„Í Fljótavík líður mér best“

Ferðumst innanlands | 16. júlí 2023

„Í Fljótavík líður mér best“

Katla Vigdís Vernharðsdóttir, tónlistarkona og Vestfirðingur, saknar heimahaganna en hún býr um þessar mundir í Reykjavík. Hún segir ekkert jafnast á við sumarið á Vestfjörðum. Hún ætlar að sjálfsögðu að ná góðum tíma heima í sumar og njóta þess sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Kajakferðir, bátur afa hennar og sveitaball bíður

„Í Fljótavík líður mér best“

Ferðumst innanlands | 16. júlí 2023

Katla Vigdís með móður sinni í göngu á Hornströndum.
Katla Vigdís með móður sinni í göngu á Hornströndum.

Katla Vig­dís Vern­h­arðsdótt­ir, tón­list­ar­kona og Vest­f­irðing­ur, sakn­ar heima­hag­anna en hún býr um þess­ar mund­ir í Reykja­vík. Hún seg­ir ekk­ert jafn­ast á við sum­arið á Vest­fjörðum. Hún ætl­ar að sjálf­sögðu að ná góðum tíma heima í sum­ar og njóta þess sem Vest­f­irðir hafa upp á að bjóða. Kaj­ak­ferðir, bát­ur afa henn­ar og sveita­ball bíður

Katla Vig­dís Vern­h­arðsdótt­ir, tón­list­ar­kona og Vest­f­irðing­ur, sakn­ar heima­hag­anna en hún býr um þess­ar mund­ir í Reykja­vík. Hún seg­ir ekk­ert jafn­ast á við sum­arið á Vest­fjörðum. Hún ætl­ar að sjálf­sögðu að ná góðum tíma heima í sum­ar og njóta þess sem Vest­f­irðir hafa upp á að bjóða. Kaj­ak­ferðir, bát­ur afa henn­ar og sveita­ball bíður

„Ég ólst upp fyr­ir vest­an, á Suður­eyri nán­ar til­tekið. Ættir mín­ar má m.a. rekja til Súg­anda­fjarðar, Hnífs­dals, Ísa­fjarðar­djúps­ins og Fljóta­vík­ur á Horn­strönd­um, ég er nefni­lega hrein­ræktaður Vest­f­irðing­ur í báðar ætt­ir og næst­um öll fjöl­skyld­an mín býr þar,“ seg­ir Katla Vig­dís.

Katla Vig­dís flutti suður til Reykja­vík­ur til þess að stunda nám við Lista­há­skóla Íslands haustið 2020. „Ég komst frek­ar fljótt að því að það var held­ur glatað að standa í öllu þessu kóvidveseni í Reykja­vík en ekki bara heima þannig ég dreif mig bara aft­ur vest­ur þegar skól­inn lokaði um miðja önn vegna sam­komutak­mark­ana. Ég byrjaði aft­ur í nám­inu ári seinna og á núna bara eitt ár eft­ir,“ seg­ir hún.

„Það voru mjög blendn­ar til­finn­ing­ar að flytja suður. Ég var nýorðin 18 og var að byrja í LHÍ. Mennta­skól­inn var bara þrjú ár og ég hefði gjarn­an viljað vera þar eitt ár í viðbót. Á sama tíma var ég spennt að byrja í nýju námi og kynn­ast nýju fólki. Það er margt sem ég sakna við að búa heima á Suður­eyri en þessa dag­ana, í sum­ar­blíðunni, sakna ég þess mest að vera með garð. Nú bý ég í miðbæn­um og þar er eng­an garð að finna. Bara þokka­lega viðbjóðslegt port sem við vilj­um eyða sem minnst­um tíma í. En ég finn það að hug­ur­inn leit­ar heim og ég er búin að lofa fólk­inu heima að ég „skili mér aft­ur“ þegar ég er búin með námið. Ég hlakka mikið til þess dags!“

Hvorki raf­magn né hiti

„Það er svo klisju­kennt að segja það, en klisja er klisja af góðri og gildri ástæðu. En það er auðvitað nátt­úr­an sem heill­ar hvað mest við svæðið. Fyr­ir mér er það samt líka fólkið. Ég fer heim til að hitta mömmu og pabba, ömm­ur mín­ar og afa, frænd­fólk og vini, það er þetta tvennt sem ég sakna mest,“ seg­ir Katla Vig­dís.

