Aðdáendur Kaling ósáttir við þyngdartapið

Lífsstílsbreyting | 21. júlí 2023

Aðdáendur Kaling ósáttir við þyngdartapið

Leikkonan Mindy Kaling hefur verið opinská um þyngdartap sitt undanfarin ár en finnst lítt spennandi að ræða um líkamsástand sitt á rauða dreglinum og í fjölmiðlum.

Aðdáendur Kaling ósáttir við þyngdartapið

Lífsstílsbreyting | 21. júlí 2023

Margir aðdáendur leikkonunnar eru ósáttir við þyngdartap hennar.
Margir aðdáendur leikkonunnar eru ósáttir við þyngdartap hennar. AMY SUSSMAN

Leik­kon­an Min­dy Kaling hef­ur verið op­in­ská um þyngd­artap sitt und­an­far­in ár en finnst lítt spenn­andi að ræða um lík­ams­ástand sitt á rauða dregl­in­um og í fjöl­miðlum.

Leik­kon­an Min­dy Kaling hef­ur verið op­in­ská um þyngd­artap sitt und­an­far­in ár en finnst lítt spenn­andi að ræða um lík­ams­ástand sitt á rauða dregl­in­um og í fjöl­miðlum.

„Það er ekki mjög spenn­andi fyr­ir mig að tala um lík­ama minn,“ sagði Kaling, sem er 44 ára, í viðtali við tíma­ritið Allure á dög­un­um.

Tíma­ritið bað leik­kon­una um að svara nokkr­um at­huga­semd­um aðdá­enda sinna, sem sögðu sig hafa misst einn af tals­mönn­um um lík­ams­virðingu í Hollywood, eft­ir að leik­kon­an breytti um lífstíl og létt­ist í fram­haldi um 20 kíló.

„Ég er bara að reyna að vera heil­brigð og til staðar fyr­ir börn­in mín,“ sagði Kaling, sem er móðir tveggja ungra barna. „Það er mjög erfitt fyr­ir mig þar sem ég vil helst sitja fyr­ir fram­an sjón­varpið og borða fyllt­ar osta­steik­ur,“ hélt hún áfram.

Aðdá­end­ur stjörn­unn­ar höfðu marg­ir hverj­ir áhyggj­ur af því að hún væri far­in að taka syk­ur­sýk­is­lyfið Ozempic, eins og marg­ir stjörn­ur í Hollywood hafa verið ásakaðar um, en Kaling sagðist hafa farið gömlu góðu leiðina, hreint mataræði og lík­ams­rækt.

mbl.is