Hóta dagsektum upp á 13 milljónir króna

Instagram | 17. júlí 2023

Hóta dagsektum upp á 13 milljónir króna

Norska persónuverndarstofnunin hefur bannað Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, að nýta persónuupplýsingar neytenda fyrir persónumiðaðar auglýsingar.

Hóta dagsektum upp á 13 milljónir króna

Instagram | 17. júlí 2023

Meta hyggst skoða kröfur norsku persónuverndarstofnuninnar.
Meta hyggst skoða kröfur norsku persónuverndarstofnuninnar. AFP/Lionel Bonaventure

Norska per­sónu­vernd­ar­stofn­un­in hef­ur bannað Meta, móður­fyr­ir­tæki Face­book og In­sta­gram, að nýta per­sónu­upp­lýs­ing­ar neyt­enda fyr­ir per­sónumiðaðar aug­lýs­ing­ar.

Norska per­sónu­vernd­ar­stofn­un­in hef­ur bannað Meta, móður­fyr­ir­tæki Face­book og In­sta­gram, að nýta per­sónu­upp­lýs­ing­ar neyt­enda fyr­ir per­sónumiðaðar aug­lýs­ing­ar.

Ef Meta verður ekki við fyr­ir­mæl­um stofn­un­ar­inn­ar hyggst hún leggja dag­leg­ar sekt­ir á fyr­ir­tækið sem nema 100 þúsund banda­ríkja­döl­um, eða um 13 millj­ón­um ís­lenskra króna.

Grannt er fylgst með viðskipta­hátt­um banda­rískra stór­fyr­ir­tækja um gerv­alla Evr­ópu vegna áhyggja um meðferð per­sónu­upp­lýs­inga. Hafa stjórn­völd víða gripið til út­gáfu sekta í von um að vernda friðhelgi einka­lífs al­menn­ings.

Telja viðskipta­hætt­ina ólög­lega

„Norska per­sónu­vernd­ar­stofn­un­in tel­ur að viðskipta­hætt­ir Meta séu ólög­leg­ir og ætl­ar því að setja tíma­bundið bann á per­sónumiðaðar aug­lýs­ing­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni.

Sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um stofn­un­ar­inn­ar á bannið að hefjast 4. ág­úst og vara þrjá mánuði. Á það að gefa Meta tíma til að grípa til nauðsyn­legra ráðstaf­ana.

Matt­hew Poll­ard, talsmaður Meta, sagði að fyr­ir­tækið ætlaði að skoða kröf­ur stofn­un­ar­inn­ar en að ekki yrði gripið til aðgerða strax.

mbl.is