Marinó varð faðir á nýársdag

Föðurhlutverkið | 13. ágúst 2023

Marinó varð faðir á nýársdag

„Settur dagur hjá okkur var hinn 29. desember 2021, en litli guttinn vildi sko gulltryggja okkur eftirminnilegustu gamlársnótt lífs okkar,“ segir Marinó Flóvent ljósmyndari. Hann og unnusta hans, Ásta Marteinsdóttir, sjúkraliði og laganemi, tóku á móti syni sínum snemma á nýársmorgun eða 1. janúar 2022 kl. 09:03.

Marinó varð faðir á nýársdag

Föðurhlutverkið | 13. ágúst 2023

Feðgarnir Marinó og Mattheó Mýr eru miklir félagar.
Feðgarnir Marinó og Mattheó Mýr eru miklir félagar. Ljósmynd/Marinó Flóvent

„Sett­ur dag­ur hjá okk­ur var hinn 29. des­em­ber 2021, en litli gutt­inn vildi sko gull­tryggja okk­ur eft­ir­minni­leg­ustu gaml­ársnótt lífs okk­ar,“ seg­ir Marinó Flóvent ljós­mynd­ari. Hann og unn­usta hans, Ásta Marteins­dótt­ir, sjúkra­liði og laga­nemi, tóku á móti syni sín­um snemma á ný­árs­morg­un eða 1. janú­ar 2022 kl. 09:03.

„Sett­ur dag­ur hjá okk­ur var hinn 29. des­em­ber 2021, en litli gutt­inn vildi sko gull­tryggja okk­ur eft­ir­minni­leg­ustu gaml­ársnótt lífs okk­ar,“ seg­ir Marinó Flóvent ljós­mynd­ari. Hann og unn­usta hans, Ásta Marteins­dótt­ir, sjúkra­liði og laga­nemi, tóku á móti syni sín­um snemma á ný­árs­morg­un eða 1. janú­ar 2022 kl. 09:03.

Marinó er fjöl­hæf­ur og hæfi­leika­rík­ur ljós­mynd­ari sem hef­ur glöggt auga fyr­ir fal­legu og skemmti­legu mynd­efni. Hann rek­ur sitt eigið ljós­mynda­fyr­ir­tæki, M. Flóvent ehf. og sinn­ir föður­hlut­verk­inu af mik­illi elju. Marinó kenn­ir einnig við Ljós­mynda­skól­ann þar sem hann deil­ir þekk­ingu sinni með framtíðarljós­mynd­ur­um.

Í dag er hinn eins og hálfs árs gamli Matt­heó Mír mik­ill fjör­kálf­ur og stríðnis­púki sem held­ur for­eldr­um sín­um og eldri hálf­syst­ur stöðugt á tán­um.

„Ég gleymdi alls kon­ar hlut­um“

„Við vor­um búin að plana heima­fæðingu með Krist­björgu Magnús­dótt­ur heima­fæðing­ar­ljós­móður. Sjálf var Ásta að eign­ast sitt annað barn en hún er einnig „doula“ og var því nokkuð vel und­ir­bú­in, ég var hins veg­ar að gera þetta allt í fyrsta skipti. Þrátt fyr­ir að hafa gert allt sem ég gat til þess að und­ir­búa mig, lesið bæk­ur, setið und­ir­bún­ings­nám­skeið og horft á ótal marg­ar heim­ild­ar­mynd­ir, þá var ekki laust við að ég fyndi fyr­ir tölu­verðu stressi ver­andi bara fjög­ur heima í fæðing­unni, ég, Ásta, ljós­móðirin og stjúp­dótt­ir mín, sem þá var 12 ára göm­ul,“ seg­ir Marinó.

Marinó studdi Ástu í heimafæðingu sonar þeirra.
Marinó studdi Ástu í heima­fæðingu son­ar þeirra. Ljós­mynd/​Marinó Flóvent

„Þegar fæðing­unni lauk fann ég að ég gleymdi alls kon­ar hlut­um sem ég var bú­inn að ætla mér passa upp á að gera, en það sem skipti mestu máli er að allt fór al­veg eins og í sögu. Mér tókst að vera til staðar fyr­ir Ástu og hjálpa henni að hafa trú á sér og finna fyr­ir ró og ör­yggi,“ út­skýr­ir Marinó.

Fyrstu dag­ar og vik­ur með korna­barn voru ljós­mynd­ar­an­um ein­stök en stress­andi upp­lif­un. „Ó, já! Ég veit ekki hversu oft ég at­hugaði hvort barnið væri að anda á meðan það svaf og svo gat ég vart tekið aug­un af hon­um þegar hann var vak­andi,“ seg­ir Marinó, sem heillaðist af föður­hlut­verk­inu al­veg frá fyrsta augna­bliki.

„Ég verð þó að viður­kenna að fyrstu vik­urn­ar eru í svo­lít­illi móðu, en ég er feg­inn þar sem ég virðist hafa verið með mynda­vél­ina á lofti nær stöðugt því það er nóg til af mynd­um og mynd­bönd­um til þess að rifja upp öll krútt­leg­ustu augna­blik­in,“ út­skýr­ir Marinó.

Mattheó Mýr aðeins nokkurra mínútna gamall.
Matt­heó Mýr aðeins nokk­urra mín­útna gam­all. Ljós­mynd/​Marinó Flóvent

Ertu bú­inn að ná þér eft­ir svefn­leysið?

