Bakað kemur í stað Joe & the Juice

Veitingastaðir | 25. júlí 2023

Bakað kemur í stað Joe & the Juice

Kaffihúsið Bakað opnaði í síðustu viku á innritunarsvæðinu á 1. hæð Keflavíkurflugvallar, þar sem kaffihúsið Joe & the Juice var áður. Tilkynnt var um lokun Loksins og Joe í Leifsstöð í lok marsmánaðar.

Bakað kemur í stað Joe & the Juice

Veitingastaðir | 25. júlí 2023

Bakað hefur verið opnað á innritunarsvæði Keflavíkurflugvallar.
Bakað hefur verið opnað á innritunarsvæði Keflavíkurflugvallar. Ljósmynd/Isavia

Kaffi­húsið Bakað opnaði í síðustu viku á inn­rit­un­ar­svæðinu á 1. hæð Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, þar sem kaffi­húsið Joe & the Juice var áður. Til­kynnt var um lok­un Loks­ins og Joe í Leifs­stöð í lok mars­mánaðar.

Kaffi­húsið Bakað opnaði í síðustu viku á inn­rit­un­ar­svæðinu á 1. hæð Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, þar sem kaffi­húsið Joe & the Juice var áður. Til­kynnt var um lok­un Loks­ins og Joe í Leifs­stöð í lok mars­mánaðar.

Hjá Bakað er boðið upp á bakk­elsi, nýbakað brauð og pizz­ur, heilsu­sam­lega safa, salöt og kaffi frá Te & kaffi. 

Lögð verður áhersla á ein­falda rétti, ferskt brauðmeti og pizz­ur að því er haft er eft­ir Ágústi Einþórs­syni, bak­ara og hug­mynda­smið að vöru­fram­boði Bakað, í frétta­til­kynn­ingu frá Isa­via.

Síðara kaffi­hús Bakað verður opnað síðar á ár­inu inni í versl­un­ar- og veit­inga­rými Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Ljós­mynd/​Isa­via
Ljós­mynd/​Isa­via

„Góð viðbót í veit­inga­flóru flug­vall­ar­ins“

„Eft­ir því sem farþegum fjölg­ar verða þarf­irn­ar fjöl­breytt­ari og því er Bakað al­veg ein­stak­lega góð viðbót í veit­inga­flóru flug­vall­ar­ins. Við erum stöðugt að vinna að því að bæta upp­lif­un farþega og þjón­ustu við þá og með Bakað fjölg­ar sann­ar­lega val­mögu­leik­um þeirra,“ er í til­kynn­ingu haft eft­ir Gunn­hildi Erlu Vil­bergs­dótt­ur, deild­ar­stjóra versl­un­ar og veit­inga á Kefla­vík­ur­flug­velli.

HAF Studio sem sér um hönn­un staðanna tveggja und­an­far­in ár komið að hönn­un fjöl­margra veit­ingastaða og mat­halla. 

mbl.is