Skandinavíska rótin sem tröllríður öllu á samfélagsmiðlum

Hárið | 15. ágúst 2023

Skandinavíska rótin sem tröllríður öllu á samfélagsmiðlum

Eitt heitasta trendið í hártískunni þessa dagana er svokölluð skandinavísk rót, hárlitunartækni sem skapar hið bjarta og lýsta útlit Skandinava. Uppruna nafnsins má rekja til þess að margir Norðurlandabúar eru með náttúrulega ljósa rót sem lýsist oftar en ekki í mikilli sól. 

Skandinavíska rótin sem tröllríður öllu á samfélagsmiðlum

Hárið | 15. ágúst 2023

TikTok-stjarna Monika og íslenski bloggarinn Jóhanna Helga eru á meðal …
TikTok-stjarna Monika og íslenski bloggarinn Jóhanna Helga eru á meðal þeirra sem hafa prófa litunaraðferðina. Samsett mynd

Eitt heit­asta trendið í hár­tísk­unni þessa dag­ana er svo­kölluð skandi­nav­ísk rót, hár­lit­un­ar­tækni sem skap­ar hið bjarta og lýsta út­lit Skandi­nava. Upp­runa nafns­ins má rekja til þess að marg­ir Norður­landa­bú­ar eru með nátt­úru­lega ljósa rót sem lýs­ist oft­ar en ekki í mik­illi sól. 

Eitt heit­asta trendið í hár­tísk­unni þessa dag­ana er svo­kölluð skandi­nav­ísk rót, hár­lit­un­ar­tækni sem skap­ar hið bjarta og lýsta út­lit Skandi­nava. Upp­runa nafns­ins má rekja til þess að marg­ir Norður­landa­bú­ar eru með nátt­úru­lega ljósa rót sem lýs­ist oft­ar en ekki í mik­illi sól. 

Tísku­bylgj­an hef­ur dreifst um sam­fé­lags­miðla eins og eld­ur í sinu og finna má ótal­mörg mynd­bönd af fólki í lit­un til að ná fram þessu skandi­nav­íska út­liti. Ein af þeim er áhrifa­vald­ur­inn og blogg­ar­inn Jó­hanna Helga, sem deildi á dög­un­um ferl­inu á bak við lit­un­araðferðina á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um.

Til að ná skandi­nav­ísku rót­inni tek­ur hársnyrt­ir­inn lít­inn hluta hárs­ins rétt við rót­ina, svo­kölluð engla­hár, og í stað þess að nota álþynn­ur er aflit­un­in bor­in beint á hár­lokk­ana. Með þess­ari tækni kemst hársnyrt­ir­inn nær hár­lín­unni til að skapa björt áhrif, þar sem rót­in er aðeins ljós­ari en rest­in af hár­inu og gef­ur hár­inu sól­kysst út­lit, út­skýr­ir Andrew Fitzsimmons í viðtali við Real Simple. 

Fitzsimmons legg­ur áherslu á að fá fag­mann­eskju til að sjá um lit­un­ina þar sem aflit­un­in er mjög ná­lægt húðinni og get­ur það ert bæði húð og augu ef lit­ur­inn er meðhöndlaður vit­laust.

@monika_mua_ Scandi­navi­an Hair­line trend 👀 had to give this a go hehe @Denise Phillips @Meg­an Mc Keown Hair nai­led it 🥵 #scandi­navi­an­hair­line #scandi­hair #blondehair #trend­ing­hair­style #hairtrans­formati­on ♬ Just A Girl - No Dou­bt

Skipt­ar skoðanir

Ekki eru þó all­ir hársnyrt­ar hrifn­ir af þessu nýja trendi. Kira Hell­sten, hársnyrt­ir hjá Bleach London sem er sjálf frá Skandi­nav­íu, tel­ur að tísku­bylgj­an feli í sér meiri áhættu en ágóða. Hell­sten seg­ir í viðtali við Even­ing Stand­ard að vanda­málið við tísku­bylgj­ur sem njóta vin­sælda líkt og þessi geta orðið til þess að vænt­ing­ar viðskipta­vina fari úr bönd­un­um. Rétt eins og all­ar aðrar tísku­bylgj­ur þá hent­ar þetta ekki öll­um og því eru mikl­ar lík­ur á því að ein­hverj­ir fari óánægðir frá hár­greiðslu­stof­unni.  

Hell­sten bend­ir þó einnig á að þar sem lit­ur­inn fari í raun­inni bara í litlu engla­hár­in fremst á höfðinu þá sé auðvelt að klúðra lit­un­inni, sér­stak­lega ef hár viðkom­andi er í dekkri kant­in­um. Even­ing Stand­ard hef­ur einnig eft­ir húðlækn­in­um Hayley Leem­an að vegna eit­ur­efn­anna sem finna megi í aflit­un­ar­efn­inu ert­ist húðin oft­ar en ekki og því mæl­ir hún ekki með því að ein­stak­ling­ar sem eru með viðkvæma húð prófi þess­ar lit­un­araðferð.

Loka­út­koma lit­un­araðferðar­inn­ar er þó engu að síður frísk­andi og fal­leg og er til­val­in fyr­ir sum­ar­tím­ann og haustið sem skell­ur brátt á.

mbl.is