Betri veiði en erfiðar markaðsaðstæður

Makrílveiðar | 28. júlí 2023

Betri veiði en erfiðar markaðsaðstæður

Íslensku uppsjávarskipunum hefur tekist að landa rétt tæplega 50 þúsund tonnum af þeim 143 þúsund tonnum sem heimildir eru fyrir. Í upphafi vertíðar sóttu skip makríl í Smuguna en færðu í kjölfarið veiðar inn í íslenska lögsögu og er makríllinn sagður stór.

Betri veiði en erfiðar markaðsaðstæður

Makrílveiðar | 28. júlí 2023

Línu skotið yfir í Svan RE af Víkingi AK á …
Línu skotið yfir í Svan RE af Víkingi AK á miðunum austur af landinu. Veiðin hefur lang mest farið fram í íslenskri lögsögu. mbl.is/Börkur Kjartansson

Íslensku uppsjávarskipunum hefur tekist að landa rétt tæplega 50 þúsund tonnum af þeim 143 þúsund tonnum sem heimildir eru fyrir. Í upphafi vertíðar sóttu skip makríl í Smuguna en færðu í kjölfarið veiðar inn í íslenska lögsögu og er makríllinn sagður stór.

Íslensku uppsjávarskipunum hefur tekist að landa rétt tæplega 50 þúsund tonnum af þeim 143 þúsund tonnum sem heimildir eru fyrir. Í upphafi vertíðar sóttu skip makríl í Smuguna en færðu í kjölfarið veiðar inn í íslenska lögsögu og er makríllinn sagður stór.

„Veiðin er búin að vera betri en undanfarin tvö ár að öllu leyti. Miklu styttra að fara á miðin, núna um hálfur sólarhringur í stað tveggja eins og var og jafnvel meira stundum. Þetta er algjör veisla fyrir okkur. Þetta þýðir að makríllinn sem við veiðum er ferskari og að stærra hlutfall af aflanum er í góðu ástandi, þó að hann sé veikastur á þessum árstíma,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í Morgunblaðinu í dag.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Spurður hvert útlitið sé á mörkuðum svarar hann: „Það er frekar þungt, ég held það séu einhverjar birgðir óseldar síðan í fyrra. Það er engin rífandi eftirspurn.“ Bendir hann á að verðbólga hafi áhrif á kaupgetu fólks um heim allan auk þess sem gengi gjaldmiðla á mikilvægum mörkuðum, eins og japanska jenið, hafi veikst verulega gagnvart bandaríkjadal, en afurðirnar eru seldar í bandaríkjadölum. „Egyptaland og Nígería voru stórir markaðir en gengi þeirra mynta hefur fallið það mikið að fólk hefur ekki efni á þessu. Svo er auðvitað stríð í Austur-Evrópu sem er stór markaður.“

Mikill kostur þykir að fiskurinn fáist í verulegu magni í íslenskri lögsögu þar sem veiðar þar renni stoðum undir tilkall Íslands til hlutdeildar í makrílveiðunum. Hafa íslensk stjórnvöld krafist 16,4% hlutar, en engir samningar hafa náðst milli strandríkjanna um tilhögun veiðanna.

Strandríkin gefa því út kvóta sjálfstætt sem hlutfall af hámarksafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til hverju sinni. Samanlagt eru því gefnar út heimildir langt umfram ráðgjöf vísindamanna.

mbl.is