Eskifjörður á fastan sess í hjartanu

Ferðumst innanlands | 4. ágúst 2023

Eskifjörður á fastan sess í hjartanu

Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og útvarpsstjarnan Ragga Holm nýtur þess að ferðast um landið og er hún einmitt nýkomin heim úr vikuferð þar sem hún ferðaðist um Austfirði.

Eskifjörður á fastan sess í hjartanu

Ferðumst innanlands | 4. ágúst 2023

Ragga Holm stoppar yfirleitt í Reynisfjöru á leiðinni til og …
Ragga Holm stoppar yfirleitt í Reynisfjöru á leiðinni til og frá Austfjörðum.

Tón­list­ar­kon­an, plötu­snúður­inn og út­varps­stjarn­an Ragga Holm nýt­ur þess að ferðast um landið og er hún ein­mitt ný­kom­in heim úr viku­ferð þar sem hún ferðaðist um Aust­f­irði.

Tón­list­ar­kon­an, plötu­snúður­inn og út­varps­stjarn­an Ragga Holm nýt­ur þess að ferðast um landið og er hún ein­mitt ný­kom­in heim úr viku­ferð þar sem hún ferðaðist um Aust­f­irði.

Upp­á­haldsstaður­inn á Íslandi á sumr­in og hvers vegna?

Ég elska að fara til Eskifjarðar. Stór part­ur af fjöl­skyldu kær­ust­unn­ar býr þar og það er svona heil­ag­ur staður fyr­ir mig til þess að hvílast og njóta. Við vor­um ekk­ert svo heppn­ar með veður í ár, rétt misst­um af blíðunni fyr­ir aust­an en það breyt­ir engu, alltaf huggu­legt að vera þarna í kyrrðinni. Svo ef fólk vill krútta yfir sig þá er alltaf lít­ill rebbi á Mjó­eyri sem er þarna á Eskif­irði.

Ragga hitti þennan krúttlega yrðling í sumar á Mjóeyri, rétt …
Ragga hitti þenn­an krútt­lega yrðling í sum­ar á Mjó­eyri, rétt fyr­ir utan Eskifjörð.

Nú tek­ur dágóðan tíma að keyra úr höfuðborg­inni aust­ur á firði. Ertu með ein­hver ráð til að gera akst­ur­inn skemmti­legri?

Gott hlaðvarp og góð tónlist til skipt­is. Skipt­ast á að keyra og detta á trúnó með eitt­hvað gott til að narta í. Ég keyrði í 8 tíma um dag­inn og þessi formúla svín­virkaði.

Ragga kann að meta leynigjána í Mývatnssveit en vill að …
Ragga kann að meta leynigjána í Mý­vatns­sveit en vill að sjálf­sögðu ekk­ert gefa upp um staðsetn­ing­una.

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið inn­an­lands?

Ég hugsa að það hafi verið fyrsti hring­ur­inn sem ég keyrði með kær­ust­unni þegar átakið „ferðumst inn­an­lands“ var i gangi. Við vor­um ótrú­lega dug­leg­ar að droppa á ýms­um stöðum og skoða svona þessa hluti sem maður hef­ur ekki séð áður! Þá skoðaði eg Aust­ur­landið og firðina vel.

Röggu finnst snjóflóðavarnirnar á Neskaupsstað einstaklega tilkomumiklar.
Röggu finnst snjóflóðavarn­irn­ar á Nes­kaupsstað ein­stak­lega til­komu­mikl­ar.

Þú get­ur deilt þínu ferðalagi

Lang­ar þig að deila þínu ferðalagi inn­an­lands með land­an­um?

Ferðavef­ur mbl.is efn­ir til ljós­mynda­keppni þar sem les­end­ur eru hvatt­ir til að senda inn sín­ar bestu ljós­mynd­ir úr ferðalag­inu eða úti­leg­unni. Í verðlaun eru veg­leg­ir vinn­ing­ar frá Fjalla­kof­an­um að verðmæti 200 þúsund króna sem ættu að hitta beint í mark hjá ferðalöng­um á öll­um aldri.

Ljós­mynda­keppn­in mun standa yfir í tvær vik­ur og lýk­ur hinn 10. ág­úst næst­kom­andi. Til að skera úr um bestu mynd­irn­ar mun dóm­nefnd mbl.is velja fimm bestu mynd­irn­ar og hljóta sig­ur­veg­ar­arn­ir frá­bær verðlaun. 

Það er ein­falt að taka þátt og eru les­end­ur hvatt­ir til að senda inn flott­ustu ferðamynd­ir sín­ar HÉR, en þar má einnig nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um keppn­ina, leiðbein­ing­ar og vinn­inga.

mbl.is