Kynlöngun er hornsteinn kynlífsins

Samskipti kynjanna | 11. ágúst 2023

Kynlöngun er hornsteinn kynlífsins

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur er höfundur bókarinnar Lífið er kynlíf sem kom út í vikunni. Í einum kafla bókarinnar fjallar kemur fram að kynlíf sé ekki grunnþörf og enginn hafi beinlínis dáið af því að stunda ekki kynlíf. Hér fyrir neðan má lesa einn kafla úr bókinni: 

Kynlöngun er hornsteinn kynlífsins

Samskipti kynjanna | 11. ágúst 2023

Áslaug Kristjánsdóttir segir að töfralausnir virki ekki þegar kemur að …
Áslaug Kristjánsdóttir segir að töfralausnir virki ekki þegar kemur að kynlífi. Ljósmynd/Samsett

Áslaug Kristjáns­dótt­ir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf sem kom út í vik­unni. Í ein­um kafla bók­ar­inn­ar fjall­ar kem­ur fram að kyn­líf sé ekki grunnþörf og eng­inn hafi bein­lín­is dáið af því að stunda ekki kyn­líf. Hér fyr­ir neðan má lesa einn kafla úr bók­inni: 

Áslaug Kristjáns­dótt­ir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf sem kom út í vik­unni. Í ein­um kafla bók­ar­inn­ar fjall­ar kem­ur fram að kyn­líf sé ekki grunnþörf og eng­inn hafi bein­lín­is dáið af því að stunda ekki kyn­líf. Hér fyr­ir neðan má lesa einn kafla úr bók­inni: 

Ótrú­legt en satt! Kyn­líf er ekki grunnþörf!

Hug­mynd­in um að kyn­löng­un sé stöðugt fyr­ir­brigði eða grunnþörf er ekki aðeins úr­elt held­ur einnig veru­lega skaðleg kyn­heil­brigði. Hún er í raun ein af stóru hindr­un­un­um fyr­ir því að kyn­líf dafni í lang­tíma­sam­bönd­um. Það er eng­inn fót­ur fyr­ir henni, jafn­vel þótt okk­ur líði stund­um eins og svo sé. Ef þessi hug­mynd ætti sér stoð í veru­leik­an­um myndi starf kyn­fræðinga snú­ast um að reyna beisla nátt­úr­una eða breyta hinu óbreyt­an­lega og þar mega þeir sín lít­ils. Það er nefni­lega staðreynd að eng­inn hef­ur bein­lín­is dáið af því að stunda ekki kyn­líf. Grunnþarf­ir manns­ins snú­ast um það sem hann þarf til að lifa af. Við þurf­um að borða, sofa og losa okk­ur við úr­gang. Það trygg­ir að líf okk­ar haldi áfram.

Þegar fólk trú­ir því að kyn­löng­un og kyn­líf séu grunnþörf get­ur það valdið mikl­um efa og skömm. Kyn­löng­un lýt­ur öðrum líf­fræðileg­um lög­mál­um en þær grunnþarf­ir lík­am­ans sem rekn­ar eru áfram af skorti. Til dæm­is veld­ur skort­ur á mat svengd. Svengd er aðkallandi þörf sem hverf­ur ekki fyrr en borðað er. Kyn­löng­un er hins veg­ar hluti af hvata­kerfi lík­am­ans. Skort­ur á kyn­lífi dreg­ur okk­ur ekki að kyn­lífi held­ur er ein­hver hvati sem fær okk­ur til þess að langa til að stunda það. Að neita sér um mat, drykk eða svefn get­ur verið lífs­hættu­legt en það á ekki við um kyn­líf. Aft­ur á móti dreg­ur það sann­ar­lega ekk­ert úr mik­il­vægi kyn­lífs þótt það snú­ist ekki um líf og dauða.

Töfra­lausn­irn­ar sem virka ekki

Oft heyr­ist sú úr­elta hug­mynd að hægt sé að bjarga kyn­lífi með skyndi­lausn­um. Þrátt fyr­ir að tíðni og tækni sem og ást­in hjálpi til í kyn­líf­inu er ekki þar með sagt að þessi atriði stjórni því eða séu ein og sér næg til þess að kyn­löng­un kvikni eða kyn­líf verði frá­bært. Því að skyndi­lausn­irn­ar sem ýtt er und­ir eru af þess­um tvenn­um toga. Ann­ars veg­ar held­ur fólk að tíðni, tækni og stell­ing­ar skapi gott og sjálf­bært kyn­líf og hins veg­ar að kyn­líf snú­ist um nánd og ást.

