Funda um stöðuna eftir verslunarmannahelgi

Askja | 2. ágúst 2023

Funda um stöðuna eftir verslunarmannahelgi

„Við fylgjumst vel með stöðunni og gerum okkar allra besta til að grípa til þeirra aðgerða sem þykja réttar og nauðsynlegar hverju sinni.“

Funda um stöðuna eftir verslunarmannahelgi

Askja | 2. ágúst 2023

Mikið landris hefur mælst við eldstöðina Öskju.
Mikið landris hefur mælst við eldstöðina Öskju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við fylgj­umst vel með stöðunni og ger­um okk­ar allra besta til að grípa til þeirra aðgerða sem þykja rétt­ar og nauðsyn­leg­ar hverju sinni.“

„Við fylgj­umst vel með stöðunni og ger­um okk­ar allra besta til að grípa til þeirra aðgerða sem þykja rétt­ar og nauðsyn­leg­ar hverju sinni.“

Þetta seg­ir Sól­berg Svan­ur Bjarna­son, deild­ar­stjóri al­manna­varna, um stöðu mála við eld­stöðina Öskju.

Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur sagði við mbl.is í gær að yf­ir­völd ættu að loka svæðinu í kring­um Öskju áður en það yrði of seint og vísaði til þess að mikið landris hef­ur mælst við eld­stöðina. „Það gæti orðið kat­ast­rófa ef það kæmi gos núna,“ sagði Þor­vald­ur.

Óvissu­stig al­manna­varna í gildi

Innt­ur eft­ir viðbrögðum við um­mæl­um Þor­valds seg­ir Sól­berg:

„Staðan á þessu svæði er þannig að í kjöl­far þess að mæli­tæki í Öskjunni sjálfri fóru að sýna landris þá var lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í sept­em­ber 2021 og það er enn í gildi. Þess­ar jarðhrær­ing­ar og landris á svæðinu hafa staðið yfir í nokk­ur ár og virðast hafa verið stöðug á þeim tíma og litl­ar aðrar merkj­an­leg­ar breyt­ing­ar orðið á sama tíma.

Þannig að kjarn­inn er kannski að það er ómögu­legt að segja ná­kvæm­lega til um hvað kann að verða svo að það er brýnt að fylgj­ast vel með stöðu og þróun mála.“

Hann bend­ir á að lög­reglu­stjór­inn á Norður­landi eystra fari með ákvörðun­ar­vald um lok­un eða tak­mörk­un al­menn­ings og ferðamanna í sínu um­dæmi og fylg­ist vel með þró­un­inni við Öskju.

Sólberg Svanur Bjarnason, deildarstjóri almannavarna.
Sól­berg Svan­ur Bjarna­son, deild­ar­stjóri al­manna­varna. Ljós­mynd/​Al­manna­varn­ir

Síðasti fund­ur hald­inn fyr­ir byrj­un sum­ars

„Við erum í góðu sam­starfi við lög­reglu­stjór­ann á Norður­landi eystra og aðra viðbragðsaðila og hagaðila. Við höf­um fundað reglu­lega með þeim vegna Öskju og næsti fund­ur í þeirri fundaröð verður eft­ir versl­un­ar­manna­helgi.“

Síðasti sam­ráðsfund­ur um stöðu mála við Öskju var hald­inn fyr­ir sum­ar­byrj­un, að sögn Sól­bergs.

Á fund­in­um voru meðal ann­ars full­trú­ar al­manna­varna­deild­ar og lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra auk annarra sér­fræðinga.

Skilti og aðvar­an­ir á ferðaleiðum

„Veður­stof­an sinn­ir áfram sínu hlut­verki og fylg­ist vel með stöðu og þróun mála og mun vara við þeirri hættu sem kann að vera yf­ir­vof­andi og því tengt hef­ur Veður­stof­an átt mjög gott sam­starf og upp­lýs­inga­skipti við viðbragðsaðila,“ seg­ir Sól­berg.

Tel­ur þú að fólk sem fer á svæðið sé upp­lýst um áhætt­urn­ar?

„Ég vona að svo sé og það er viðleitni okk­ar viðbragðsaðila að haga því þannig til. Al­manna­varn­ir og lög­reglu­stjór­inn á Norður­landi eystra hafa nú þegar komið því í ferli að sett verði upp skilti og aðvar­an­ir á ferðaleiðum og það eru skilti sem snúa þá sér­stak­lega að þess­um jarðhrær­ing­um og þeirri hættu sem af því kann að leiða og leiðbein­ing­um um hvernig bregðast eigi við.“

mbl.is