Paradís á Norðurlandi í anda Disney

Ferðumst innanlands | 5. ágúst 2023

Paradís á Norðurlandi í anda Disney

Júlíus Freyr Theódórsson er leiðsögumaður hjá Adventures By Disney á Íslandi. Júlíus fær að vinna við það sem honum finnst skemmtilegast og segir hann að Norðurland standi iðulega upp úr hjá sínu fólki.

Paradís á Norðurlandi í anda Disney

Ferðumst innanlands | 5. ágúst 2023

Júlíus er duglegur að bregða á leik á ferðum sínum.
Júlíus er duglegur að bregða á leik á ferðum sínum.

Júlí­us Freyr Theó­dórs­son er leiðsögumaður hjá Advent­ur­es By Disney á Íslandi. Júlí­us fær að vinna við það sem hon­um finnst skemmti­leg­ast og seg­ir hann að Norður­land standi iðulega upp úr hjá sínu fólki.

Júlí­us Freyr Theó­dórs­son er leiðsögumaður hjá Advent­ur­es By Disney á Íslandi. Júlí­us fær að vinna við það sem hon­um finnst skemmti­leg­ast og seg­ir hann að Norður­land standi iðulega upp úr hjá sínu fólki.

Júlí­us lýs­ir hlut­verki leiðsögu­manns í Disney-ferðum sem nán­ast sól­ar­hrings­starfi og tek­ur hann þátt í öll­um æv­in­týr­um gesta sinna. „Þetta eru marg­ar kyn­slóðir sem ferðast sam­an, börn og ömm­ur og afar. Þau kaupa ferðina í gegn­um Disney og hér erum við og tök­um á móti þeim. Við sýn­um þeim landið okk­ar, kynn­um þeim sög­una og höf­um gam­an. Við tök­um þetta svona skref­inu lengra, við tök­um all­ar mynd­ir af fólki og sjá­um um þau frá A til Ö, lyft­um af þeim öll­um áhyggj­um í líf­inu,“ seg­ir Júlí­us.

Þegar blaðamaður náði á Júlí­usi var hann stadd­ur á Húsa­vík þar sem fólkið hans fékk að spóka sig í góða veðrinu. Hóp­ur­inn var þá ný­bú­inn að skoða Goðafoss og Grenjaðarstað í sól­inni, enda alltaf sól fyr­ir norðan að sögn Júlí­us­ar.

Allt á Norður­landi er betra

Hvað ger­ir maður í Disney-ferð á Norður­landi?

„Þegar þú ert bú­inn að hreinsa upp alla afþrey­ing­ar­mögu­leika á Suður­landi þá för­um við nátt­úr­lega norður og verj­um helm­ingn­um af ferðinni þar. Eins og við öll vit­um þá er það vís­inda­lega sannað að allt á Norður­landi er þris­var sinn­um betra en það sem er fyr­ir sunn­an eins og ég kynni vel fyr­ir mín­um gest­um. Við byrj­um á að fara á Hauga­nes í hvala­skoðun sem er ótrú­leg upp­lif­un. Við borðum á Baccalá Bar og fylgj­um þeim eig­anda svo eft­ir yfir í Ekta­fisk og för­um í gegn­um hvernig við búum til fisk, hvað við ger­um, hvernig við flök­um hann. Ger­um grín og höf­um gam­an. Við för­um í pott­ana og við hopp­um í sjó­inn til að sýna fólki að þetta sé nú lítið mál, þetta sé ekk­ert kalt, bara hress­andi. Við ger­um allt með fólk­inu, fólk er aldrei á eig­in veg­um nema klukku­tíma hér og þar,“ seg­ir Júlí­us.

Dag­inn eft­ir viðtalið var Júlí­us á leið í Mý­vatns­sveit en þar líður hon­um alltaf vel. „Við erum yf­ir­leitt það hepp­in að jóla­svein­arn­ir koma að hitta okk­ur. Þeir koma og tala við okk­ur sér­stak­lega. Við för­um á fugla­safnið og köf­um í sög­una, höf­um gam­an og njót­um þess að vera til. Svo för­um við í flúðasigl­ing­ar vest­ur í Jök­ulsá, njót­um alls þess besta sem Norður­land hef­ur upp á að bjóða.“

Júlíus elskar að komast út á sjó.
Júlí­us elsk­ar að kom­ast út á sjó.

Fátt topp­ar hvala­skoðun

Ef Júlí­us væri á eig­in veg­um með konu og þrem­ur börn­um myndi hann gera það ná­kvæm­lega sama. Einn stærsti kost­ur­inn við starfið er að hann fær að gera það sem hon­um finnst skemmti­leg­ast á laun­um.

„Þetta er ná­kvæm­lega það sama og ég geri með minni fjöl­skyldu. Við för­um út um allt, við för­um í hvala­skoðun. Það er nokkuð sem Íslend­ing­ar ættu raun­veru­lega að kynna sér. Áður en ég byrjaði í þessu starfi fannst mér hvala­skoðun al­gjör­lega glóru­laus. En ég er svo full­kom­lega heillaður af því að vera í hvala­skoðun, ég er eins og fimm ára krakki. Ég þarf að vara viðskipta­vini mína við áður en ég fer með þeim út á sjó því ég stend uppi á brú og orga á þau ef við sjá­um eitt­hvað. Ég skríki og hlæ, ég missi raun­veru­leika­til­finn­ingu þegar ég er kom­inn út á sjó, þetta er svo gam­an og fólk trú­ir því ekki fyrr en það próf­ar, þetta ættu all­ir að gera.“

Lá beint við að ger­ast leiðsögumaður?