Hún seg­ir sumr­in fyr­ir vest­an draumi lík­ust. „Sum­arið á Vest­fjörðum er besta sum­arið. Ég er í fyrsta skipti í ár ekki fyr­ir vest­an allt sum­arið og ég sakna þess al­veg rosa­lega að vera heima. Stemn­ing­in er allt öðru­vísi en um vet­ur. Brott­flutt­ir Vest­f­irðing­ar leggja leið sína í heimaþorpið, krakk­ar hlaupa um göt­urn­ar langt fram á kvöld, garðpartí og og báts­ferðir með harmonikku í blanka­logni og kvöld­sól­inni. Það er best. Á kvöld­in er eig­in­lega nauðsyn­legt að fara einn göngu­túr út fyr­ir þorpið (Suður­eyri) og labba út í Staðar­dal. Það er ofboðslega fal­leg göngu­leið þangað og þegar sól­in er far­in af bæn­um skín hún tölu­vert leng­ur á strönd­inni þar. Ég fer mjög oft þangað til að draga í mig nátt­úr­una. Ég tek góð heyrn­ar­tól með, hlusta á góða mús­ík og geng í átt að sól­inni! Klár­lega fal­in perla sem ekki marg­ir vita um. Þar er búið að reisa litla ver­búð í göml­um stíl sem er gam­an að kíkja inn í.“

Áttu þér upp­á­haldsstað á Vest­fjörðum?

„Upp­á­haldsstaður­inn minn á Vest­fjörðum, fyr­ir utan strönd­ina í Staðar­dal, er klár­lega Fljóta­vík­in. Það er upp­á­haldsstaður­inn minn í heim­in­um held ég barasta. Föðurafi minn fædd­ist þar og bjó í örfá ár með fjöl­skyldu sinni. Hann og amma byggðu síðan lít­inn sum­ar­bú­stað löngu seinna sem þau heim­sækja á hverju sumri. Þangað kemst maður bara með bát eða á lít­illi flug­vél. Þar er ekk­ert raf­magn og eng­inn hiti, ekk­ert síma- eða net­sam­band. Við stytt­um okk­ur stund­ir með spil­um, lestri og göng­um um svæðið. Þá verður maður að glugga eitt­hvað í Horn­strend­inga­bæk­urn­ar og jafn­vel lesa upp nokkr­ar drauga­sög­ur af svæðinu. Í Fljóta­vík líður mér best og kveð ég vík­ina með mikl­um trega á ári hverju.“

Full­kom­in dýpt á Suður­eyri

Hvaða sund­laug mæl­ir þú með?

„Ég hugsa að ég verði rek­in úr Súg­f­irðinga­fé­lag­inu ef ég nefni ekki sund­laug­ina á Suður­eyri sem bestu sund­laug Vest­fjarða. Hún er mjög huggu­leg með tveim­ur pott­um og 16 metra laug. Það besta við sund­laug­ina er samt barna­laug­in sem er hið full­komna millistig milli heits potts og stóru laug­ar­inn­ar. Hit­inn: ekki of heitt, ekki of kalt: full­komið. Dýpt­in er líka full­kom­in, barna­laug­ar eiga það nefni­lega til að vera allt of grunn­ar og maður að krókna úr kulda þar sem að um það bil 15% af lík­am­an­um kemst fyr­ir í laug­inni. Barna­laug­in á Suður­eyri er snilld og sund­laug­ar lands­ins mættu horfa til henn­ar þegar á að fara að grafa einn sullupoll­inn í viðbót. Síðan má vera með kaffi og ís í laug­inni. Gor­djöss!“

Af hverju má fólk alls ekki missa þegar það ferðast um Vest­f­irði í sum­ar?

„Það eru alls kon­ar viðburðir fyr­ir vest­an í sum­ar sem vert er að skoða. En ég held að ég verði að mæla með ein­leikja­hátíðinni Act Alone sem er hald­in á Suður­eyri ár hvert, helg­ina eft­ir versló. Þá er frítt inn á alla viðburði en á hátíðinni er hægt að finna tónlist, ein­leiki, dans­sýn­ing­ar og ljóðal­est­ur svo eitt­hvað sé nefnt. Barna­sýn­ing­ar yfir dag­inn og tón­leik­ar að kvöld­lagi. Eitt­hvað fyr­ir alla og ótrú­lega góð og skemmti­leg stemn­ing sem mynd­ast í þorp­inu þar sem bæj­ar­bú­ar og aðrir gest­ir flakka milli sýn­ing­arstaða til að ná öll­um sýn­ing­um og njóta sem best.“

Hvað ætl­ar þú að gera í sum­ar?

„Ég er að vinna á leik­skóla í Reykja­vík út júní en þegar hann lok­ar ætla ég að skella mér aðeins í sól­ina í út­lönd­um og síðan bein­ustu leið heim á Suður­eyri. Ætl­un­in er síðan að kíkja í Fljóta­vík og vera þar eins lengi og ég get! Inn á milli ætla ég að: tana á Aust­ur­velli, spila kubb á Klambra­túni, gista í tjaldi, fara á sveita­ball, fara á kaj­ak, drekka svalandi drykk, ganga upp á fjall, fara í sjó­ferð á bátn­um hans afa, fara í partí og hitta góða vini og fjöl­skyldu.“

mbl.is