Vísbendingar um gasmengun eftir skjálfta

Hofsjökull | 13. ágúst 2023

Vísbendingar um gasmengun eftir skjálfta

Veðurstofu Íslands barst tilkynning frá landvörðum í Kerlingafjöllum um sterka lykt við Blágnípujökul í Hofsjökli eftir að skjálfti af stærðinni 3,0 reið þar yfir í gærkvöld. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið.

Vísbendingar um gasmengun eftir skjálfta

Hofsjökull | 13. ágúst 2023

Veðurstofu barst tilkynning frá landvörðum í Kerlingafjöllum um sterka lykt …
Veðurstofu barst tilkynning frá landvörðum í Kerlingafjöllum um sterka lykt við Blágnýpujökul í Hofsjökli. Lyktin bendir til að gasmengun sé á svæðinu. mbl.is/Einar Falur

Veður­stofu Íslands barst til­kynn­ing frá land­vörðum í Kerl­inga­fjöll­um um sterka lykt við Blágnípu­jök­ul í Hofs­jökli eft­ir að skjálfti af stærðinni 3,0 reið þar yfir í gær­kvöld. Nokkr­ir minni skjálft­ar fylgdu í kjöl­farið.

Veður­stofu Íslands barst til­kynn­ing frá land­vörðum í Kerl­inga­fjöll­um um sterka lykt við Blágnípu­jök­ul í Hofs­jökli eft­ir að skjálfti af stærðinni 3,0 reið þar yfir í gær­kvöld. Nokkr­ir minni skjálft­ar fylgdu í kjöl­farið.

Lykt­in bend­ir til að gasmeng­un sé á svæðinu.

Að sögn nátt­úru­vár­sér­fræðings á veður­stof­unni er jarðhita­svæði und­ir jökl­in­um. Seg­ir hann mögu­leika á því að skjálft­arn­ir teng­ist jarðhita­kerf­un­um og lykt­in sé til­kom­in vegna þeirra.

Seg­ir hann til­kynn­ing­ar um sam­bæri­lega lykt í kring­um Hofs­jök­ul hafi borist áður, til dæm­is árið 2017 og 2018. Í kjöl­far lykt­ar­inn­ar 2017 varð minni­hátt­ar hlaup und­ir jökl­in­um sem þó sáust eng­in merki um á vatns­hæðar- eða skjálfta­mæl­um.

mbl.is