Starf kyn­lífs­ráðgjafa væri lík­lega ekki til ef þess­ar skyndi­lausn­ir virkuðu. Að nóg væri að hamra á því að sam­far­ir þurfi að vara leng­ur, örva þurfi G-blett­inn, karl­menn þurfi að fá þurr­ar full­næg­ing­ar (án sáðláts), fara í stell­ing­ar sem örva sníp­inn en ekki bara leggöng­in eða hrein­lega taka inn lyf sem gull­tryggja ris eða senda fólk upp í nýj­ar hæðir. Sam­kvæmt þessu snýst kyn­líf fyrst og fremst um frammistöðu og tækni. Með því að læra tækn­ina sé hægt að tryggja frá­bært kyn­líf til fram­búðar.

Hin hug­mynd­in, að lyk­ill­inn að góðu kyn­lífi sé að elska þann sem stundað er kyn­líf með, að njóta ásta, vera sálu­fé­lag­ar, geng­ur held­ur ekki upp. Auðvitað er hjálp­legt í kyn­lífi að vera náin og elska maka sinn og meira að segja lík­legra en ekki að kyn­löng­un dafni við slík­ar aðstæður. En það er ekki nóg. Það er meira að segja al­gengt að fólk sem misst hef­ur kyn­löng­un sé í góðum sam­bönd­um, parið sé góðir vin­ir, þekk­ist vel og ást­in sé heit. Þrátt fyr­ir það er það komið í vanda með löng­un­ina í kyn­líf og leit­ar ráðgjaf­ar í vand­ræðum sín­um. Það er langt í frá að tækn­in og ást­in virki.

Rannsóknir í kynfræði hafa sýnt að kynlöngun er hornsteinn kynlífsins. …
Rann­sókn­ir í kyn­fræði hafa sýnt að kyn­löng­un er horn­steinn kyn­lífs­ins. Hún skipt­ir höfuðmáli svo af kyn­lífi verði yfir höfuð og það dafni. Char­les­delu­vio/​Unsplash

Kyn­löng­un er málið

Kyn­fræðing­ar hafa í tæpa öld rann­sakað hvað þarf í raun og veru til þess að kyn­líf verði frá­bært. Við lif­um á gull­öld upp­lýs­inga og til allr­ar ham­ingju þurf­um við því ekki leng­ur að trúa öll­um bá­bilj­un­um. Næg­ar rann­sókn­ir hafa komið fram sem leiða okk­ur í átt að góðu kyn­lífi. En því miður eru þar eng­ar skyndi­lausn­ir. Það er hins veg­ar ekki skrýtið að fólk langi til að kyn­líf sé eitt­hvað sem eng­inn skil­ur, sé töfr­um slungið og að mann­leg­ur mátt­ur fái ekki stjórnað því. Það er svo miklu þægi­legra að trúa því að töfra­duft falli hrein­lega af himn­um ofan á fólk sem valdi því að það langi í kyn­líf upp úr þurru. Hinn mögu­leik­inn er nefni­lega sá að taka ábyrgð á því að kyn­lífið sé líf­laust. Það er óþægi­legt, sér í lagi þegar fólk veit ekki hvernig blása má lífi í það. Hug­mynd­in um að hafa stjórn á hlut­un­um er flest­um erfið þegar kem­ur að kyn­lífi. Þótt fólk vilji al­mennt hafa stjórn á eig­in lífi og þoli illa óvissu vill það ekki endi­lega hafa stjórn á kyn­löng­un sinni.

Rann­sókn­ir í kyn­fræði hafa sýnt að kyn­löng­un er horn­steinn kyn­lífs­ins. Hún skipt­ir höfuðmáli svo af kyn­lífi verði yfir höfuð og það dafni. Yf­ir­leitt hverf­ur löng­un­in fyrst og það skap­ar síðan kynsvör­un­ar­vanda. Á meðan fólk trú­ir enn á að kyn­líf ger­ist af sjálfu sér, því að kyn­löng­un sé grunnþörf sem rek­in sé áfram af þörf­inni til að lifa af, eða trú­ir á lof­orð um full­komið kyn­líf sem skyndi­lausn­ir bjarga, er kyn­löng­un­in í hættu. Al­mennt hverf­ur get­an í kjöl­far þess að missa kyn­löng­un­ina. Risið bregst, leggöng blotna ekki, sam­far­ir verða sárs­auka­full­ar og eng­inn fær full­næg­ingu.

Hvernig fólk finn­ur lyk­il­inn að kyn­löng­un­inni og ekki síður ánægj­unni af kyn­líf­inu er svo viðfangs­efni bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf.

Lífið er kynlíf kom út í liðinni viku.
Lífið er kyn­líf kom út í liðinni viku.
mbl.is