„Þetta lá ekki beint við, þetta blundaði alltaf í mér. Þetta byrjaði með ömmu og afa á Vopnafirði af því að þau voru í Ferðafé­lag­inu. Sem smá­strák­ur var maður að þvæl­ast í rút­um hingað og þangað og þar ein­hvern veg­inn kviknaði bakt­erí­an. Það var helst amma mín heit­in sem kom inn hjá mér þess­ari dellu, amma las kort eins og aðrir lesa bæk­ur. Þótt hún kæmi á svæði í fyrsta skipti gat hún sagt þér nöfn­in á hverj­um tindi. Ég gleypti þetta í mig og þetta blundaði í mér en mér fannst aldrei raun­hæft að kom­ast í þetta starf. Svo bara ger­ast hlut­ir og nú hef­ur þetta verið mín aðal­vinna í rúm­lega átta ár, ég byrjaði fyrst fyr­ir 13 árum að keyra traktor í Hrís­ey með hey­vagn aft­an í að segja sög­ur,“ seg­ir Júlí­us.

Júlíus mælir með pottunum á Hauganesi.
Júlí­us mæl­ir með pott­un­um á Hauga­nesi.

Nærðu að hitta fjöl­skyld­una þína?

„Jú, ég hitti þau í Covid, þetta er fín­asta fólk,“ seg­ir Júlí­us létt­ur í bragði. „Árið fyr­ir Covid var ég tvö hundruð næt­ur á hót­eli. Við hlæj­um svo­lítið að því heima að þegar ég og frú­in vor­um að hefja okk­ar bú­skap þá kom ekki til greina að ég færi á sjó. Ég er minna heima en ef ég væri á sjó en þá er bara að nýta tím­ann þegar maður kem­ur heim.“

Júlí­us mæl­ir með að fara í hvala­skoðun á Hauga­nesi í sum­ar og verja öll­um deg­in­um þar. „Ég mæli heils­hug­ar með Hauga­nesi af því að þar er hægt að gera svo margt skemmti­legt. Þar hef­urðu pott­ana í fjör­unni og sand­fjöru sem krakk­arn­ir geta buslað í, þeir geta vaðið lang­ar leiðir út, fjar­an snýr í suður, fjór­ir fimm heit­ir pott­ar, þetta er al­gjör para­dís. Svo skokk­arðu yfir á veit­ingastaðinn og ferð í hvala­skoðun,“ seg­ir Júlí­us.

Það þurfa all­ir að gera sér ferð í Mý­vatns­sveit­ina að mati Júlí­us­ar, þangað er ekki hægt að koma of oft. „Farið í Dimmu­borg­ir, njótið þess sem þær hafa upp á að bjóða. Segið sög­una, finnið jóla­sveina­hell­inn, hann er al­gjör­lega frá­bær, það er hægt að laum­ast þangað, ef þið eruð hepp­in finnið þið jóla­sveina eða um­merki um þá,“ seg­ir Júlí­us.

Grenjaðarstaður - byggðasafn - Aðaldalur - Þingeyjarsveit - Norðurland
Grenjaðarstaður - byggðasafn - Aðaldal­ur - Þing­eyj­ar­sveit - Norður­land mbl.is/​Sig­urður Bogi

Gamli tím­inn heill­ar

Hvað stend­ur upp úr?

„Það sem skor­ar hæst hjá okk­ur er Norður­landið,“ seg­ir Júlí­us þegar hann er spurður að lok­um hvað fólk er ánægðast með. „Við erum búin að fara á jök­ul, við erum búin að fara Gullna hring­inn, við erum búin að fara á hest­bak, við erum búin að fara á flúðasigl­ingu, við erum búin að fara í Bláa lónið og það sem stend­ur upp úr er þetta augna­blik þegar þau labba inn í Grenjaðarstað og við segj­um þeim hvernig var að búa hérna. Þau verða svo heilluð af þess­ari teng­ingu. Þetta teng­ist svo nátt­úr­unni. Allt í einu tengja þau; af hverju sjá­um við eng­ar forn­minj­ar? Hvað er í gangi? Allt í einu sjá þau þetta ljós­lif­andi. Þau tengj­ast svo Íslandi á ann­an hátt þegar við erum búin að fara með þau í gegn­um torf­bæ­inn og segja þeim hvernig þetta var. En ég er nátt­úr­lega ekki eðli­leg­ur, ég er með tattú af torf­bæ á hægri hend­inni og af sauðkind­inni á hinni en það er nú annað,“ seg­ir Júlí­us.

Fiskurinn á Baccalá Bar er ferskur og góður.
Fisk­ur­inn á Baccalá Bar er fersk­ur og góður.

Júlí­us mæl­ir með:

Útisturt­an á leiðinni upp í Kröflu
– al­veg geggjað!

Fisk­ur og fransk­ar á Baccalá Bar,
ger­ist ekki fersk­ara

Veit­inga­húsið Voga­fjós í Mý­vatns­sveit þar sem hægt er að horfa á kýrn­ar í gegn­um gler

Sel­hót­el Mý­vatn sem býður upp á góðar pítsur í fal­legu um­hverfi

Ásbyrgi

Detti­foss

Heim­skauta­gerðið Langa­nesi

Skaga­fjörður

Að keyra fyr­ir Skaga

Hvammstangi – al­veg feiki­lega fal­leg­ur staður

mbl.is