„Nei, eig­in­lega ekki. Þetta er samt allt að koma,“ seg­ir Marinó og hlær. „Við Ásta erum með sam­komu­lag þar sem ég sef svo­lítið fast, þá vakn­ar hún með hon­um á nótt­unni og ég tek hann fram á morgn­ana. Þetta höf­um við gert nán­ast frá upp­hafi og ger­um enn.“

„Ég elska þetta“

Marinó hef­ur ávallt haft mjög gam­an af bæði börn­um og dýr­um, en áður en Matt­heó Mír kom í heim­inn kynnt­ist hann föður­hlut­verk­inu sem stjúp­faðir hinn­ar nú 13 ára gömlu Evu Rós­ar og býr þar af leiðandi yfir ágæt­is reynslu.

Hvað hef­ur komið þér mest á óvart við föður­hlut­verkið?

„Hvað þetta er mun skemmti­legra en ég átti von á. Ég vissi vel að þetta væri gam­an, en ég elska þetta út af líf­inu. Á sama tíma er þetta rosa­lega erfitt en þá þarf ekki meira en eitt krútt­legt hlát­urskast hjá litla mann­in­um og allt er gleymt.“

Marinó og Ásta hafa verið par í yfir tíu ár og hef­ur hann verið dótt­ur Ástu sterk föðurí­mynd frá því þau kynnt­ust. „Mig hef­ur alltaf langað í börn og fjöl­skyldu, það hef­ur alltaf legið í und­irmeðvit­und­inni, en sú til­finn­ing varð extra sterk þegar ég var bú­inn að vera með Ástu í skamm­an tíma enda fékk ég smjörþef­inn þar sem hún átti unga dótt­ur fyr­ir. Ég var samt klár í barneign­ir vel á und­an Ástu, en beið þol­in­móður eft­ir því að við vær­um bæði til­bú­in í þetta,“ út­skýr­ir Marinó.

Marinó ásamt unnusti sinni Ástu Marteinsdóttur og börnunum Evu Rós …
Marinó ásamt unnusti sinni Ástu Marteins­dótt­ur og börn­un­um Evu Rós og Matt­heó Mýr. Ljós­mynd/​Marinó Flóvent

Hvað er það besta við föður­hlut­verkið?

„Allt, mér finnst allt við þetta æðis­legt.“

„Hann er al­gjör óþekkt­ar­orm­ur og stríðnis­púki“

Í upp­eld­inu hafa Marinó og Ásta verið mjög sam­taka, en hann seg­ir tengsl skipta sig miklu máli þegar kem­ur að upp­eld­inu. „Ég vil ala upp ein­stak­ling sem er skyn­sam­ur, rétt­sýnn og góð mann­eskja. Nær­gætni og virðing fyr­ir til­finn­ing­um barn­anna minna skipt­ir mig miklu máli þannig að það er svona helst áhersla sem ég hef í upp­eld­inu,“ út­skýr­ir hann.

Hvað er mest krefj­andi við föður­hlut­verkið?

„Núna þegar Matt­heó Mír er kom­inn á „toddler“ tíma­bilið, þá er það lík­leg­ast að halda rónni í kring­um hann. Ég talaði um að það væri áhersla í upp­eld­inu að virða til­finn­ing­ar hans en það al­veg líka mik­ill skóli í því að hafa sín­ar eig­in til­finn­ing­ar í huga og ná að stjórna þeim.“

Mattheó Mýr er mikill stríðnispúki samkvæmt föður sínum.
Matt­heó Mýr er mik­ill stríðnis­púki sam­kvæmt föður sín­um. Ljós­mynd/​Marinó Flóvent

Matt­heó Mír er á fullu að upp­götva sjálf­an sig og alla þá ein­stöku eig­in­leika sem hann býr yfir. „Hann er al­gjör óþekkt­ar­orm­ur og stríðnis­púki, frek­ur og þrjósk­ur. Hann lít­ur út eins og ég en er með per­sónu­leika móður sinn­ar,“ seg­ir Marinó og hlær.

„Mér finnst hann al­veg eins og ég þó svo það glytti á tím­um í svipi frá móður hans. Hann er lík­ari mér í út­liti en Ástu. Hún hef­ur oft gant­ast með það að finn­ast ósann­gjarnt að hafa gengið með barn í níu mánuði, fætt það og svo kem­ur það út eins og snýtt úr nös­inni á pabba sín­um.“

Feðgarnir eru svipsterkir.
Feðgarn­ir eru svip­sterk­ir. Ljós­mynd/​Marinó Flóvent

Marinó hef­ur vart lagt frá sér mynda­vél­ina frá því að Matt­heó Mír kom í heim­inn og hef­ur hann fangað hvert augna­blikið á fæt­ur öðru. „Vegna starfa minna sem ljós­mynd­ari þá er ég með vand­ræðal­ega gott skipu­lag á öll­um mynd­um sem ég tek og get því giskað með nokkuð mik­illi ná­kvæmni á fjölda mynda sem ég hef tekið af barn­inu. Fyrstu vik­una, eina og sér, tók ég um 2000 ljós­mynd­ir af hon­um. Á mynda­vél­ina eru mynd­irn­ar í heild orðnar yfir 8.000 en svo er auðvitað heill hell­ing­ur á sím­an­um,“ seg­ir Marinó.

mbl.is