­kenn­ir að það sé vissu­lega mikið púslu­spil á köfl­um að sam­tvinna fjöl­skyldu­lífið, æf­inga­stöðina og fót­bolt­ann. „Eins og ég nefndi þá geng­ur þetta allt upp þegar það er góð rútína hjá öll­um, en við fáum einnig góða aðstoð frá fjöl­skyld­unni okk­ar. Við höf­um lært það sam­an að tak­ast á við álagspunkta og erum far­in að gera það nokkuð vel,“ út­skýr­ir hann. 

Finn­ur seg­ir fót­bolt­ann hafa mjög mik­il áhrif á fjöl­skyldu­lífið enda sé dag­skrá­in þar ekki alltaf fjöl­skyldu­væn. „Æfing­arn­ar hjá mér eru seinnipart­inn á virk­um dög­um þannig að Indí­ana er með strák­ana á þeim tíma. Þar sem fót­bolta­tíma­bilið er yfir sum­arið þá höf­um við verið að skipu­leggja sumr­in okk­ar eft­ir því en reyn­um alltaf að enda tíma­bilið á góðu fríi,“ seg­ir hann.

Finnur segir fótboltann án efa hafa mikil áhrif á fjölskyldulífið, …
Finn­ur seg­ir fót­bolt­ann án efa hafa mik­il áhrif á fjöl­skyldu­lífið, enda sé dag­skrá­in ekki sú fjöl­skyldu­væn­asta.

Þegar álagið er mikið er mik­il­vægt að ná að kúpla sig út og slaka á. Spurður hvað þau Indí­ana gera til að slaka á nefn­ir Finn­ur góða þætti og sund. „Ef við erum með ein­hverja góða þætti til að horfa á þá nýt­um við þá oft til þess að slökkva á hausn­um. Við erum einnig dug­leg að fara í sund eða í heita pott­inn á kvöld­in til þess að slaka á,“ seg­ir hann.

Finnur og Indíana hafa lært að takast á við álagspunkta …
Finn­ur og Indí­ana hafa lært að tak­ast á við álagspunkta og reyna að kúpla sig reglu­lega út og slaka á.

Svefn­inn í fyrsta sæti

Spurður hvað hafi reynst mest krefj­andi við föður­hlut­verkið seg­ir Finn­ur það vera tíma­bil af svefn­leysi enda sé margt annað sem fari úr skorðunum við það. „Við höf­um fundið það þegar svefn­inn er í góðri rútínu hjá öll­um þá geng­ur allt bet­ur,“ seg­ir hann. 

Á hinn bóg­inn hef­ur hon­um þótt mest gef­andi að fylgj­ast með strák­un­um sín­um tveim­ur þrosk­ast og læra nýja hluti og hæfni. „Eft­ir að við eignuðumst Jök­ul þá hef­ur einnig verið rosa­lega gef­andi að fylgj­ast með sam­bandi þeirra bræðra og hvernig það er að mót­ast. Vissu­lega ein­kenn­ist það þó af hæðum og lægðum hjá þeim,“ seg­ir Finn­ur og hlær.

Hólmar Orri afar stoltur með nýfæddan bróður sinn.
Hólm­ar Orri afar stolt­ur með ný­fædd­an bróður sinn.

Í upp­eld­inu leggja Finn­ur og Indí­ana áherslu á að eiga í góðum sam­skipt­um við syni sína og tala við þá á jafn­ingja­grund­velli. „Við reyn­um að vera til staðar og gefa þeim alla okk­ar at­hygli þegar við erum í gæðastund­um, sér­stak­lega þar sem það hef­ur verið mikið um að vera hjá okk­ur und­an­farið,“ út­skýr­ir hann.

Það er margt spenn­andi framund­an hjá fjöl­skyld­unni sem er þegar far­in að huga að sum­ar­frí­inu. „Við mun­um að mestu vera í bæn­um yfir sum­arið og njóta með strák­un­um. Við verðum með ann­an fót­inn í æf­inga­stöðinni á Kárs­nes­inu þar sem verður skemmti­leg sum­ar­dag­skrá,“ seg­ir Finn­ur að lok­um. 

Fjölskyldan ætlar að njóta sumarsins á Íslandi.
Fjöl­skyld­an ætl­ar að njóta sum­ars­ins á Íslandi.
mbl.is