Kvika mögulega á litlu dýpi: Askja undirbýr sig

Askja | 14. ágúst 2023

Kvika mögulega á litlu dýpi: Askja undirbýr sig

„Þá er þetta sem við erum að tala um bara á leiðinni. Ef hitinn í Víti er farinn að hækka svona mikið þá þýðir það að það er komin kvika þarna inn miðað við hvernig landbreytingin hefur verið.“

Kvika mögulega á litlu dýpi: Askja undirbýr sig

Askja | 14. ágúst 2023

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir það ekki æskilegt að vera við …
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir það ekki æskilegt að vera við Öskju. Samsett mynd

„Þá er þetta sem við erum að tala um bara á leiðinni. Ef hit­inn í Víti er far­inn að hækka svona mikið þá þýðir það að það er kom­in kvika þarna inn miðað við hvernig land­breyt­ing­in hef­ur verið.“

„Þá er þetta sem við erum að tala um bara á leiðinni. Ef hit­inn í Víti er far­inn að hækka svona mikið þá þýðir það að það er kom­in kvika þarna inn miðað við hvernig land­breyt­ing­in hef­ur verið.“

Þetta seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is spurður hvernig hon­um lít­ist á blik­una við Öskju eft­ir að vatns­hiti í Víti mæld­ist 27 gráður í gær. Það er um níu gráðum hærra en hef­ur mælst áður í sum­ar. 

Veður­stofa Íslands fékk ábend­ingu um skamm­líf­an strók í Báts­hrauni aust­an við Víti í gær sem gæti verið til marks um aukna gufu­virkni á svæðinu. Landris hófst í Öskju fyr­ir um tveim­ur árum og hef­ur land risið um 30 sentí­metra frá því í sept­em­ber á síðasta ári.

Á litlu dýpi

Hann seg­ir að miðað við hita­breyt­ing­una í Víti gæti kvika verið á ansi litlu dýpi. 

„Það er eng­in önn­ur ástæða en sú að það er eitt­hvað að hita upp grunn­vatnið þarna. All­ur jarðhiti er bú­inn til með hita­streymi frá kviku. Ef hita­stigið eykst þá ertu bú­inn að fá eitt­hvað heit­ara inn. Þetta hlýt­ur að vera á til­tölu­lega grunnu dýpi því að jarðhita­vatnið er ekki að fara marga kíló­metra niður í jarðskorp­una.“

Hann seg­ir það nán­ast ómögu­legt að sól­ar­hit­un hækki vatns­hit­an í Víti jafn mikið og raun ber vitni og tek­ur fram að hann hafi eytt mikl­um tíma á svæðinu og aldrei orðið var við að hita­stigið verði svo hátt í vatn­inu.

Askja und­ir­býr sig

„Þess­ar vís­bend­ing­ar virðast all­ar benda í sömu átt­ina það er að Askja sé að und­ir­búa sig. Við þurf­um greini­lega að fylgj­ast vel með hita­stig­inu. Ef það er kom­inn af stað órói í fjall­inu þá get­ur það farið í gos einn, tveir og þrír. Við verðum alla­vega að vara fólk við því.“

Þor­vald­ur hef­ur áður biðlað til stjórn­valda að loka svæðinu við Öskju og varaði við því að stór­slys gæti orðið ef gos myndi hefjast í eld­stöðinni á meðan fólk er á svæðinu.

Al­manna­varn­ir lýstu yfir óvissu­stigi á svæðinu í sept­em­ber 2021 og er það enn í gildi. 

„Al­manna­varn­ir og lög­reglu­stjór­inn á Norður­landi eystra hafa nú þegar komið því í ferli að sett verði upp skilti og aðvar­an­ir á ferðaleiðum og það eru skilti sem snúa þá sér­stak­lega að þess­um jarðhrær­ing­um og þeirri hættu sem af því kann að leiða og leiðbein­ing­um um hvernig bregðast eigi við,“ sagði Sól­berg Svan­ur Bjarna­son, deild­ar­stjóri al­manna­varna, í sam­tali við mbl.is ann­an ág­úst.

mbl.is